Fær þyngri dóm fyrir að nauðga fjórtán ára tálbeitu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2025 18:16 Úr Kompás árið 2007. Þar gómaði Jóhannes Kr. Kristjánsson barnaníðinga með tálbeitum. Vísir Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Gunnari Magnússyni fyrir að nauðga pilti undir lögaldri úr átján mánaða í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Pilturinn hafði ætlað að koma upp um barnaníðing eftir að hafa horft á fréttaskýringaþáttinn Kompás, þar sem barnaníðingar voru veiddir með notkun tálbeita. Landsréttur kvað upp dóm í dag þar sem dómur Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra er þyngdur um hálft ár. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða brotaþolanum 1,8 milljón í miskabætur, en ekki eina milljón, líkt og héraðsdómur dæmdi. Fraus þegar hann mætti Gunnar var í héraði sakfelldur fyrir brot í tveimur ákæruliðum. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn barni fyrir að hafa að kvöldi mánudagsins 2. ágúst 2021, í samskiptum við piltinn í skilaboðum í síma, mælt sér mót við hann á heimili sínu, í því skyni að hafa við hann önnur kynferðismök. Hins vegar fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa að kvöldi fimmtudagsins 19. ágúst 2021, í bifreið sem hann ók, haft önnur kynferðismök við piltinn, en hann hafi fróað piltinum og látið piltinn fróa honum og hafa við hann munnmök með því að nýta sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum vegna aldurs- og þroskamunar og þess að hann var einn á ferð með honum. Sjá einnig: Ætlaði að koma upp um barnaníðing en lenti í klóm hans Pilturinn, sem var fjórtán ára þegar brotin voru framin, sagðist við málsmeðferð í héraðsdómi hafa horft á Kompásþætti og erlend myndbönd um að koma upp um barnaníðinga. Hann hefði ætlað að koma upp um manninn sem barnaníðing og farið að hitta hann til að taka hann upp og birta upptökuna. Þegar á fund mannsins var komið hafi hann frosið og ekkert getað gert þrátt fyrir að vera vopnaður hnífi. Brotin hafi átt sér stað meðan bíll Gunnars var á ferð, fyrir utan þegar hann beið á rauðu ljósi. Pilturinn hafi loks komist undan þegar þeir komu inn í íbúð mannsins. Samskipti á Fuckbook.com „ekki kynferðislegs eðlis“ Við málsmeðferð í héraði bar maðurinn það fyrir sig að hafa ekki vitað hve gamall pilturinn hafi verið. Samtal þeirra, sem fór fram á samskiptamiðli sem heitir Fuckbook.com hafi ekki verið kynferðislegs eðlis. En meðal þess sem fór þeirra á milli á samskiptamiðlinum var aldur piltsins og hvað maðurinn hygðist gera við hann þegar þeir hittust. Maðurinn neitaði alfarið að hafa haft kynferðismök við piltinn þrátt fyrir að við rannsókn málsins hafi erfðaefni piltsins fundist innan á nærbuxum mannsins. Hann skýrði það með því að segja að pilturinn hafi borið andlitsgrímu, hent henni frá sér og maðurinn í framhaldinu snert grímuna. Framburður mannsins enn ótrúverðugur Í Landsrétti voru spilaðar upptökur af framburði Gunnars og piltsins auk sönnunargagna úr málsmeðferð í héraðsdómi. Líkt og Héraðsdómi Reykjaness taldi Landsréttur framburð piltsins í samræmi við niðurstöðu DNA-rannsóknar, hljóðupptöku af Neyðarlínusamtali og símasamskipti þeirra tveggja umrætt kvöld. Framburður Gunnars taldist aftur á móti ekki trúverðugur. Gunnar krafðist ómerkingar dóms héraðsdóms í Landsrétti en til vara sýknu af kröfum ákæruvaldsins, sem krafðist þess að refsing yfir honum yrði þyngd. Að því frágengnu krafðist hann refsimildunar. Pilturinn krafðist fjögurra milljóna króna í miskabætur en honum var dæmd ein milljón króna í miskabætur í héraði. Sem fyrr segir dæmdi Landsréttur Gunnar Magnússon í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en frá refsingu dregst tveggja vikna gæsluvarðhald sem hann sat í ágúst og september 2021. Þá var hann dæmdur til að greiða piltinum 1,8 milljón í miskabætur auk greiðslu áfrýjunarkostnaðar, málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns piltsins. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm í dag þar sem dómur Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra er þyngdur um hálft ár. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða brotaþolanum 1,8 milljón í miskabætur, en ekki eina milljón, líkt og héraðsdómur dæmdi. Fraus þegar hann mætti Gunnar var í héraði sakfelldur fyrir brot í tveimur ákæruliðum. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn barni fyrir að hafa að kvöldi mánudagsins 2. ágúst 2021, í samskiptum við piltinn í skilaboðum í síma, mælt sér mót við hann á heimili sínu, í því skyni að hafa við hann önnur kynferðismök. Hins vegar fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa að kvöldi fimmtudagsins 19. ágúst 2021, í bifreið sem hann ók, haft önnur kynferðismök við piltinn, en hann hafi fróað piltinum og látið piltinn fróa honum og hafa við hann munnmök með því að nýta sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum vegna aldurs- og þroskamunar og þess að hann var einn á ferð með honum. Sjá einnig: Ætlaði að koma upp um barnaníðing en lenti í klóm hans Pilturinn, sem var fjórtán ára þegar brotin voru framin, sagðist við málsmeðferð í héraðsdómi hafa horft á Kompásþætti og erlend myndbönd um að koma upp um barnaníðinga. Hann hefði ætlað að koma upp um manninn sem barnaníðing og farið að hitta hann til að taka hann upp og birta upptökuna. Þegar á fund mannsins var komið hafi hann frosið og ekkert getað gert þrátt fyrir að vera vopnaður hnífi. Brotin hafi átt sér stað meðan bíll Gunnars var á ferð, fyrir utan þegar hann beið á rauðu ljósi. Pilturinn hafi loks komist undan þegar þeir komu inn í íbúð mannsins. Samskipti á Fuckbook.com „ekki kynferðislegs eðlis“ Við málsmeðferð í héraði bar maðurinn það fyrir sig að hafa ekki vitað hve gamall pilturinn hafi verið. Samtal þeirra, sem fór fram á samskiptamiðli sem heitir Fuckbook.com hafi ekki verið kynferðislegs eðlis. En meðal þess sem fór þeirra á milli á samskiptamiðlinum var aldur piltsins og hvað maðurinn hygðist gera við hann þegar þeir hittust. Maðurinn neitaði alfarið að hafa haft kynferðismök við piltinn þrátt fyrir að við rannsókn málsins hafi erfðaefni piltsins fundist innan á nærbuxum mannsins. Hann skýrði það með því að segja að pilturinn hafi borið andlitsgrímu, hent henni frá sér og maðurinn í framhaldinu snert grímuna. Framburður mannsins enn ótrúverðugur Í Landsrétti voru spilaðar upptökur af framburði Gunnars og piltsins auk sönnunargagna úr málsmeðferð í héraðsdómi. Líkt og Héraðsdómi Reykjaness taldi Landsréttur framburð piltsins í samræmi við niðurstöðu DNA-rannsóknar, hljóðupptöku af Neyðarlínusamtali og símasamskipti þeirra tveggja umrætt kvöld. Framburður Gunnars taldist aftur á móti ekki trúverðugur. Gunnar krafðist ómerkingar dóms héraðsdóms í Landsrétti en til vara sýknu af kröfum ákæruvaldsins, sem krafðist þess að refsing yfir honum yrði þyngd. Að því frágengnu krafðist hann refsimildunar. Pilturinn krafðist fjögurra milljóna króna í miskabætur en honum var dæmd ein milljón króna í miskabætur í héraði. Sem fyrr segir dæmdi Landsréttur Gunnar Magnússon í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en frá refsingu dregst tveggja vikna gæsluvarðhald sem hann sat í ágúst og september 2021. Þá var hann dæmdur til að greiða piltinum 1,8 milljón í miskabætur auk greiðslu áfrýjunarkostnaðar, málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns piltsins.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira