„Ég hata að tapa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2025 21:22 Fyrirliðinn fékk gult spjald í kvöld. Liam McBurney/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson, sem bar fyrirliðaband íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í kvöld, var að vonum svekktur eftir 1-0 tap liðsins gegn Norður-Írum í Belfast í kvöld. „Ég er bara pirraður. Ég hata að tapa, og sérstaklega svona þar sem mér finnst við vera miklu betri. Ég er bara pirraður og svekktur,“ sagði Hákon í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segist ekki hafa skýringar á því hvað fór úrskeiðis eftir annars góða byrjun íslenska liðsins í kvöld. „Ég veit ekki alveg hvað gerist. Við hættum að spila bara. Við höldum vel í boltann í byrjun og gáfum þeim ekki neitt. Við erum að vinna boltann mjög ofarlega, en gerum ekki nógi mikið úr því. Ég fæ eitt dauðafæri, en þetta eru bara einhver mistök sem við gerum og leyfum þeim að koma inn í leikinn. Þá koma áhorfendur með þeim og þeir ná upp smá mómentum. Svo kemur þetta skítamark og ég held að þetta hafi bara verið lélegt hjá okkur. Við hættum að halda boltanum og ég held að það hafi verið aðalástæðan.“ Íslenska liðið lék síðasta hálftíma leiksins manni fleiri eftir að Brodie Spencer braut á Hákoni, sem var svo gott sem sloppinn einn í gegn. Heimamenn voru ósammála dómnum, en Hákon er fullviss um að brotið hafi verið á sér. „Hann hakkar hérna í mig og ég er að drepast í hælnum. Ef þú skoðar myndbandið þá er þetta alltaf rautt spjald.“ Í kjölfarið bauluðu norður-írsku stuðningsmennirnir svo hressilega á Hákon í hvert skipti sem hann fékk boltann, en hann lét það þó ekki á sig fá. „Maður er orðinn vanur þessu. Þetta hefur gerst áður þannig það hafði ekki áhrif á mig. Það var svosem alveg skiljanlegt, en þegar þeir sjá þetta í sjónvarpinu sjá þeir að þetta var hárrétt hjá dómaranum.“ Þá hefur Hákon einfalda skýringu á því hvað vantaði upp á hjá íslenska liðinu í leik kvöldsins. „Bara klára færin. Við vorum kannski ekki nógu góðir á seinni boltanum eins og við vorum á móti Skotum þar sem við vorum geggjaði í seinni boltanum. Landsleikir þar sem hitt liðið er bara að kýla fram snúast um að vinna seinni boltana og að klára færin.“ Hann segir einnig að það hafi verið jákvætt að sjá íslenska liðið skapa sér fleiri færi úr opnum leik. „Við búim til fleiri færi. Ég fæ dauðafæri þar sem við vinnum boltann ofarlega. Kristian fær fína stöðu og svo erum við hættulegir í föstum leikatriðum. Þeir bjarga einu sinni á línu og svo var þarna kaós í endan sem dettur einmitt fyrir þá.“ „Mér fannst þetta betra en á móti Skotunum, jafnvel þó við skorum ekki. Þar vorum við bara ógeðslega „clinical“ en ekki í dag.“ Að lokum segir Hákon að íslenska liðið geti klárlega byggt á ýmsu úr leik kvöldsins. „Alvaran byrjar í haust og við þurfum bara að skoða hvað það er sem við þurfum að bæta. Fyrsti leikur á móti Asebaídsjan heima og við verðum að vinna það ef við ætlum að gera eitthvað í þessari keppni.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
„Ég er bara pirraður. Ég hata að tapa, og sérstaklega svona þar sem mér finnst við vera miklu betri. Ég er bara pirraður og svekktur,“ sagði Hákon í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segist ekki hafa skýringar á því hvað fór úrskeiðis eftir annars góða byrjun íslenska liðsins í kvöld. „Ég veit ekki alveg hvað gerist. Við hættum að spila bara. Við höldum vel í boltann í byrjun og gáfum þeim ekki neitt. Við erum að vinna boltann mjög ofarlega, en gerum ekki nógi mikið úr því. Ég fæ eitt dauðafæri, en þetta eru bara einhver mistök sem við gerum og leyfum þeim að koma inn í leikinn. Þá koma áhorfendur með þeim og þeir ná upp smá mómentum. Svo kemur þetta skítamark og ég held að þetta hafi bara verið lélegt hjá okkur. Við hættum að halda boltanum og ég held að það hafi verið aðalástæðan.“ Íslenska liðið lék síðasta hálftíma leiksins manni fleiri eftir að Brodie Spencer braut á Hákoni, sem var svo gott sem sloppinn einn í gegn. Heimamenn voru ósammála dómnum, en Hákon er fullviss um að brotið hafi verið á sér. „Hann hakkar hérna í mig og ég er að drepast í hælnum. Ef þú skoðar myndbandið þá er þetta alltaf rautt spjald.“ Í kjölfarið bauluðu norður-írsku stuðningsmennirnir svo hressilega á Hákon í hvert skipti sem hann fékk boltann, en hann lét það þó ekki á sig fá. „Maður er orðinn vanur þessu. Þetta hefur gerst áður þannig það hafði ekki áhrif á mig. Það var svosem alveg skiljanlegt, en þegar þeir sjá þetta í sjónvarpinu sjá þeir að þetta var hárrétt hjá dómaranum.“ Þá hefur Hákon einfalda skýringu á því hvað vantaði upp á hjá íslenska liðinu í leik kvöldsins. „Bara klára færin. Við vorum kannski ekki nógu góðir á seinni boltanum eins og við vorum á móti Skotum þar sem við vorum geggjaði í seinni boltanum. Landsleikir þar sem hitt liðið er bara að kýla fram snúast um að vinna seinni boltana og að klára færin.“ Hann segir einnig að það hafi verið jákvætt að sjá íslenska liðið skapa sér fleiri færi úr opnum leik. „Við búim til fleiri færi. Ég fæ dauðafæri þar sem við vinnum boltann ofarlega. Kristian fær fína stöðu og svo erum við hættulegir í föstum leikatriðum. Þeir bjarga einu sinni á línu og svo var þarna kaós í endan sem dettur einmitt fyrir þá.“ „Mér fannst þetta betra en á móti Skotunum, jafnvel þó við skorum ekki. Þar vorum við bara ógeðslega „clinical“ en ekki í dag.“ Að lokum segir Hákon að íslenska liðið geti klárlega byggt á ýmsu úr leik kvöldsins. „Alvaran byrjar í haust og við þurfum bara að skoða hvað það er sem við þurfum að bæta. Fyrsti leikur á móti Asebaídsjan heima og við verðum að vinna það ef við ætlum að gera eitthvað í þessari keppni.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira