Dvalarheimili klárt á Laugarvatni en ekkert gerist í stjórnkerfinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júní 2025 21:03 Halldór Benjamínsson íbúi á Laugarvatni og formaður félags eldri borgara á staðnum, sem berst nú fyrir því að húsnæðinu við Lindarbraut 4 verði breytt í dvalarheimili fyrir aldraða. Hann segir að þar sé allt klárt til að taka á móti fyrstu íbúunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Dvalarheimili fyrir aldraða er klappað og klárt á Laugarvatni í húsnæði frá ríkinu en þar geta 30 manns verið í eins manns herbergjum eða 60 manns og þá tveir í herbergi. Stórt eldhús og mötuneyti er í húsinu. Einnig er sundlaug og íþróttahús við húsið, sjúkraþjálfun, verslun, veitingastaðir og góðar gönguleiðir. Hér erum við að tala um húsnæðið þar sem Húsmæðraskólinn á Laugarvatni var í en það er við Lindarbraut 4, fínt húsnæði, sem hefur verið vel við haldið. Í dag er Háskóli Íslands með minni háttar starfsemi í húsinu þannig að það stendur meira og minna tómt og því tilvalið að hleypa einhverju lífi í húsið. Halldór Benjamínsson, sem er fæddur og uppalinn á Laugarvatni og er formaður eldri borgara á svæðinu hefur barist fyrir því með sínu fólki að húsinu verði breytt í dvalarheimili fyrir aldraða en ekkert gerst í stjórnkerfinu þrátt fyrir bréfaskriftir á ráðherra, alþingismenn og til sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu, en mikil þörf er að dvalarheimili á svæðinu. 30 herbergi er í húsinu, mjög fín herbergi. „Já og þeim er hægt að gera tvö herbergi að einni íbúð. Það er hlaðin veggur hérna og steyptur þarna. Það er hægt að gera hér sameiginlega sem sagt tvö herbergi og baðið getur orðið eldhús og hitt baðið verður til staðar. Hér myndi fara mjög vel um fólk, hér er hiti og hægt að hafa hlýtt og ekki spillir útsýnið fyrir úr herbergisgluggunum“, segir Halldór. Eldhúsið í húsinu er stórt og mikið með fínum eldunarbúnaði og öllu öðru, sem þarf í stórt og gott eldhús. „Já, hér er ný uppgert eldhús til að vera með mötuneyti, það er allt til staðar,“ segir Halldóra. Matsalurinn er stór og fínn í húsinuMagnús Hlynur Hreiðarsson Og í húsinu er líka fín setustofa, sem er klár fyrir íbúa hússins. „Hérna er hægt að setjast niður og hafa það gott og spjalla saman eða að leggja sig eftir matinn, það er ekkert mál,“ bætir Halldór við. Það kom fréttamanni á óvart hvað húsið er í góðu standi og hvað allt lítur svo vel út inni í því. „Það er það, allavega þessar tvær hæðir hérna myndi ég segja að væru í mjög góðu standi, ég veit ekkert um kjallarann,“ segir Halldór. Ástand hússins er ótrúlega gott og vistarverurnar mjög fínar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju heldur þú að stjórnvöld kveiki ekki á þessari hugmynd með dvalarheimilið? „Ég veit það ekki, ég held að það sé bara áhugaleysi fyrir málaflokknum en kannski batnar það núna með nýrri ríkisstjórn.“ En hvað er best við Laugarvatn að mati Halldórs? „Það er bara rólegt og gott að ala upp börn og friðsælt. Það er alltaf logn hérna en það fer bara mis hratt. Það er líka ágætt að eldast hérna“, segir Halldór. En ef ekkert gerist í málinu, húsnæðið heldur bara áfram að vera meira og minna autt, hvað gerist þá? „Það veit ég ekki hvað verður gert við þetta hús, það kemur bara í ljós,“ segir Halldór að lokum. Útsýnið úr húsinu yfir Laugarvatn verður ekki miklu fallegra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Eldri borgarar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Hér erum við að tala um húsnæðið þar sem Húsmæðraskólinn á Laugarvatni var í en það er við Lindarbraut 4, fínt húsnæði, sem hefur verið vel við haldið. Í dag er Háskóli Íslands með minni háttar starfsemi í húsinu þannig að það stendur meira og minna tómt og því tilvalið að hleypa einhverju lífi í húsið. Halldór Benjamínsson, sem er fæddur og uppalinn á Laugarvatni og er formaður eldri borgara á svæðinu hefur barist fyrir því með sínu fólki að húsinu verði breytt í dvalarheimili fyrir aldraða en ekkert gerst í stjórnkerfinu þrátt fyrir bréfaskriftir á ráðherra, alþingismenn og til sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu, en mikil þörf er að dvalarheimili á svæðinu. 30 herbergi er í húsinu, mjög fín herbergi. „Já og þeim er hægt að gera tvö herbergi að einni íbúð. Það er hlaðin veggur hérna og steyptur þarna. Það er hægt að gera hér sameiginlega sem sagt tvö herbergi og baðið getur orðið eldhús og hitt baðið verður til staðar. Hér myndi fara mjög vel um fólk, hér er hiti og hægt að hafa hlýtt og ekki spillir útsýnið fyrir úr herbergisgluggunum“, segir Halldór. Eldhúsið í húsinu er stórt og mikið með fínum eldunarbúnaði og öllu öðru, sem þarf í stórt og gott eldhús. „Já, hér er ný uppgert eldhús til að vera með mötuneyti, það er allt til staðar,“ segir Halldóra. Matsalurinn er stór og fínn í húsinuMagnús Hlynur Hreiðarsson Og í húsinu er líka fín setustofa, sem er klár fyrir íbúa hússins. „Hérna er hægt að setjast niður og hafa það gott og spjalla saman eða að leggja sig eftir matinn, það er ekkert mál,“ bætir Halldór við. Það kom fréttamanni á óvart hvað húsið er í góðu standi og hvað allt lítur svo vel út inni í því. „Það er það, allavega þessar tvær hæðir hérna myndi ég segja að væru í mjög góðu standi, ég veit ekkert um kjallarann,“ segir Halldór. Ástand hússins er ótrúlega gott og vistarverurnar mjög fínar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju heldur þú að stjórnvöld kveiki ekki á þessari hugmynd með dvalarheimilið? „Ég veit það ekki, ég held að það sé bara áhugaleysi fyrir málaflokknum en kannski batnar það núna með nýrri ríkisstjórn.“ En hvað er best við Laugarvatn að mati Halldórs? „Það er bara rólegt og gott að ala upp börn og friðsælt. Það er alltaf logn hérna en það fer bara mis hratt. Það er líka ágætt að eldast hérna“, segir Halldór. En ef ekkert gerist í málinu, húsnæðið heldur bara áfram að vera meira og minna autt, hvað gerist þá? „Það veit ég ekki hvað verður gert við þetta hús, það kemur bara í ljós,“ segir Halldór að lokum. Útsýnið úr húsinu yfir Laugarvatn verður ekki miklu fallegra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Eldri borgarar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent