Evrópumeistarar PSG byrja HM félagsliða af krafti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2025 21:11 Lagði upp tvö. EPA-EFE/RONALD WITTEK París Saint-Germain, ríkjandi Evrópumeistarar karla í knattspyrnu, byrja HM félagsliða af krafti. Lærisveinar Luis Enrique lögðu Atlético Madríd sannfærandi 4-0 í þriðja leik dagsins. Það var ekki að sjá að leikmenn Parísarliðsins væru þreyttir en þeir hafa ekki fengið mikinn tíma til að fagna sigri sínum í Meistaradeild Evrópu. Margir af leikmönnum liðsins fóru svo gott sem beint í landsliðsverkefni og nú er liðið mætt til Bandaríkjanna þar sem HM félagsliða fer fram. Fabián Ruiz kom PSG yfir með góðu skoti eftir undirbúning Khvicha Kvaratskhelia á 19. mínútu leiksins. Það virtist ætla að vera eina mark fyrri hálfleiks en í uppbótartíma var forystan tvöfölduð. Örskömmu áður en Vitinha kom PSG yfir með hnitmiðuðu skoti þá hafði Gianluigi Donnarumma varið skot Antoine Griezmann meistaralega. Aftur var það Kvaratskhelia sem lagði mark PSG upp og staðan 2-0 í hálfleik. Þegar tæp klukkustund var liðin hélt Julián Alvarez að hann hefði minnkað muninn en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af vegna brots í aðdraganda þess. Staðan því enn 2-0. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka fékk Clement Lenglet sitt annað gula spjald og þar með rautt. Liðið frá Madríd því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýtti PSG sér til að strá salti í sárin. Hinn 19 ára gamli Senny Mayulu bætti þá þriðja markinu við eftir að boltinn féll til hans inn í teignum. Kang-In Lee skoraði svo fjórða mark PSG á 97. mínútu eftir að vítaspyrna var dæmd. Þegar loks var flautað til leiksloka var staðan því 4-0 PSG í vil. Evrópumeistararnir eru því á toppi B-riðils á meðan Atl. Madríd er á botninum. Á morgun mætast Botafogo frá Brasilíu og Seattle Sounders frá Bandaríkjunum Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Það var ekki að sjá að leikmenn Parísarliðsins væru þreyttir en þeir hafa ekki fengið mikinn tíma til að fagna sigri sínum í Meistaradeild Evrópu. Margir af leikmönnum liðsins fóru svo gott sem beint í landsliðsverkefni og nú er liðið mætt til Bandaríkjanna þar sem HM félagsliða fer fram. Fabián Ruiz kom PSG yfir með góðu skoti eftir undirbúning Khvicha Kvaratskhelia á 19. mínútu leiksins. Það virtist ætla að vera eina mark fyrri hálfleiks en í uppbótartíma var forystan tvöfölduð. Örskömmu áður en Vitinha kom PSG yfir með hnitmiðuðu skoti þá hafði Gianluigi Donnarumma varið skot Antoine Griezmann meistaralega. Aftur var það Kvaratskhelia sem lagði mark PSG upp og staðan 2-0 í hálfleik. Þegar tæp klukkustund var liðin hélt Julián Alvarez að hann hefði minnkað muninn en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af vegna brots í aðdraganda þess. Staðan því enn 2-0. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka fékk Clement Lenglet sitt annað gula spjald og þar með rautt. Liðið frá Madríd því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýtti PSG sér til að strá salti í sárin. Hinn 19 ára gamli Senny Mayulu bætti þá þriðja markinu við eftir að boltinn féll til hans inn í teignum. Kang-In Lee skoraði svo fjórða mark PSG á 97. mínútu eftir að vítaspyrna var dæmd. Þegar loks var flautað til leiksloka var staðan því 4-0 PSG í vil. Evrópumeistararnir eru því á toppi B-riðils á meðan Atl. Madríd er á botninum. Á morgun mætast Botafogo frá Brasilíu og Seattle Sounders frá Bandaríkjunum
Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira