Minnihlutinn mætir ekki á morgun Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 13. júní 2025 20:14 Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í atvinnuveganefnd. Sýn Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki reikna með því að minnihlutinn sjái ástæðu til þess að mæta á boðaðan fund atvinnuveganefndar Alþingis á morgun laugardag, þar sem til stendur að afgreiða veiðigjaldamálið svokallaða. Þingfundur hófst í dag með nokkrum látum þar sem þingmenn kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta, meðal annars í tengslum við boðaðan fund í atvinnuveganefnd á morgun, laugardegi þar sem meirihlutinn vill afgreiða veiðigjaldamálið svokallaða úr nefndinni. Þingmaður stjórnarandstöðu líkti störfum meirihlutans við ofbeldi en stjórnarandstaðan var á móti sökuð um skæl, væl og firru. Sýnt var frá ræðum þingmanna í kvöldfréttum Sýnar í kvöld, áður en tekin voru viðtöl við Sigurjón Þórðarson, Jón Gunnarsson og Sigmar Guðmundsson. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur ekki tilefni til að verða við bón stjórnarandstöðunnar um frekari gestakomur. „Meirihlutinn hefur komist að því að málið sé fullrætt. Þá er kominn tími til að ræða það í þinginu og það er þannig að minnihlutinn er einfaldlega á móti málinu og er að kalla eftir fleiri og fleiri gestum til að tefja málið.“ „Ég sé það þannig, því það er ekkert nýtt í þessu, eða það sé verið að hlaupa yfir þau sjónarmið sem þarna koma fram,“ segir Sigurjón. Minnihlutinn biðji bara um eðlileg vinnubrögð Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ótímabært að afgreiða málið úr nefnd. „Síðast í dag fengum við nýjustu útreikninga ráðuneytisins með heilmiklum breytingum, töflu yfir það, þetta er orðinn algjör hrærigrautur. Þetta mál sem átti að vera svona vandað í undirbúningi og slíkt, það eru að koma þriðju útreikningarnir, það er ekki tími til að sannreyna þá, en það er full ástæða til miðað við það sem áður hefur gengið á,“ segir Jón. Mikilvægir álitsgjafar hafi ekki enn fengið að koma á fund nefndarinnar, eins og Byggðastofnun, Ragnar Árnason auðlindahagfræðngur og margir fleiri, þrátt fyrir ítrekaðar óskir. „Það er alltof mikill hraði á þessu.“ „Við erum bara að biðja um það að hér verði stunduð eðlileg vinnubrögð, en í ljósi þess hvernig menn halda á málum þá reikna ég ekki með því að við sjáum neina ástæðu til þess á morgun, minnihlutinn, að mæta á þennan fund, vegna þess að þingið virðist ekki skipta þessa ríkisstjórnarflokka neinu máli,“ sagði Jón. Ætlarðu ekki að mæta á fundinn á morgun? Nei ég geri ekki ráð fyrir því, það er ástæðulaust, það er bara orðið ráðherraræði hérna, það er ekki hlustað á þingið, eðlilegar spurningar. Ég er búinn að vera hér í tæp tuttugu ár, ég hef aldrei kynnst svona málsmeðferð eins og verið er að bjóða okkur upp á,“ segir Jón Gunnarsson. Virðingarleysi gagnvart þingstörfum Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir það algjörlega fáheyrt að þingmenn ætli ekki að hafa fyrir því að mæta á nefndarfundi vegna ósættis við það hvernig nefndinni er stýrt. „Það hefur nú eitt og annað gengið hér á í þingstörfum í gegnum tíðina, það sem er í gangi núna er auðvitað bara áframhaldandi málþóf þessara þriggja flokka út í eitt,“ segir Sigmar. Hann segir það ekkert nýtt að mál séu tekin úr nefnd í ágreiningi. „En það virðingarleysi sem stjórnarandstæðingar ætla sýna hér þingstörfum, að vilja ekki mæta á þingfundi, er auðvitað alveg hreint með ólíkindum,“ segir Sigmar Guðmundsson. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Þingfundur hófst í dag með nokkrum látum þar sem þingmenn kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta, meðal annars í tengslum við boðaðan fund í atvinnuveganefnd á morgun, laugardegi þar sem meirihlutinn vill afgreiða veiðigjaldamálið svokallaða úr nefndinni. Þingmaður stjórnarandstöðu líkti störfum meirihlutans við ofbeldi en stjórnarandstaðan var á móti sökuð um skæl, væl og firru. Sýnt var frá ræðum þingmanna í kvöldfréttum Sýnar í kvöld, áður en tekin voru viðtöl við Sigurjón Þórðarson, Jón Gunnarsson og Sigmar Guðmundsson. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur ekki tilefni til að verða við bón stjórnarandstöðunnar um frekari gestakomur. „Meirihlutinn hefur komist að því að málið sé fullrætt. Þá er kominn tími til að ræða það í þinginu og það er þannig að minnihlutinn er einfaldlega á móti málinu og er að kalla eftir fleiri og fleiri gestum til að tefja málið.“ „Ég sé það þannig, því það er ekkert nýtt í þessu, eða það sé verið að hlaupa yfir þau sjónarmið sem þarna koma fram,“ segir Sigurjón. Minnihlutinn biðji bara um eðlileg vinnubrögð Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ótímabært að afgreiða málið úr nefnd. „Síðast í dag fengum við nýjustu útreikninga ráðuneytisins með heilmiklum breytingum, töflu yfir það, þetta er orðinn algjör hrærigrautur. Þetta mál sem átti að vera svona vandað í undirbúningi og slíkt, það eru að koma þriðju útreikningarnir, það er ekki tími til að sannreyna þá, en það er full ástæða til miðað við það sem áður hefur gengið á,“ segir Jón. Mikilvægir álitsgjafar hafi ekki enn fengið að koma á fund nefndarinnar, eins og Byggðastofnun, Ragnar Árnason auðlindahagfræðngur og margir fleiri, þrátt fyrir ítrekaðar óskir. „Það er alltof mikill hraði á þessu.“ „Við erum bara að biðja um það að hér verði stunduð eðlileg vinnubrögð, en í ljósi þess hvernig menn halda á málum þá reikna ég ekki með því að við sjáum neina ástæðu til þess á morgun, minnihlutinn, að mæta á þennan fund, vegna þess að þingið virðist ekki skipta þessa ríkisstjórnarflokka neinu máli,“ sagði Jón. Ætlarðu ekki að mæta á fundinn á morgun? Nei ég geri ekki ráð fyrir því, það er ástæðulaust, það er bara orðið ráðherraræði hérna, það er ekki hlustað á þingið, eðlilegar spurningar. Ég er búinn að vera hér í tæp tuttugu ár, ég hef aldrei kynnst svona málsmeðferð eins og verið er að bjóða okkur upp á,“ segir Jón Gunnarsson. Virðingarleysi gagnvart þingstörfum Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir það algjörlega fáheyrt að þingmenn ætli ekki að hafa fyrir því að mæta á nefndarfundi vegna ósættis við það hvernig nefndinni er stýrt. „Það hefur nú eitt og annað gengið hér á í þingstörfum í gegnum tíðina, það sem er í gangi núna er auðvitað bara áframhaldandi málþóf þessara þriggja flokka út í eitt,“ segir Sigmar. Hann segir það ekkert nýtt að mál séu tekin úr nefnd í ágreiningi. „En það virðingarleysi sem stjórnarandstæðingar ætla sýna hér þingstörfum, að vilja ekki mæta á þingfundi, er auðvitað alveg hreint með ólíkindum,“ segir Sigmar Guðmundsson.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira