„Rasísk glæpamennska“ hélt áfram á Norður-Írlandi í nótt Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2025 13:05 Brynvarðir bílar óeirðalögreglu loka götu í Ballymena á Norður-Írlandi þar sem ofbeldisfull mótmæli hafa geisað síðustu tvær nætur. AP/Niall Carson/PA Sautján lögreglumenn særðust þegar óeirðarseggir köstuðu bensínsprengjum, múrsteinum og flugeldum í þá í ofbeldisfullum mótmælum sem héldu áfram á Norður-Írlandi, aðra nóttina í röð. Lögreglan lýsir mótmælunum sem „rasískri glæpamennsku“. Mótmælin í Ballymena í Antrim-sýslu á Norður-Írlandi hófust friðsamlega á mánudag. Þau snerust um meinta kynferðisárás í bænum. Tveir fjórtán ára gamlir drengir af rúmenskum ættum eru í haldi lögreglu en þeir neita sök. Fljótlega snerust mótmælin þó upp í óeirðir þar sem lögreglumenn voru grýttir en þeir svöruðu með háþrýstivatnsbyssum og gúmmíkúlum til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum. Kveikt var í nokkrum húsum á mánudagskvöld. Þegar óeirðirnar héldu áfram í gær kveiktu mótmælendur í bílum og brutu rúður í húsum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fimm manns hafa verið handteknir til þessa og 32 lögreglumenn særst í átökunum. Norðurírska lögreglan hefur lýst mótmælunum sem „rasískri glæpamennsku“. Óttast að einhver láti lífið Stjórnmálamenn af ólíkum endum pólitíska litrófsins hafa fordæmt ofbeldið í Ballymena. Michelle O'Neill, forsætisráðherra norðurírsku heimastjórnarinnar, sagði það andstyggilegt og að því yrði að linna þegar í stað. „Þeir sem bera ábyrgð á þessu ofbeldi færa samfélaginu okkar ekkert annað en hatur, ótta og sundrung,“ sagði O'Neill sem kemur úr írska þjóðernisflokknum Sinn Féin. Óeirðarseggir sem eru á móti innflytjendum hafa kveikt í bílum, braki og jafvnel húsum í Ballymena á Norður-Írlandi.AP/Niall Carson/PA Sian Mulholland, þingmaður Sambandsflokksins, fullyrti að mótmælendur streymdu beint frá óeirðunum á samfélagsmiðlum og beindu fólki hvert það ætti að fara til þess að komast í kringum vegatálma lögreglu. Paul Frew, þingmaður Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), sagðist óttast að einhver léti lífið í óeirðunum. Þær drekktu þar að auki raunverulegri hlutekningu með fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Spenna hafi farið vaxandi í Ballymena þar sem fólk óttist „ólöglega innflytjendur“. Norður-Írland Erlend sakamál Bretland Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Mótmælin í Ballymena í Antrim-sýslu á Norður-Írlandi hófust friðsamlega á mánudag. Þau snerust um meinta kynferðisárás í bænum. Tveir fjórtán ára gamlir drengir af rúmenskum ættum eru í haldi lögreglu en þeir neita sök. Fljótlega snerust mótmælin þó upp í óeirðir þar sem lögreglumenn voru grýttir en þeir svöruðu með háþrýstivatnsbyssum og gúmmíkúlum til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum. Kveikt var í nokkrum húsum á mánudagskvöld. Þegar óeirðirnar héldu áfram í gær kveiktu mótmælendur í bílum og brutu rúður í húsum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fimm manns hafa verið handteknir til þessa og 32 lögreglumenn særst í átökunum. Norðurírska lögreglan hefur lýst mótmælunum sem „rasískri glæpamennsku“. Óttast að einhver láti lífið Stjórnmálamenn af ólíkum endum pólitíska litrófsins hafa fordæmt ofbeldið í Ballymena. Michelle O'Neill, forsætisráðherra norðurírsku heimastjórnarinnar, sagði það andstyggilegt og að því yrði að linna þegar í stað. „Þeir sem bera ábyrgð á þessu ofbeldi færa samfélaginu okkar ekkert annað en hatur, ótta og sundrung,“ sagði O'Neill sem kemur úr írska þjóðernisflokknum Sinn Féin. Óeirðarseggir sem eru á móti innflytjendum hafa kveikt í bílum, braki og jafvnel húsum í Ballymena á Norður-Írlandi.AP/Niall Carson/PA Sian Mulholland, þingmaður Sambandsflokksins, fullyrti að mótmælendur streymdu beint frá óeirðunum á samfélagsmiðlum og beindu fólki hvert það ætti að fara til þess að komast í kringum vegatálma lögreglu. Paul Frew, þingmaður Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), sagðist óttast að einhver léti lífið í óeirðunum. Þær drekktu þar að auki raunverulegri hlutekningu með fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Spenna hafi farið vaxandi í Ballymena þar sem fólk óttist „ólöglega innflytjendur“.
Norður-Írland Erlend sakamál Bretland Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira