Evrópumeistarar PSG byrja HM félagsliða af krafti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2025 21:11 Lagði upp tvö. EPA-EFE/RONALD WITTEK París Saint-Germain, ríkjandi Evrópumeistarar karla í knattspyrnu, byrja HM félagsliða af krafti. Lærisveinar Luis Enrique lögðu Atlético Madríd sannfærandi 4-0 í þriðja leik dagsins. Það var ekki að sjá að leikmenn Parísarliðsins væru þreyttir en þeir hafa ekki fengið mikinn tíma til að fagna sigri sínum í Meistaradeild Evrópu. Margir af leikmönnum liðsins fóru svo gott sem beint í landsliðsverkefni og nú er liðið mætt til Bandaríkjanna þar sem HM félagsliða fer fram. Fabián Ruiz kom PSG yfir með góðu skoti eftir undirbúning Khvicha Kvaratskhelia á 19. mínútu leiksins. Það virtist ætla að vera eina mark fyrri hálfleiks en í uppbótartíma var forystan tvöfölduð. Örskömmu áður en Vitinha kom PSG yfir með hnitmiðuðu skoti þá hafði Gianluigi Donnarumma varið skot Antoine Griezmann meistaralega. Aftur var það Kvaratskhelia sem lagði mark PSG upp og staðan 2-0 í hálfleik. Þegar tæp klukkustund var liðin hélt Julián Alvarez að hann hefði minnkað muninn en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af vegna brots í aðdraganda þess. Staðan því enn 2-0. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka fékk Clement Lenglet sitt annað gula spjald og þar með rautt. Liðið frá Madríd því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýtti PSG sér til að strá salti í sárin. Hinn 19 ára gamli Senny Mayulu bætti þá þriðja markinu við eftir að boltinn féll til hans inn í teignum. Kang-In Lee skoraði svo fjórða mark PSG á 97. mínútu eftir að vítaspyrna var dæmd. Þegar loks var flautað til leiksloka var staðan því 4-0 PSG í vil. Evrópumeistararnir eru því á toppi B-riðils á meðan Atl. Madríd er á botninum. Á morgun mætast Botafogo frá Brasilíu og Seattle Sounders frá Bandaríkjunum Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira
Það var ekki að sjá að leikmenn Parísarliðsins væru þreyttir en þeir hafa ekki fengið mikinn tíma til að fagna sigri sínum í Meistaradeild Evrópu. Margir af leikmönnum liðsins fóru svo gott sem beint í landsliðsverkefni og nú er liðið mætt til Bandaríkjanna þar sem HM félagsliða fer fram. Fabián Ruiz kom PSG yfir með góðu skoti eftir undirbúning Khvicha Kvaratskhelia á 19. mínútu leiksins. Það virtist ætla að vera eina mark fyrri hálfleiks en í uppbótartíma var forystan tvöfölduð. Örskömmu áður en Vitinha kom PSG yfir með hnitmiðuðu skoti þá hafði Gianluigi Donnarumma varið skot Antoine Griezmann meistaralega. Aftur var það Kvaratskhelia sem lagði mark PSG upp og staðan 2-0 í hálfleik. Þegar tæp klukkustund var liðin hélt Julián Alvarez að hann hefði minnkað muninn en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af vegna brots í aðdraganda þess. Staðan því enn 2-0. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka fékk Clement Lenglet sitt annað gula spjald og þar með rautt. Liðið frá Madríd því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýtti PSG sér til að strá salti í sárin. Hinn 19 ára gamli Senny Mayulu bætti þá þriðja markinu við eftir að boltinn féll til hans inn í teignum. Kang-In Lee skoraði svo fjórða mark PSG á 97. mínútu eftir að vítaspyrna var dæmd. Þegar loks var flautað til leiksloka var staðan því 4-0 PSG í vil. Evrópumeistararnir eru því á toppi B-riðils á meðan Atl. Madríd er á botninum. Á morgun mætast Botafogo frá Brasilíu og Seattle Sounders frá Bandaríkjunum
Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira