Hitnaði í hamsi: „Forseti er með orðið!“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júní 2025 08:08 Þingfundur hófst klukkan 10:30 í gær og var slitið klukkan 02:05. Alþingi Til orðskipta kom milli Þórunnar Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis og þingmanna Miðflokksins á fyrsta tímanum í nótt, þegar þingfundur hafði staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Þingmenn Miðflokksins hafa undanfarna daga rætt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 langt fram á nótt. Þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt, þriðja daginn í röð. Á þingfundi gærdagsins skiptust þingmenn Miðflokksins á að setjast í ræðustól og kalla eftir því að utanríkisráðherra mæti meðan málið er til umræðu. Um miðnætti spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hversu lengi þingmenn væru tilbúnir að sitja fundinn. Þá sagði hún að til greina kæmi að halda þingfundinum áfram síðar í dag en þó væri ekkert ákveðið. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins steig síðar í pontu til að svara því. „Við þurfum að ræða þetta mál en af einhverjum ástæðum treystir meirihlutinn sér ekki til að tala fyrir málinu. Við erum að biðja um að hæstvirtur ráðherra komi og tali fyrir þessu máli. Og ef þetta er einhver sýndarleikur þá hleypið þið öðrum málum á dagskrá og takið þetta af dagskrá þar til þið eruð tilbúin að tala fyrir því. Og í því ljósi spyr ég, hver er staðgengill hæstvirts utanríkisráðherra? Ég fer fram á að ef þingfundur verður hér í nótt, að forseti sjái til þess að staðgengill komi hér í hús svo megi ljúka þessari umræðu einhvern tímann.“ Þá tók Þórunn aftur til máls. „Það er nokkuð langt síðan það var mælt fyrir þessum nefndarálitum. Framsögumaður meiri hluta hefur verið við þessa umræðu meira og minna allan tímann. Og ég veit ekki hvað...“ „Ekki allan!“ kallaði einhver úr þingsal. Þórunn svaraði um hvöss um hæl. „Forseti er með orðið.“ Í tvígang kallaði einhver úr salnum og þá ítrekaði Þórunn að forseti væri með orðið. Þá kynnti hún inn næsta ræðumann, Bergþór Ólason þingflokksformann Miðflokksins, sýnilega örg. Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins hafa undanfarna daga rætt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 langt fram á nótt. Þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt, þriðja daginn í röð. Á þingfundi gærdagsins skiptust þingmenn Miðflokksins á að setjast í ræðustól og kalla eftir því að utanríkisráðherra mæti meðan málið er til umræðu. Um miðnætti spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hversu lengi þingmenn væru tilbúnir að sitja fundinn. Þá sagði hún að til greina kæmi að halda þingfundinum áfram síðar í dag en þó væri ekkert ákveðið. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins steig síðar í pontu til að svara því. „Við þurfum að ræða þetta mál en af einhverjum ástæðum treystir meirihlutinn sér ekki til að tala fyrir málinu. Við erum að biðja um að hæstvirtur ráðherra komi og tali fyrir þessu máli. Og ef þetta er einhver sýndarleikur þá hleypið þið öðrum málum á dagskrá og takið þetta af dagskrá þar til þið eruð tilbúin að tala fyrir því. Og í því ljósi spyr ég, hver er staðgengill hæstvirts utanríkisráðherra? Ég fer fram á að ef þingfundur verður hér í nótt, að forseti sjái til þess að staðgengill komi hér í hús svo megi ljúka þessari umræðu einhvern tímann.“ Þá tók Þórunn aftur til máls. „Það er nokkuð langt síðan það var mælt fyrir þessum nefndarálitum. Framsögumaður meiri hluta hefur verið við þessa umræðu meira og minna allan tímann. Og ég veit ekki hvað...“ „Ekki allan!“ kallaði einhver úr þingsal. Þórunn svaraði um hvöss um hæl. „Forseti er með orðið.“ Í tvígang kallaði einhver úr salnum og þá ítrekaði Þórunn að forseti væri með orðið. Þá kynnti hún inn næsta ræðumann, Bergþór Ólason þingflokksformann Miðflokksins, sýnilega örg.
Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira