Fær ýmist þumalinn eða löngutöng vegna einkanúmersins Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2025 22:32 Björgvin Sævarsson keyrir um bæinn á Teslu með einkanúmerinu TRUMP. Vísir/Stefán Maðurinn sem keyrir um á Teslu-bifreið með einkanúmerinu TRUMP, hlýtur að hafa miklar skoðanir á vinslitum Donalds Trump og Elons Musk. Eða hvað? Bandaríkjaforseti og ríkasti maður heims urðu perluvinir í kringum framboð Trump til forseta í fyrra. Það slitnaði nýlega upp úr því sambandi og þeir skipst á skotum á samfélagsmiðlum. Musk hefur sagst ætla að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk og Trump ætlar að selja Teslu-bílinn sinn, en Musk er forstjóri bílaframleiðandans. Pælir ekki mikið í vinslitunum Vinslitin hafa þó ekki teljandi áhrif á manninn sem keyrir um götur landsins á Teslu úr smiðju Musk, með einkanúmerið Trump. „Svefnlausar nætur bara,“ segir Björgvin Sævarsson, eigandi bílsins, kaldhæðnislega og hlær. „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja.“ Fólk tekur vel í þetta? „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja. Við erum eins misjöfn eins og við erum mörg,“ segir Björgvin. Vantaði rétta bílinn Björgvin rekur Kef Guesthouse og bílastæðafyrirtækið CarPark í Keflavík og sækir stundum ferðamenn á bílnum. Hann segir þá alla jafna hafa gaman af einkanúmerinu. Hann segist hafa átt réttinn á númerinu nokkuð lengi. „Ég náði því rétt fyrir forsetakosningarnar 2016, en mér fannst ég eiga bílinn til að setja þetta á. Það var ekki fyrr en ég eignaðist þennan sem mér fannst kominn tími til að flagga því,“ segir Björgvin. Ekki mikill stuðningsmaður Trump Þrátt fyrir einkanúmerið segist Björgvin ekki sérstakur stuðningsmaður Trump. „Ég er bara eins og vindurinn, fram og til baka. Ég hef verið vinstra megin, miðjunni og hægra megin. Verið hægra megin síðustu ár. En ég viðurkenni það fúslega að af því sem var í boði í kosningunum 2016 og í fyrra, ég hefði kosið Trump í bæði skiptin,“ segir Björgvin. En þú myndir ekki segja að þú værir mikill Trump-stuðningsmaður? „Ekki þannig, ég er bara að hafa gaman af þessu.“ Eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja En hvorum megin er Björgvin í þessum deilum Musk og Trump? „Ég er mitt á milli bara,“ segir Björgvin og hlær dátt. Líður þér eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja? „Það er svolítið svoleiðis, ég er alveg brotinn,“ segir Björgvin og hlær enn hærra. Donald Trump Elon Musk Bílar Vistvænir bílar Grín og gaman Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Sjá meira
Bandaríkjaforseti og ríkasti maður heims urðu perluvinir í kringum framboð Trump til forseta í fyrra. Það slitnaði nýlega upp úr því sambandi og þeir skipst á skotum á samfélagsmiðlum. Musk hefur sagst ætla að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk og Trump ætlar að selja Teslu-bílinn sinn, en Musk er forstjóri bílaframleiðandans. Pælir ekki mikið í vinslitunum Vinslitin hafa þó ekki teljandi áhrif á manninn sem keyrir um götur landsins á Teslu úr smiðju Musk, með einkanúmerið Trump. „Svefnlausar nætur bara,“ segir Björgvin Sævarsson, eigandi bílsins, kaldhæðnislega og hlær. „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja.“ Fólk tekur vel í þetta? „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja. Við erum eins misjöfn eins og við erum mörg,“ segir Björgvin. Vantaði rétta bílinn Björgvin rekur Kef Guesthouse og bílastæðafyrirtækið CarPark í Keflavík og sækir stundum ferðamenn á bílnum. Hann segir þá alla jafna hafa gaman af einkanúmerinu. Hann segist hafa átt réttinn á númerinu nokkuð lengi. „Ég náði því rétt fyrir forsetakosningarnar 2016, en mér fannst ég eiga bílinn til að setja þetta á. Það var ekki fyrr en ég eignaðist þennan sem mér fannst kominn tími til að flagga því,“ segir Björgvin. Ekki mikill stuðningsmaður Trump Þrátt fyrir einkanúmerið segist Björgvin ekki sérstakur stuðningsmaður Trump. „Ég er bara eins og vindurinn, fram og til baka. Ég hef verið vinstra megin, miðjunni og hægra megin. Verið hægra megin síðustu ár. En ég viðurkenni það fúslega að af því sem var í boði í kosningunum 2016 og í fyrra, ég hefði kosið Trump í bæði skiptin,“ segir Björgvin. En þú myndir ekki segja að þú værir mikill Trump-stuðningsmaður? „Ekki þannig, ég er bara að hafa gaman af þessu.“ Eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja En hvorum megin er Björgvin í þessum deilum Musk og Trump? „Ég er mitt á milli bara,“ segir Björgvin og hlær dátt. Líður þér eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja? „Það er svolítið svoleiðis, ég er alveg brotinn,“ segir Björgvin og hlær enn hærra.
Donald Trump Elon Musk Bílar Vistvænir bílar Grín og gaman Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Sjá meira