Hundrað ára afmæli bílsins í uppnámi eftir brunann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2025 22:25 Bíllinn verður hundrað ára gamall 2. júlí 2026. Talsverðar skemmdir urðu á honum í brunanum. Facebook Níutíu og níu ára gamall bíll brann þegar eldur kviknaði í bílskúr á Álftanesi á þriðjudag. Eigandi hugðist halda upp á hundrað ára afmæli bílsins í júlí á næsta ári en er þó ekki alveg tilbúinn að afskrifa hann. Bragi Guðmundsson lýsir því í samtali við fréttastofu hvernig bilskúrshurðarkerfi í húsinu hans bilaði og gaf frá sér neista með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í skúrnum. „Slökkviliðið barðist við eldinn, við horfðum dofin á, þetta var óraunverulegt.“ Flest hafi brunnið sem gat brunnið, þar með talið tilfinningalegir munir. Einn þeirra muna sé 99 ára gamall Austin bíll sem Bragi keypti árið 2005. Nostraði við bílinn kvöldið áður „Ég sá hann auglýstan úti í Ameríku og flutti hann heim. Ég tók hann í sundur, niður í ekki neitt og skrúfaði hann upp. Ég á í honum hverja skrúfu ásamt vinum mínum og vandamönnum,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Tuttugu árum síðar hafi bíllinn enn verið í notkun. Iðulega hafi hann dregið hann fram og montað sig af honum í góðu veðri. „Farið með frúna, fengið ís og notið þess að eiga hann,“ segir Bragi. Bragi tók bílinn í sundur og gerði hann upp frá grunni eftir að hann keypti hann. Facebook „Ég ók dóttur mína í kirkjuna á honum þegar hún gifti sig. Og tengdasonur minn ók hana frá kirkjunni, dómkirkjunni. Á fallegasta degi sumarsins í júlí 2008.“ Fjölskylda hans eigi því rík tilfinningaleg tengsl við bílinn. Hann hafði nostrað við að bóna og undirbúa bílinn fyrir rúnta sumarsins kvöldið fyrir brunann. Til stóð að taka rúnt á 17. júní og mögulega eitthvað síðar í sumar. „En nú verður ekkert úr því,“ segir Bragi, sem þó er ekki tilbúinn að gefa hann upp á bátinn ennþá. „Ég ætla ekki að afskrifa hann alveg strax, þó það verði kannski í annarri mynd. Ég ætla að gefa honum annan séns. Hann er hluti af fjölskyldunni.“ Bragi segir allt sem gat brunnið hafa brunnið.Facebook Sem fyrr segir bíllinn 99 ára gamall. Eftir rúmt ár, 2. júlí 2026, verður bíllinn hundrað ára gamall. Bragi segir afmælisveislu þegar hafa verið í farvatninu, dagsetningin sé honum sérlega persónuleg þar sem um afmælisdag móður hans ræðir. „Þetta er að sjálfsögðu mikið tilfinningamál. Það reiknar auðvitað enginn með því að það kvikni í hjá sér. En þetta er engum að kenna og ekkert sem við gátum gert.“ Bílar Slökkvilið Garðabær Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Fleiri fréttir „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Sjá meira
Bragi Guðmundsson lýsir því í samtali við fréttastofu hvernig bilskúrshurðarkerfi í húsinu hans bilaði og gaf frá sér neista með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í skúrnum. „Slökkviliðið barðist við eldinn, við horfðum dofin á, þetta var óraunverulegt.“ Flest hafi brunnið sem gat brunnið, þar með talið tilfinningalegir munir. Einn þeirra muna sé 99 ára gamall Austin bíll sem Bragi keypti árið 2005. Nostraði við bílinn kvöldið áður „Ég sá hann auglýstan úti í Ameríku og flutti hann heim. Ég tók hann í sundur, niður í ekki neitt og skrúfaði hann upp. Ég á í honum hverja skrúfu ásamt vinum mínum og vandamönnum,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Tuttugu árum síðar hafi bíllinn enn verið í notkun. Iðulega hafi hann dregið hann fram og montað sig af honum í góðu veðri. „Farið með frúna, fengið ís og notið þess að eiga hann,“ segir Bragi. Bragi tók bílinn í sundur og gerði hann upp frá grunni eftir að hann keypti hann. Facebook „Ég ók dóttur mína í kirkjuna á honum þegar hún gifti sig. Og tengdasonur minn ók hana frá kirkjunni, dómkirkjunni. Á fallegasta degi sumarsins í júlí 2008.“ Fjölskylda hans eigi því rík tilfinningaleg tengsl við bílinn. Hann hafði nostrað við að bóna og undirbúa bílinn fyrir rúnta sumarsins kvöldið fyrir brunann. Til stóð að taka rúnt á 17. júní og mögulega eitthvað síðar í sumar. „En nú verður ekkert úr því,“ segir Bragi, sem þó er ekki tilbúinn að gefa hann upp á bátinn ennþá. „Ég ætla ekki að afskrifa hann alveg strax, þó það verði kannski í annarri mynd. Ég ætla að gefa honum annan séns. Hann er hluti af fjölskyldunni.“ Bragi segir allt sem gat brunnið hafa brunnið.Facebook Sem fyrr segir bíllinn 99 ára gamall. Eftir rúmt ár, 2. júlí 2026, verður bíllinn hundrað ára gamall. Bragi segir afmælisveislu þegar hafa verið í farvatninu, dagsetningin sé honum sérlega persónuleg þar sem um afmælisdag móður hans ræðir. „Þetta er að sjálfsögðu mikið tilfinningamál. Það reiknar auðvitað enginn með því að það kvikni í hjá sér. En þetta er engum að kenna og ekkert sem við gátum gert.“
Bílar Slökkvilið Garðabær Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Fleiri fréttir „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Sjá meira