Dvalarheimili klárt á Laugarvatni en ekkert gerist í stjórnkerfinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júní 2025 21:03 Halldór Benjamínsson íbúi á Laugarvatni og formaður félags eldri borgara á staðnum, sem berst nú fyrir því að húsnæðinu við Lindarbraut 4 verði breytt í dvalarheimili fyrir aldraða. Hann segir að þar sé allt klárt til að taka á móti fyrstu íbúunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Dvalarheimili fyrir aldraða er klappað og klárt á Laugarvatni í húsnæði frá ríkinu en þar geta 30 manns verið í eins manns herbergjum eða 60 manns og þá tveir í herbergi. Stórt eldhús og mötuneyti er í húsinu. Einnig er sundlaug og íþróttahús við húsið, sjúkraþjálfun, verslun, veitingastaðir og góðar gönguleiðir. Hér erum við að tala um húsnæðið þar sem Húsmæðraskólinn á Laugarvatni var í en það er við Lindarbraut 4, fínt húsnæði, sem hefur verið vel við haldið. Í dag er Háskóli Íslands með minni háttar starfsemi í húsinu þannig að það stendur meira og minna tómt og því tilvalið að hleypa einhverju lífi í húsið. Halldór Benjamínsson, sem er fæddur og uppalinn á Laugarvatni og er formaður eldri borgara á svæðinu hefur barist fyrir því með sínu fólki að húsinu verði breytt í dvalarheimili fyrir aldraða en ekkert gerst í stjórnkerfinu þrátt fyrir bréfaskriftir á ráðherra, alþingismenn og til sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu, en mikil þörf er að dvalarheimili á svæðinu. 30 herbergi er í húsinu, mjög fín herbergi. „Já og þeim er hægt að gera tvö herbergi að einni íbúð. Það er hlaðin veggur hérna og steyptur þarna. Það er hægt að gera hér sameiginlega sem sagt tvö herbergi og baðið getur orðið eldhús og hitt baðið verður til staðar. Hér myndi fara mjög vel um fólk, hér er hiti og hægt að hafa hlýtt og ekki spillir útsýnið fyrir úr herbergisgluggunum“, segir Halldór. Eldhúsið í húsinu er stórt og mikið með fínum eldunarbúnaði og öllu öðru, sem þarf í stórt og gott eldhús. „Já, hér er ný uppgert eldhús til að vera með mötuneyti, það er allt til staðar,“ segir Halldóra. Matsalurinn er stór og fínn í húsinuMagnús Hlynur Hreiðarsson Og í húsinu er líka fín setustofa, sem er klár fyrir íbúa hússins. „Hérna er hægt að setjast niður og hafa það gott og spjalla saman eða að leggja sig eftir matinn, það er ekkert mál,“ bætir Halldór við. Það kom fréttamanni á óvart hvað húsið er í góðu standi og hvað allt lítur svo vel út inni í því. „Það er það, allavega þessar tvær hæðir hérna myndi ég segja að væru í mjög góðu standi, ég veit ekkert um kjallarann,“ segir Halldór. Ástand hússins er ótrúlega gott og vistarverurnar mjög fínar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju heldur þú að stjórnvöld kveiki ekki á þessari hugmynd með dvalarheimilið? „Ég veit það ekki, ég held að það sé bara áhugaleysi fyrir málaflokknum en kannski batnar það núna með nýrri ríkisstjórn.“ En hvað er best við Laugarvatn að mati Halldórs? „Það er bara rólegt og gott að ala upp börn og friðsælt. Það er alltaf logn hérna en það fer bara mis hratt. Það er líka ágætt að eldast hérna“, segir Halldór. En ef ekkert gerist í málinu, húsnæðið heldur bara áfram að vera meira og minna autt, hvað gerist þá? „Það veit ég ekki hvað verður gert við þetta hús, það kemur bara í ljós,“ segir Halldór að lokum. Útsýnið úr húsinu yfir Laugarvatn verður ekki miklu fallegra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Eldri borgarar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Hér erum við að tala um húsnæðið þar sem Húsmæðraskólinn á Laugarvatni var í en það er við Lindarbraut 4, fínt húsnæði, sem hefur verið vel við haldið. Í dag er Háskóli Íslands með minni háttar starfsemi í húsinu þannig að það stendur meira og minna tómt og því tilvalið að hleypa einhverju lífi í húsið. Halldór Benjamínsson, sem er fæddur og uppalinn á Laugarvatni og er formaður eldri borgara á svæðinu hefur barist fyrir því með sínu fólki að húsinu verði breytt í dvalarheimili fyrir aldraða en ekkert gerst í stjórnkerfinu þrátt fyrir bréfaskriftir á ráðherra, alþingismenn og til sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu, en mikil þörf er að dvalarheimili á svæðinu. 30 herbergi er í húsinu, mjög fín herbergi. „Já og þeim er hægt að gera tvö herbergi að einni íbúð. Það er hlaðin veggur hérna og steyptur þarna. Það er hægt að gera hér sameiginlega sem sagt tvö herbergi og baðið getur orðið eldhús og hitt baðið verður til staðar. Hér myndi fara mjög vel um fólk, hér er hiti og hægt að hafa hlýtt og ekki spillir útsýnið fyrir úr herbergisgluggunum“, segir Halldór. Eldhúsið í húsinu er stórt og mikið með fínum eldunarbúnaði og öllu öðru, sem þarf í stórt og gott eldhús. „Já, hér er ný uppgert eldhús til að vera með mötuneyti, það er allt til staðar,“ segir Halldóra. Matsalurinn er stór og fínn í húsinuMagnús Hlynur Hreiðarsson Og í húsinu er líka fín setustofa, sem er klár fyrir íbúa hússins. „Hérna er hægt að setjast niður og hafa það gott og spjalla saman eða að leggja sig eftir matinn, það er ekkert mál,“ bætir Halldór við. Það kom fréttamanni á óvart hvað húsið er í góðu standi og hvað allt lítur svo vel út inni í því. „Það er það, allavega þessar tvær hæðir hérna myndi ég segja að væru í mjög góðu standi, ég veit ekkert um kjallarann,“ segir Halldór. Ástand hússins er ótrúlega gott og vistarverurnar mjög fínar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju heldur þú að stjórnvöld kveiki ekki á þessari hugmynd með dvalarheimilið? „Ég veit það ekki, ég held að það sé bara áhugaleysi fyrir málaflokknum en kannski batnar það núna með nýrri ríkisstjórn.“ En hvað er best við Laugarvatn að mati Halldórs? „Það er bara rólegt og gott að ala upp börn og friðsælt. Það er alltaf logn hérna en það fer bara mis hratt. Það er líka ágætt að eldast hérna“, segir Halldór. En ef ekkert gerist í málinu, húsnæðið heldur bara áfram að vera meira og minna autt, hvað gerist þá? „Það veit ég ekki hvað verður gert við þetta hús, það kemur bara í ljós,“ segir Halldór að lokum. Útsýnið úr húsinu yfir Laugarvatn verður ekki miklu fallegra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Eldri borgarar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira