Stofnandi Viðreisnar segir Daða seilast í vasa almennings Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2025 14:31 Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar. vísir/sigurjón Stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra segir eignir ellilífeyrisþega færðar í vasa öryrkja með nýju frumvarpi fjármálaráðherra. Breytingarnar snerti mest þá sem fá minnstu tekjurnar og vinna erfiðustu störfin. Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði segir til um það að lífeyrisgreiðslur til öryrkja skuli ekki lækka þrátt fyrir bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar. Verði frumvarpið samþykkt fá örorkulífeyrisþegar óskerta greiðslu bæði frá lífeyrissjóðum og úr almannatryggingum. Í núverandi kerfi fá öryrkjar að hámarki greidda þá upphæð sem þeir höfðu í tekjur fyrir orkutap þar sem lífeyrir kemur til móts við almannatryggingar. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, fyrrverandi fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar, segir frumvarpið verulega vanhugsað og gagnrýnisvert. Benedikt skilaði á dögunum sex blaðsíðna umsögn um frumvarpið þar sem hann fullyrðir að um eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega sé að ræða. „Ég hef nú orðað það þannig að þetta er óviljandi aðför gegn samtryggingarkerfi lífeyrissjóðanna. Það er færður peningur frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega úr lífeyrissjóðunum. Þetta eru ekki peningar sem ríkið ræður yfir. Það er ákveðinn sjóður og ef það er einn hópur sem fær meira úr sjóðnum þá þurfum við að taka það frá hinum sem eru þarna. Það er í raun verið að seilast í vasa alls almennings því það er allur almenningur sem á lífeyrissjóðina,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. Varðar mest þá sem hafa minnstar tekjurnar Fyrirhuguð breyting bitni hvað verst á ellilífeyrisþegum og munu áhrif breytinganna gera vart við sig um leið. „Síðan eru þessu óbeinu áhrif sem munu hafa langtíma áhrif. En allt hefur þetta áhrif í sömu átt sem er að draga úr getu sjóðanna að borga ellilífeyri.“ Benedikt leggur frekar til að ríkið finni aðrar leiðir og nefndir sem dæmi að ríkissjóður greiði öllum öryrkjum ákveðna fjárhæð og lífeyrissjóðirnir tryggi þá það sem verður eftir umfram þá upphæð. Betra væri að halda núverandi kerfi. „Þetta lífeyriskerfi okkar er með þeim bestu í öllum heiminum og hefur fengið viðurkenningu fyrir það. Við eigum að standa vörð um það og ekki skemma það. Þetta varðar mest þá sem minnstar tekjurnar hafa og eru að vinna erfiðustu störfin. Þetta kemur lítið við þá sem hafa mjög há laun.“ Komi á óvart að sjá fjármálaráðherra leggja þetta til Benedikt segir umrædda breytingu brjóta gegn grundvallarreglu um að enginn skuli betur settur fjárhagslega eftir örorku. Það hafi letjandi áhrif. „Þetta er mjög vont því lög sem er nú búið að samþykkja áttu einmitt að efla atvinnuþátttöku öryrkja en þetta vinnur alveg þvert á móti því. Þegar það er orðinn svona mikill munur á því að vera á bótum og vera í vinnu þá er það ekki hvetjandi.“ Kemur það þér á óvart að fjármálaráðherra Viðreisnar leggi fram þetta frumvarp? „Ég held það komi bara á óvart að sjá einhvern fjármálaráðherra leggja þetta fram. Ég held að menn hafi verið komnir í tímaþröng þegar var farið að huga að lausnum í málunum. Ég held að það snúi ekkert að því í hvaða flokki ráðherrann er að hverju sinni.“ Benedikt tekur fram að fyrirhugaðar breytingar bitni verst á sjóðum verkafólks þar sem örorkubyrðin er þyngri. Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði segir til um það að lífeyrisgreiðslur til öryrkja skuli ekki lækka þrátt fyrir bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar. Verði frumvarpið samþykkt fá örorkulífeyrisþegar óskerta greiðslu bæði frá lífeyrissjóðum og úr almannatryggingum. Í núverandi kerfi fá öryrkjar að hámarki greidda þá upphæð sem þeir höfðu í tekjur fyrir orkutap þar sem lífeyrir kemur til móts við almannatryggingar. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, fyrrverandi fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar, segir frumvarpið verulega vanhugsað og gagnrýnisvert. Benedikt skilaði á dögunum sex blaðsíðna umsögn um frumvarpið þar sem hann fullyrðir að um eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega sé að ræða. „Ég hef nú orðað það þannig að þetta er óviljandi aðför gegn samtryggingarkerfi lífeyrissjóðanna. Það er færður peningur frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega úr lífeyrissjóðunum. Þetta eru ekki peningar sem ríkið ræður yfir. Það er ákveðinn sjóður og ef það er einn hópur sem fær meira úr sjóðnum þá þurfum við að taka það frá hinum sem eru þarna. Það er í raun verið að seilast í vasa alls almennings því það er allur almenningur sem á lífeyrissjóðina,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. Varðar mest þá sem hafa minnstar tekjurnar Fyrirhuguð breyting bitni hvað verst á ellilífeyrisþegum og munu áhrif breytinganna gera vart við sig um leið. „Síðan eru þessu óbeinu áhrif sem munu hafa langtíma áhrif. En allt hefur þetta áhrif í sömu átt sem er að draga úr getu sjóðanna að borga ellilífeyri.“ Benedikt leggur frekar til að ríkið finni aðrar leiðir og nefndir sem dæmi að ríkissjóður greiði öllum öryrkjum ákveðna fjárhæð og lífeyrissjóðirnir tryggi þá það sem verður eftir umfram þá upphæð. Betra væri að halda núverandi kerfi. „Þetta lífeyriskerfi okkar er með þeim bestu í öllum heiminum og hefur fengið viðurkenningu fyrir það. Við eigum að standa vörð um það og ekki skemma það. Þetta varðar mest þá sem minnstar tekjurnar hafa og eru að vinna erfiðustu störfin. Þetta kemur lítið við þá sem hafa mjög há laun.“ Komi á óvart að sjá fjármálaráðherra leggja þetta til Benedikt segir umrædda breytingu brjóta gegn grundvallarreglu um að enginn skuli betur settur fjárhagslega eftir örorku. Það hafi letjandi áhrif. „Þetta er mjög vont því lög sem er nú búið að samþykkja áttu einmitt að efla atvinnuþátttöku öryrkja en þetta vinnur alveg þvert á móti því. Þegar það er orðinn svona mikill munur á því að vera á bótum og vera í vinnu þá er það ekki hvetjandi.“ Kemur það þér á óvart að fjármálaráðherra Viðreisnar leggi fram þetta frumvarp? „Ég held það komi bara á óvart að sjá einhvern fjármálaráðherra leggja þetta fram. Ég held að menn hafi verið komnir í tímaþröng þegar var farið að huga að lausnum í málunum. Ég held að það snúi ekkert að því í hvaða flokki ráðherrann er að hverju sinni.“ Benedikt tekur fram að fyrirhugaðar breytingar bitni verst á sjóðum verkafólks þar sem örorkubyrðin er þyngri.
Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira