„Það er trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 15. júní 2025 16:33 Óskar Smári á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Fram gerðu sér góða ferð niður á Hlíðarenda þar sem þær heimsóttu Val í níundu umferð Bestu deild kvenna. Eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik snéru Fram taflinu við í þeim síðari og fóru með sterkan sigur af hólmi 1-2. „Seinni hálfleikur gjörsamlega geggjaður hjá okkur. Við hlupum yfir þær í seinni hálfleik“ sagði Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram eftir sigurinn í dag. „Kannski spilar það svolítið inn í að leikurinn á miðvikudaginn hafi setið smá í Valskonum. Þær voru þreyttar og við vorum með orkustigið hátt“ Valur var með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en hvað var sagt í hálfleik til þess að snúa þessu við? „Ég sagði ekkert voðalega mikið. Við breyttum í tígulinn aftur og settum smá áherslubreytingar sem heppnuðust vel“ Fram skoraði snemma í síðari hálfleiknum og það gaf þeim mikið sjálfstraust. „Geggjað mark, frábært mark hjá Unu. Spólar sig í gegn, frábært mark og 1-0 undir á móti Val á útivelli er erfið staða að vera í. Erfitt að koma tilbaka á móti svona góðu liði eins og Val“ „Það er bara trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði. Stelpurnar eiga bara skilið sigurinn að mínu mati og voru bara betri heilt yfir í 90 mínútur“ Fram var nálægt því að skora þriðja markið alveg í blálok leiks en Kamila Pickett var þá sloppin ein í gegn og reyndi að lyfta boltanum yfir Tinnu Brá í marki Vals. „Við eigum skot í stöngina, slánna og svo eiga Valur auðvitað sín færi líka. Við erum að spila á móti frábæru Valsliði. Auðvitað hefði verið gott að ná þriðja markinu. Þú getur aldrei verið rólegur að spila á móti liði eins og Val“ „Tölfræðilega eiga þær að vera í öðru sæti í deildinni. Þessi sigur er því risastór fyrir okkur en á sama tíma verðskuldaður“ Það er stutt á milli leikja en þetta gefur liðinu mikið fyrir framhaldið. „Nú er Þróttur bara á föstudaginn, stutt á milli leikja og við þurfum að passa vel upp á þreytta skrokka. Við fáum Þróttara, toppliðið í heimsókn og það verður bara mjög gaman að fá Óla og hans stúlkur í heimsókn og taka á móti þeim í síðasta leik fyrir pásu“ Fram Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
„Seinni hálfleikur gjörsamlega geggjaður hjá okkur. Við hlupum yfir þær í seinni hálfleik“ sagði Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram eftir sigurinn í dag. „Kannski spilar það svolítið inn í að leikurinn á miðvikudaginn hafi setið smá í Valskonum. Þær voru þreyttar og við vorum með orkustigið hátt“ Valur var með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en hvað var sagt í hálfleik til þess að snúa þessu við? „Ég sagði ekkert voðalega mikið. Við breyttum í tígulinn aftur og settum smá áherslubreytingar sem heppnuðust vel“ Fram skoraði snemma í síðari hálfleiknum og það gaf þeim mikið sjálfstraust. „Geggjað mark, frábært mark hjá Unu. Spólar sig í gegn, frábært mark og 1-0 undir á móti Val á útivelli er erfið staða að vera í. Erfitt að koma tilbaka á móti svona góðu liði eins og Val“ „Það er bara trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði. Stelpurnar eiga bara skilið sigurinn að mínu mati og voru bara betri heilt yfir í 90 mínútur“ Fram var nálægt því að skora þriðja markið alveg í blálok leiks en Kamila Pickett var þá sloppin ein í gegn og reyndi að lyfta boltanum yfir Tinnu Brá í marki Vals. „Við eigum skot í stöngina, slánna og svo eiga Valur auðvitað sín færi líka. Við erum að spila á móti frábæru Valsliði. Auðvitað hefði verið gott að ná þriðja markinu. Þú getur aldrei verið rólegur að spila á móti liði eins og Val“ „Tölfræðilega eiga þær að vera í öðru sæti í deildinni. Þessi sigur er því risastór fyrir okkur en á sama tíma verðskuldaður“ Það er stutt á milli leikja en þetta gefur liðinu mikið fyrir framhaldið. „Nú er Þróttur bara á föstudaginn, stutt á milli leikja og við þurfum að passa vel upp á þreytta skrokka. Við fáum Þróttara, toppliðið í heimsókn og það verður bara mjög gaman að fá Óla og hans stúlkur í heimsókn og taka á móti þeim í síðasta leik fyrir pásu“
Fram Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira