Sló heimsmetið „fyrir ömmu sína“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 07:30 Armand Duplantis reif sig úr að ofan og hljóp sigurreifur um leikvanginn eftir að heimsmet á heimavelli var í höfn. Getty/Maja Hitij Armand Duplantis sló heimsmetið í stangarstökki í tólfta sinn á ferlinum þegar hann fór yfir 6,28 metra í gær. Það sem gerir þetta heimsmet kannski aðeins merkilegra en öll hin hjá Svíanum snaggaralega var að í þetta sinn sló hann heimsmetið á heimavelli. Metið féll nefnilega á Demantamótinu Bauhausgalan á Ólympíuleikvanginum í Stokkhólmi. Þetta er fyrsta heimsmet Svía á heimavelli síðan að Patrick Sjöberg bætti heimsmetið í hástökki fyrir 38 árum eða í lok júní 1987. Duplantis fagnaði metinu líka gríðarlega, reif sig úr að ofan og hljóp um leikvanginn við gríðarlegan fönguð áhorfenda. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Duplantis vissi af ömmu sinni í stúkunni og hann vildi umfram allt slá metið með hana á staðnum. „Ég tileinka henni metið. Ég vildi slá heimsmetið fyrir ömmu mína,“ sagði Duplantis en hann fann hana síðan í stúkunni eftir að metið féll. Þau áttu innilegt faðmlag og hún auðvitað gríðarlega stolt af ömmubarni sínu. Duplantis eignaðist heimsmetið fyrst í febrúar 2020 þegar fór yfir 6,17 metra og sló met Frakkans Renaud Lavillenie aem hafði átt heimsmetið í sex ár. Duplantis sló metið einu sinni til viðbótar árið 2020, hann setti þrjú heimsmet árið 2022, tvö heimsmet árið 2023 og heimsmetið féll þrisvar sinnum í fyrra. Þetta var síðan hans annað heimsmet á árinu því hann fór yfir 6,27 metra í febrúar. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Það sem gerir þetta heimsmet kannski aðeins merkilegra en öll hin hjá Svíanum snaggaralega var að í þetta sinn sló hann heimsmetið á heimavelli. Metið féll nefnilega á Demantamótinu Bauhausgalan á Ólympíuleikvanginum í Stokkhólmi. Þetta er fyrsta heimsmet Svía á heimavelli síðan að Patrick Sjöberg bætti heimsmetið í hástökki fyrir 38 árum eða í lok júní 1987. Duplantis fagnaði metinu líka gríðarlega, reif sig úr að ofan og hljóp um leikvanginn við gríðarlegan fönguð áhorfenda. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Duplantis vissi af ömmu sinni í stúkunni og hann vildi umfram allt slá metið með hana á staðnum. „Ég tileinka henni metið. Ég vildi slá heimsmetið fyrir ömmu mína,“ sagði Duplantis en hann fann hana síðan í stúkunni eftir að metið féll. Þau áttu innilegt faðmlag og hún auðvitað gríðarlega stolt af ömmubarni sínu. Duplantis eignaðist heimsmetið fyrst í febrúar 2020 þegar fór yfir 6,17 metra og sló met Frakkans Renaud Lavillenie aem hafði átt heimsmetið í sex ár. Duplantis sló metið einu sinni til viðbótar árið 2020, hann setti þrjú heimsmet árið 2022, tvö heimsmet árið 2023 og heimsmetið féll þrisvar sinnum í fyrra. Þetta var síðan hans annað heimsmet á árinu því hann fór yfir 6,27 metra í febrúar. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira