Sverrir Jónsson ráðinn skrifstofustjóri Alþingis Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 14:02 Sverrir Jónsson er nýr skrifstofustjóri Alþingis. Vísir/Samsett Sverrir Jónsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis. Hann tekur við embættinu í ágúst en þá lætur Ragna Árnadóttir, núverandi skrifstofustjóri, af embætti. Fram kemur á vef Alþingis að Sverrir hafi verið valinn úr hópi tuttugu umsækjenda. Tveir hafi dregið umsókn sína til baka í ráðningarferlinu. Þar segir að Sverrir hafi lokið BA-gráðu í hagfræði og atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands, MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla og hefur auk þess stundað nám í leiðtogaþjálfun við Oxfordháskóla. Hann hefur frá árinu 2024 starfað sem sviðsstjóri sviðs stafrænna umbóta hjá Skattinum. Þar áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra rekstrar hjá EFTA, þar sem hann bar ábyrgð á rekstri og innri þjónustu samtakanna í Brussel, Genf og Lúxemborg. Þá starfaði hann í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, meðal annars sem skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og innri þjónustu og síðar kjara- og mannsýslu ríkisins. Samhliða því var hann formaður samninganefndar ríkisins. Sverrir hefur, að mati forsætisnefndar, viðtæka stjórnunarreynslu, ríka umbótahugsun og hefur sýnt fram á framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Þá býr Sverrir yfir traustri þekkingu á stjórnskipan Íslands, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins. Sérstök þriggja manna ráðgefandi hæfnisnefnd fór yfir og lagði mat á hæfni umsækjenda um embættið og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem hæfnisnefndin gerði tillögu um. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Sverrir yrði ráðinn í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Alþingi Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Fram kemur á vef Alþingis að Sverrir hafi verið valinn úr hópi tuttugu umsækjenda. Tveir hafi dregið umsókn sína til baka í ráðningarferlinu. Þar segir að Sverrir hafi lokið BA-gráðu í hagfræði og atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands, MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla og hefur auk þess stundað nám í leiðtogaþjálfun við Oxfordháskóla. Hann hefur frá árinu 2024 starfað sem sviðsstjóri sviðs stafrænna umbóta hjá Skattinum. Þar áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra rekstrar hjá EFTA, þar sem hann bar ábyrgð á rekstri og innri þjónustu samtakanna í Brussel, Genf og Lúxemborg. Þá starfaði hann í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, meðal annars sem skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og innri þjónustu og síðar kjara- og mannsýslu ríkisins. Samhliða því var hann formaður samninganefndar ríkisins. Sverrir hefur, að mati forsætisnefndar, viðtæka stjórnunarreynslu, ríka umbótahugsun og hefur sýnt fram á framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Þá býr Sverrir yfir traustri þekkingu á stjórnskipan Íslands, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins. Sérstök þriggja manna ráðgefandi hæfnisnefnd fór yfir og lagði mat á hæfni umsækjenda um embættið og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem hæfnisnefndin gerði tillögu um. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Sverrir yrði ráðinn í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag.
Alþingi Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira