Munnvatnið skiptir öllu máli Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. júní 2025 22:01 Munnvatnið skiptir meira máli en margur heldur. Pawel Wewiorski Tannheilsa er ekki einungis spurning um fallegt bros, heldur er hún lykilatriði fyrir almennt heilbrigði, þar á meðal hjarta-, æða og mögulega heilaheilsu. Þetta segir Hrönn Róbertsdóttir tannlæknir, sem er gestur í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms. Bakteríur í munninum ferðast víða „Í dag erum við farin að átta okkur betur og betur á því að það er enginn heilbrigður sem er ekki með heilbrigðan munn,“ segir Hrönn. Rannsóknir hafa leitt í ljós tengsl milli baktería sem valda tannholdsbólgu og sjúkdóma eins og Alzheimer, hjarta- og æðasjúkdóma og jafnvel fyrirburafæðinga. „Það að vera með bólgið tannhold er kannski svolítið eins og að vera með magasár. Þú ert þá komin með gegndræpt tannhold fyrir munnbakteríunum. Og ef við erum með slæmar bakteríur, þá eru þær farnar að hringsóla um blóðrásina. Þannig að það að vera með heilbrigðan munn snýst um miklu meira en fallegt bros, það snýst um almenna heilsu og heilbrigði.“ Hrönn bendir að á sínum tíma höfum við haldið að við gætum bara tannburstað og flosað okkur frá helstu vandamálum sem viðkoma tönnum, en tannheilsan snúist um svo miklu meira. Hún snúist að sjálfsögðu um hreinar tennur, þ.e. tannburstun, tannþráð og tungusköfu en líka um heilar tennur, heilbrigt tannhold, góð bein, mataræði og steinefna- og vítamínbúskap okkar. Munnöndun eykur líkur á slæmri tann- og munnheilsu „Munnvatnið gegnir lykilhlutverki í að viðhalda jafnvægi í munninum, bæði til að skola burtu bakteríum, vernda tannholdið og til að stýra sýrustigi,“ segir Hrönn og hún bendir á staðreynd sem margir gera sér kannski ekki grein fyrir; áhrifum munnöndunar á munnvatnið og þar með á tannheilsu almennt. Munnöndun dregur úr áhrifum munnvatns og veldur munnþurrki og það segir Hrönn auka líkur á tannskemmdum og slæmri munnheilsu. Ráðleggur plástur á munninn á nóttunni til að styðja við neföndun Hún bendir á að það sé sérstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir munnöndun á næturnar þar sem munnvatnsframleiðsla minnkar. „Það er gríðarlega mikilvægt að sofa með lokaðan munn, það hjálpar til við að varðveita munnvatnið og bætir svefn. Þeir sem eiga ekki erfitt með neföndun ættu að nýta sér hjálp frá munnplástri til að halda vörunum lokuðum þegar þeir sofa.“ Hún segir að þeir sem séu með fyrirstöðu í nefi sem komi í veg fyrir neföndun ættu að leita aðstoðar læknis áður en þeir byrji að nota munnplástur. Varafyllingar geta ýtt undir tannholdsbólgu og jafnvel skekkt tennur Í þættinum bendir Hrönn á að það sé meira sem valdi munnþurrki í dag og verri tannheilsu. Það séu t.d. varafyllingar sem margar konur og jafnvel menn eru að fá sér nú til dags. „Þegar varafyllingarnar verða of stórar þá verður erfiðara að halda vörunum alveg lokuðum og þá ertu komin með opna varastöðu. Þá byrjar munnurinn að þorna og það getur ýtt undir munnöndun en við sjáum hjá þessum hópi meiri lit á tönnum og kannski frekar tannholdsbólgu og jafnvel ef að vörin lyftist það hátt upp og vinnur ekki á móti tönnunum að þær geta verið að færast aðeins fram þannig að þá er að myndast bil,“ segir Hrönn. Vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis mikilvæg Hrönn ræddi einnig mikilvægi mataræðis, tungunnar og stöðu hennar, mikilvægi þess að tyggja, auknar tannskemmdir hjá fólki í álagsíþróttum og margt fleira í þættinum en stóru skilaboðin eru að aukin vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis er mikilvæg. „Já, ég bara er fyrir forvarnir, minnstu mögulegu meðferð og að ekkert er betra en eigin tennur. Hvernig get ég reynt að verja og passa mínar tennur og mína munnheilsu og almennt heilbrigði?“ segir Hrönn. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Heilsa Tannheilsa Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
Bakteríur í munninum ferðast víða „Í dag erum við farin að átta okkur betur og betur á því að það er enginn heilbrigður sem er ekki með heilbrigðan munn,“ segir Hrönn. Rannsóknir hafa leitt í ljós tengsl milli baktería sem valda tannholdsbólgu og sjúkdóma eins og Alzheimer, hjarta- og æðasjúkdóma og jafnvel fyrirburafæðinga. „Það að vera með bólgið tannhold er kannski svolítið eins og að vera með magasár. Þú ert þá komin með gegndræpt tannhold fyrir munnbakteríunum. Og ef við erum með slæmar bakteríur, þá eru þær farnar að hringsóla um blóðrásina. Þannig að það að vera með heilbrigðan munn snýst um miklu meira en fallegt bros, það snýst um almenna heilsu og heilbrigði.“ Hrönn bendir að á sínum tíma höfum við haldið að við gætum bara tannburstað og flosað okkur frá helstu vandamálum sem viðkoma tönnum, en tannheilsan snúist um svo miklu meira. Hún snúist að sjálfsögðu um hreinar tennur, þ.e. tannburstun, tannþráð og tungusköfu en líka um heilar tennur, heilbrigt tannhold, góð bein, mataræði og steinefna- og vítamínbúskap okkar. Munnöndun eykur líkur á slæmri tann- og munnheilsu „Munnvatnið gegnir lykilhlutverki í að viðhalda jafnvægi í munninum, bæði til að skola burtu bakteríum, vernda tannholdið og til að stýra sýrustigi,“ segir Hrönn og hún bendir á staðreynd sem margir gera sér kannski ekki grein fyrir; áhrifum munnöndunar á munnvatnið og þar með á tannheilsu almennt. Munnöndun dregur úr áhrifum munnvatns og veldur munnþurrki og það segir Hrönn auka líkur á tannskemmdum og slæmri munnheilsu. Ráðleggur plástur á munninn á nóttunni til að styðja við neföndun Hún bendir á að það sé sérstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir munnöndun á næturnar þar sem munnvatnsframleiðsla minnkar. „Það er gríðarlega mikilvægt að sofa með lokaðan munn, það hjálpar til við að varðveita munnvatnið og bætir svefn. Þeir sem eiga ekki erfitt með neföndun ættu að nýta sér hjálp frá munnplástri til að halda vörunum lokuðum þegar þeir sofa.“ Hún segir að þeir sem séu með fyrirstöðu í nefi sem komi í veg fyrir neföndun ættu að leita aðstoðar læknis áður en þeir byrji að nota munnplástur. Varafyllingar geta ýtt undir tannholdsbólgu og jafnvel skekkt tennur Í þættinum bendir Hrönn á að það sé meira sem valdi munnþurrki í dag og verri tannheilsu. Það séu t.d. varafyllingar sem margar konur og jafnvel menn eru að fá sér nú til dags. „Þegar varafyllingarnar verða of stórar þá verður erfiðara að halda vörunum alveg lokuðum og þá ertu komin með opna varastöðu. Þá byrjar munnurinn að þorna og það getur ýtt undir munnöndun en við sjáum hjá þessum hópi meiri lit á tönnum og kannski frekar tannholdsbólgu og jafnvel ef að vörin lyftist það hátt upp og vinnur ekki á móti tönnunum að þær geta verið að færast aðeins fram þannig að þá er að myndast bil,“ segir Hrönn. Vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis mikilvæg Hrönn ræddi einnig mikilvægi mataræðis, tungunnar og stöðu hennar, mikilvægi þess að tyggja, auknar tannskemmdir hjá fólki í álagsíþróttum og margt fleira í þættinum en stóru skilaboðin eru að aukin vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis er mikilvæg. „Já, ég bara er fyrir forvarnir, minnstu mögulegu meðferð og að ekkert er betra en eigin tennur. Hvernig get ég reynt að verja og passa mínar tennur og mína munnheilsu og almennt heilbrigði?“ segir Hrönn. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Heilsa Tannheilsa Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira