Evrópumeistarar PSG byrja HM félagsliða af krafti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2025 21:11 Lagði upp tvö. EPA-EFE/RONALD WITTEK París Saint-Germain, ríkjandi Evrópumeistarar karla í knattspyrnu, byrja HM félagsliða af krafti. Lærisveinar Luis Enrique lögðu Atlético Madríd sannfærandi 4-0 í þriðja leik dagsins. Það var ekki að sjá að leikmenn Parísarliðsins væru þreyttir en þeir hafa ekki fengið mikinn tíma til að fagna sigri sínum í Meistaradeild Evrópu. Margir af leikmönnum liðsins fóru svo gott sem beint í landsliðsverkefni og nú er liðið mætt til Bandaríkjanna þar sem HM félagsliða fer fram. Fabián Ruiz kom PSG yfir með góðu skoti eftir undirbúning Khvicha Kvaratskhelia á 19. mínútu leiksins. Það virtist ætla að vera eina mark fyrri hálfleiks en í uppbótartíma var forystan tvöfölduð. Örskömmu áður en Vitinha kom PSG yfir með hnitmiðuðu skoti þá hafði Gianluigi Donnarumma varið skot Antoine Griezmann meistaralega. Aftur var það Kvaratskhelia sem lagði mark PSG upp og staðan 2-0 í hálfleik. Þegar tæp klukkustund var liðin hélt Julián Alvarez að hann hefði minnkað muninn en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af vegna brots í aðdraganda þess. Staðan því enn 2-0. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka fékk Clement Lenglet sitt annað gula spjald og þar með rautt. Liðið frá Madríd því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýtti PSG sér til að strá salti í sárin. Hinn 19 ára gamli Senny Mayulu bætti þá þriðja markinu við eftir að boltinn féll til hans inn í teignum. Kang-In Lee skoraði svo fjórða mark PSG á 97. mínútu eftir að vítaspyrna var dæmd. Þegar loks var flautað til leiksloka var staðan því 4-0 PSG í vil. Evrópumeistararnir eru því á toppi B-riðils á meðan Atl. Madríd er á botninum. Á morgun mætast Botafogo frá Brasilíu og Seattle Sounders frá Bandaríkjunum Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Það var ekki að sjá að leikmenn Parísarliðsins væru þreyttir en þeir hafa ekki fengið mikinn tíma til að fagna sigri sínum í Meistaradeild Evrópu. Margir af leikmönnum liðsins fóru svo gott sem beint í landsliðsverkefni og nú er liðið mætt til Bandaríkjanna þar sem HM félagsliða fer fram. Fabián Ruiz kom PSG yfir með góðu skoti eftir undirbúning Khvicha Kvaratskhelia á 19. mínútu leiksins. Það virtist ætla að vera eina mark fyrri hálfleiks en í uppbótartíma var forystan tvöfölduð. Örskömmu áður en Vitinha kom PSG yfir með hnitmiðuðu skoti þá hafði Gianluigi Donnarumma varið skot Antoine Griezmann meistaralega. Aftur var það Kvaratskhelia sem lagði mark PSG upp og staðan 2-0 í hálfleik. Þegar tæp klukkustund var liðin hélt Julián Alvarez að hann hefði minnkað muninn en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af vegna brots í aðdraganda þess. Staðan því enn 2-0. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka fékk Clement Lenglet sitt annað gula spjald og þar með rautt. Liðið frá Madríd því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýtti PSG sér til að strá salti í sárin. Hinn 19 ára gamli Senny Mayulu bætti þá þriðja markinu við eftir að boltinn féll til hans inn í teignum. Kang-In Lee skoraði svo fjórða mark PSG á 97. mínútu eftir að vítaspyrna var dæmd. Þegar loks var flautað til leiksloka var staðan því 4-0 PSG í vil. Evrópumeistararnir eru því á toppi B-riðils á meðan Atl. Madríd er á botninum. Á morgun mætast Botafogo frá Brasilíu og Seattle Sounders frá Bandaríkjunum
Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn