Valdhafar sem óttast þjóð sína eiga ekki skilið völdin Ágústa Árnadóttir skrifar 14. júní 2025 19:00 Þeir sem fara með völdin eiga að þjóna þjóð sinni af ábyrgð, skýra ákvarðanir sínar og standa fyrir stefnu sinni. En þegar borgarar leyfa sér að spyrja krefjandi spurninga um stefnu stjórnvalda, bregðast ráðamenn ítrekað við með stimplun, ásökunum og þöggun í stað heiðarlegra svara. Spurningum mætt með skömm Við höfum veitt stjórnvöldum umboð okkar til að stýra fjármunum, þjónustu og öryggi samfélagsins. Þegar við spyrjum hvort þessari ábyrgð sé sinnt með sóma, fáum við ekki svör heldur stimplun. Við spyrjum: Af hverju molnar heilbrigðiskerfið? Af hverju á ungt fólk erfitt með að eignast heimili? Hvers vegna hækka skattar þrátt fyrir versnandi þjónustu? Hvers vegna er lögum ekki framfylgt gagnvart glæpagengjum, mansali og brottvísunum? Af hverju fara tugir milljarða í stríðsrekstur sem þjóðin hefur aldrei samþykkt? Í stað málefnalegra svara fáum við á okkur ásakanir: Rasistar. Hægri öfgamenn. Illmenni. Popúlískur áróður. Nasistar. Þetta eru ekki svör. Þetta eru orð sem eiga að kæfa umræðuna. Við erum að ræða um kerfið — ekki einstaklingana Við gerum okkur grein fyrir því að fólk í neyð sækist eftir öryggi. En stjórnvöld hafa ekkert umboð til að keyra velferðarkerfið fram af bjargbrún án þess að þjóðin fái nokkuð að segja. Því það erum við sem borgum. Við eigum rétt á að ræða hvar mörk kerfisins liggja: Hversu mikið álag ræður heilbrigðiskerfið við? Hversu margir eiga raunhæfan möguleika á að komast inn á húsnæðismarkaðinn? Hvað mikið álag ræður félagsþjónustan við? Hvernig ætlum við að bregðast við vaxandi ofbeldi og skipulagðri glæpastarfsemi erlendra glæpagengja sem hafa fest sig í sessi í samfélaginu? Niðurstaðan blasir við: Kerfin eru sprungin. Fjölskyldur kikna undan verðbólgu og skuldum. Erlend glæpagengi festa sig í sessi. Skattar hækka — þjónustan hrynur. Skýrar kröfur um ábyrgð og jafnvægi Við höfum ekki aðeins bent á vandann, heldur lagt fram skýrar kröfur sem snúast um ábyrgð, jafnvægi og raunhæfa stjórnun á hælisleitenda- og innflytjendamálum: Að hælisleitendur verði vistaðir í lokuðu úrræði eða sendir úr landi á meðan bakgrunnsrannsókn stendur, og þeir sem koma án skilríkja verði vistaðir eða vísað til baka. Afturköllun dvalarleyfa eða ríkisborgararéttar við alvarlegt brot eða rangar upplýsingar. Afnám fjölskyldusameiningar í núverandi mynd. Fimm ára hlé á nýjum hælisumsóknum á meðan kerfið er endurskoðað frá grunni. Að stuðningur við fólk í neyð sé veittur heima fyrir, þar sem hjálpin nýtist fleirum og betur. Erlendum brotamönnum afpláni í heimalandi sínu með milliríkjasamningum; slíkt fyrirkomulag er ódýrara og mannúðlegra. Þetta eru ekki kröfur um útilokun heldur skynsamlegar tillögur sem taka mið af mannúð og getu samfélagsins til að sinna bæði eigin borgurum og þeim sem leita hingað. En í stað þess að stjórnvöld svari þessum málefnalegu kröfum með rökum, svara þau með stimplun. Ábyrgðin er sameiginleg Þetta er ekki eingöngu á ábyrgð núverandi stjórnvalda. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálastéttinni í heild, hjá þeim sem hafa mótað stefnuna undanfarin ár og áratugi. Ákvörðunum hefur verið frestað, málum sópað undir teppi og stefnumótun oftar en ekki byggð á vinsældaleik frekar en raunhæfri langtímahugsun. Allir sem setið hafa við stjórnvöll landsins bera ábyrgð á þeirri stöðu sem nú blasir við. Spurning þjóðarinnar er einföld: Af hverju horfðu stjórnvöld áhugalaus á meðan kerfin hrundu smám saman? Af hverju var ekki gripið inn í áður en allt var komið í óefni? Það má ræða burðargetu velferðarkerfisins Við stöndum frammi fyrir spurningu sem fáir þora að ræða: Er burðargeta velferðarkerfisins óendanleg? Svarið er nei. Við eigum skýlausan rétt á heiðarlegri stefnumótun: Hvað er raunhæft? Hvernig tryggjum við þjónustu við þá sem hér búa og hafa byggt upp kerfið með sínum skattgreiðslum? Hverjir bera ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp? Að spyrja þessara spurninga er ekki mannvonska. Það er samfélagsleg ábyrgð. Virðing fyrir þjóðinni Við eigum öll skýlausan rétt á því að stjórnvöld starfi í okkar þágu, en ekki í þágu elítunnar eða Evrópusambandsins. Við eigum að njóta virðingar í umræðunni og hafa rödd í samfélaginu sem við höfum byggt með vinnu, sköttum og fórnum. Við erum ekki vandamálið. Við erum þjóðin. Enginn hefur rétt til að svipta okkur þeirri reisn. Lýðræði byggir á ábyrgð Lýðræði er ekki aðeins kosningar á fjögurra ára fresti. Lýðræði krefst daglegrar ábyrgðar stjórnvalda gagnvart þjóðinni. Það krefst þess að þeir sem fara með völdin muni ávallt hverra hagsmuna þeir þjóna — og fyrir hvern þeir starfa. Í heilbrigðu lýðræði gilda einföld en ófrávíkjanleg viðmið: Gagnsæi: Ákvörðunartaka á sér stað fyrir opnum tjöldum, ekki bak við luktar dyr. Borgarar eiga rétt á að vita hverjir taka ákvarðanir, á hvaða forsendum og undir hvaða áhrifum. Samráð við þjóðina: Stór álitamál sem varða framtíð þjóðfélagsins skuli tekin í samráði við þjóðina sjálfa. Svör með rökum, ekki stimplum: Þegar borgarar spyrja málefnalegra spurninga eiga stjórnvöld að svara með skýrum rökum og gögnum — ekki með stimplun, sleggjudómum eða persónulegum árásum. Forgangsröðun: Á að snúast um hagsmuni þjóðarinnar til framtíðar, ekki skammtímagróða þrýstihópa, alþjóðlegra stofnana eða stjórnmálalegra leikja. Réttur borgaranna til að tjá sig: Allir eiga rétt á að spyrja, tjá sig, gagnrýna og krefjast svara — án þess að vera útskúfaðir, brennimerktir eða smánaðir. Lýðræði án þessara þátta er aðeins skuggamynd af sjálfu sér. Blekkingarleikur stjórnvalda Í stað þess að horfast í augu við vandann snúa stjórnvöld umræðunni yfir á upplifun fólks. Þau vilja frekar ræða hvernig fólk upplifir stöðuna heldur en að leysa vandann sjálfan. Fólki er sagt að það upplifi hlutina á „rangan hátt“ — að það skorti innsæi, skilning eða samhengi. Þannig er ábyrgðin flutt frá þeim sem stjórna yfir á almenning sjálfan, sem á að draga í efa eigin skilning á veruleikanum. Þetta er ekki stjórnsýsla í þágu fólksins. Þetta er kerfisbundin blekkingartækni, hönnuð til að verja stjórnvöld gegn réttmætum spurningum og kröfum um ábyrgð. Gaslýsing, blekkingarleikur og siðferðileg kúgun Í stað heiðarlegra svara mæta borgarar gaslýsingu: „Þetta er ekki raunverulegt vandamál.“ „Þetta er bara upplifun ykkar.“ Stjórnvöld beina athyglinni frá eigin ábyrgð og snúa umræðunni að því hvernig fólk upplifir hlutina — ekki hvort kerfið virki í raun. Þannig er ábyrgðin smám saman færð frá stjórnendum og yfir á almenning sjálfan: Vandinn er ekki brotnir innviðir — heldur skortur borgaranna á réttri sýn. Á meðan: Fólk bíður mánuðum saman eftir læknisaðstoð. Ungt fólk sér enga leið inn á húsnæðismarkaðinn. Fjölskyldur kafna í skuldum og verðbólgu. Velferðarþjónustan molnar og nær ekki lengur að sinna eigin borgurum. Að neita þessum staðreyndum er ekki stjórnsýsla heldur kerfisbundin þöggun — og markviss blekkingartækni sem ver stjórnvöld gegn gagnrýni og ábyrgð. Hvað óttast þau? Ef stefnan er traust, hvers vegna óttast stjórnvöld gagnrýni? Ef kerfin virka, hvers vegna þessi grimma og miskunnarlausa stimplun á þá sem spyrja? Hvað er verið að fela? Þau óttast að þjóðin átti sig á því að ákvarðanir eru teknar án hennar samþykkis — og oft gegn vilja þjóðarinnar. Þau hafa gleymt hverjum þau þjónuðu. Vald kjörinna fulltrúa byggir ekki á forréttindum heldur umboði. Það umboð er aðeins í gildi svo lengi sem þeir sem stjórna starfa í þágu þjóðarinnar — ekki gegn henni. Og þegar þjóðin spyr — er þeirra skylda að svara: Ekki gaslýsa. Ekki smána. Ekki útskúfa. Við munum ekki þegja Við látum ekki gaslýsa okkur. Við látum ekki útskúfa okkur. Við erum ekki í ofbeldissambandi. Við höldum áfram að spyrja: Hver ákvað? Hver ber ábyrgð? Af hverju fær þjóðin ekki rödd? Þau sem þola ekki að svara eigin þjóð eiga ekki skilið að stjórna henni. Höfundur er lýðræðissinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þeir sem fara með völdin eiga að þjóna þjóð sinni af ábyrgð, skýra ákvarðanir sínar og standa fyrir stefnu sinni. En þegar borgarar leyfa sér að spyrja krefjandi spurninga um stefnu stjórnvalda, bregðast ráðamenn ítrekað við með stimplun, ásökunum og þöggun í stað heiðarlegra svara. Spurningum mætt með skömm Við höfum veitt stjórnvöldum umboð okkar til að stýra fjármunum, þjónustu og öryggi samfélagsins. Þegar við spyrjum hvort þessari ábyrgð sé sinnt með sóma, fáum við ekki svör heldur stimplun. Við spyrjum: Af hverju molnar heilbrigðiskerfið? Af hverju á ungt fólk erfitt með að eignast heimili? Hvers vegna hækka skattar þrátt fyrir versnandi þjónustu? Hvers vegna er lögum ekki framfylgt gagnvart glæpagengjum, mansali og brottvísunum? Af hverju fara tugir milljarða í stríðsrekstur sem þjóðin hefur aldrei samþykkt? Í stað málefnalegra svara fáum við á okkur ásakanir: Rasistar. Hægri öfgamenn. Illmenni. Popúlískur áróður. Nasistar. Þetta eru ekki svör. Þetta eru orð sem eiga að kæfa umræðuna. Við erum að ræða um kerfið — ekki einstaklingana Við gerum okkur grein fyrir því að fólk í neyð sækist eftir öryggi. En stjórnvöld hafa ekkert umboð til að keyra velferðarkerfið fram af bjargbrún án þess að þjóðin fái nokkuð að segja. Því það erum við sem borgum. Við eigum rétt á að ræða hvar mörk kerfisins liggja: Hversu mikið álag ræður heilbrigðiskerfið við? Hversu margir eiga raunhæfan möguleika á að komast inn á húsnæðismarkaðinn? Hvað mikið álag ræður félagsþjónustan við? Hvernig ætlum við að bregðast við vaxandi ofbeldi og skipulagðri glæpastarfsemi erlendra glæpagengja sem hafa fest sig í sessi í samfélaginu? Niðurstaðan blasir við: Kerfin eru sprungin. Fjölskyldur kikna undan verðbólgu og skuldum. Erlend glæpagengi festa sig í sessi. Skattar hækka — þjónustan hrynur. Skýrar kröfur um ábyrgð og jafnvægi Við höfum ekki aðeins bent á vandann, heldur lagt fram skýrar kröfur sem snúast um ábyrgð, jafnvægi og raunhæfa stjórnun á hælisleitenda- og innflytjendamálum: Að hælisleitendur verði vistaðir í lokuðu úrræði eða sendir úr landi á meðan bakgrunnsrannsókn stendur, og þeir sem koma án skilríkja verði vistaðir eða vísað til baka. Afturköllun dvalarleyfa eða ríkisborgararéttar við alvarlegt brot eða rangar upplýsingar. Afnám fjölskyldusameiningar í núverandi mynd. Fimm ára hlé á nýjum hælisumsóknum á meðan kerfið er endurskoðað frá grunni. Að stuðningur við fólk í neyð sé veittur heima fyrir, þar sem hjálpin nýtist fleirum og betur. Erlendum brotamönnum afpláni í heimalandi sínu með milliríkjasamningum; slíkt fyrirkomulag er ódýrara og mannúðlegra. Þetta eru ekki kröfur um útilokun heldur skynsamlegar tillögur sem taka mið af mannúð og getu samfélagsins til að sinna bæði eigin borgurum og þeim sem leita hingað. En í stað þess að stjórnvöld svari þessum málefnalegu kröfum með rökum, svara þau með stimplun. Ábyrgðin er sameiginleg Þetta er ekki eingöngu á ábyrgð núverandi stjórnvalda. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálastéttinni í heild, hjá þeim sem hafa mótað stefnuna undanfarin ár og áratugi. Ákvörðunum hefur verið frestað, málum sópað undir teppi og stefnumótun oftar en ekki byggð á vinsældaleik frekar en raunhæfri langtímahugsun. Allir sem setið hafa við stjórnvöll landsins bera ábyrgð á þeirri stöðu sem nú blasir við. Spurning þjóðarinnar er einföld: Af hverju horfðu stjórnvöld áhugalaus á meðan kerfin hrundu smám saman? Af hverju var ekki gripið inn í áður en allt var komið í óefni? Það má ræða burðargetu velferðarkerfisins Við stöndum frammi fyrir spurningu sem fáir þora að ræða: Er burðargeta velferðarkerfisins óendanleg? Svarið er nei. Við eigum skýlausan rétt á heiðarlegri stefnumótun: Hvað er raunhæft? Hvernig tryggjum við þjónustu við þá sem hér búa og hafa byggt upp kerfið með sínum skattgreiðslum? Hverjir bera ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp? Að spyrja þessara spurninga er ekki mannvonska. Það er samfélagsleg ábyrgð. Virðing fyrir þjóðinni Við eigum öll skýlausan rétt á því að stjórnvöld starfi í okkar þágu, en ekki í þágu elítunnar eða Evrópusambandsins. Við eigum að njóta virðingar í umræðunni og hafa rödd í samfélaginu sem við höfum byggt með vinnu, sköttum og fórnum. Við erum ekki vandamálið. Við erum þjóðin. Enginn hefur rétt til að svipta okkur þeirri reisn. Lýðræði byggir á ábyrgð Lýðræði er ekki aðeins kosningar á fjögurra ára fresti. Lýðræði krefst daglegrar ábyrgðar stjórnvalda gagnvart þjóðinni. Það krefst þess að þeir sem fara með völdin muni ávallt hverra hagsmuna þeir þjóna — og fyrir hvern þeir starfa. Í heilbrigðu lýðræði gilda einföld en ófrávíkjanleg viðmið: Gagnsæi: Ákvörðunartaka á sér stað fyrir opnum tjöldum, ekki bak við luktar dyr. Borgarar eiga rétt á að vita hverjir taka ákvarðanir, á hvaða forsendum og undir hvaða áhrifum. Samráð við þjóðina: Stór álitamál sem varða framtíð þjóðfélagsins skuli tekin í samráði við þjóðina sjálfa. Svör með rökum, ekki stimplum: Þegar borgarar spyrja málefnalegra spurninga eiga stjórnvöld að svara með skýrum rökum og gögnum — ekki með stimplun, sleggjudómum eða persónulegum árásum. Forgangsröðun: Á að snúast um hagsmuni þjóðarinnar til framtíðar, ekki skammtímagróða þrýstihópa, alþjóðlegra stofnana eða stjórnmálalegra leikja. Réttur borgaranna til að tjá sig: Allir eiga rétt á að spyrja, tjá sig, gagnrýna og krefjast svara — án þess að vera útskúfaðir, brennimerktir eða smánaðir. Lýðræði án þessara þátta er aðeins skuggamynd af sjálfu sér. Blekkingarleikur stjórnvalda Í stað þess að horfast í augu við vandann snúa stjórnvöld umræðunni yfir á upplifun fólks. Þau vilja frekar ræða hvernig fólk upplifir stöðuna heldur en að leysa vandann sjálfan. Fólki er sagt að það upplifi hlutina á „rangan hátt“ — að það skorti innsæi, skilning eða samhengi. Þannig er ábyrgðin flutt frá þeim sem stjórna yfir á almenning sjálfan, sem á að draga í efa eigin skilning á veruleikanum. Þetta er ekki stjórnsýsla í þágu fólksins. Þetta er kerfisbundin blekkingartækni, hönnuð til að verja stjórnvöld gegn réttmætum spurningum og kröfum um ábyrgð. Gaslýsing, blekkingarleikur og siðferðileg kúgun Í stað heiðarlegra svara mæta borgarar gaslýsingu: „Þetta er ekki raunverulegt vandamál.“ „Þetta er bara upplifun ykkar.“ Stjórnvöld beina athyglinni frá eigin ábyrgð og snúa umræðunni að því hvernig fólk upplifir hlutina — ekki hvort kerfið virki í raun. Þannig er ábyrgðin smám saman færð frá stjórnendum og yfir á almenning sjálfan: Vandinn er ekki brotnir innviðir — heldur skortur borgaranna á réttri sýn. Á meðan: Fólk bíður mánuðum saman eftir læknisaðstoð. Ungt fólk sér enga leið inn á húsnæðismarkaðinn. Fjölskyldur kafna í skuldum og verðbólgu. Velferðarþjónustan molnar og nær ekki lengur að sinna eigin borgurum. Að neita þessum staðreyndum er ekki stjórnsýsla heldur kerfisbundin þöggun — og markviss blekkingartækni sem ver stjórnvöld gegn gagnrýni og ábyrgð. Hvað óttast þau? Ef stefnan er traust, hvers vegna óttast stjórnvöld gagnrýni? Ef kerfin virka, hvers vegna þessi grimma og miskunnarlausa stimplun á þá sem spyrja? Hvað er verið að fela? Þau óttast að þjóðin átti sig á því að ákvarðanir eru teknar án hennar samþykkis — og oft gegn vilja þjóðarinnar. Þau hafa gleymt hverjum þau þjónuðu. Vald kjörinna fulltrúa byggir ekki á forréttindum heldur umboði. Það umboð er aðeins í gildi svo lengi sem þeir sem stjórna starfa í þágu þjóðarinnar — ekki gegn henni. Og þegar þjóðin spyr — er þeirra skylda að svara: Ekki gaslýsa. Ekki smána. Ekki útskúfa. Við munum ekki þegja Við látum ekki gaslýsa okkur. Við látum ekki útskúfa okkur. Við erum ekki í ofbeldissambandi. Við höldum áfram að spyrja: Hver ákvað? Hver ber ábyrgð? Af hverju fær þjóðin ekki rödd? Þau sem þola ekki að svara eigin þjóð eiga ekki skilið að stjórna henni. Höfundur er lýðræðissinni
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun