„Einvígi sem hefur verið magnað að taka þátt í“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júní 2025 09:02 Handboltamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson varð um helgina þrefaldur meistari með Sporting í Portúgal annað árið í röð, eftir magnað einvígi gegn Íslendingaliðinu Porto. Honum líkar lífið í Lissabon vel og ætlar að halda áfram að vinna titla með liðinu næstu tvö árin hið minnsta. Sporting byrjaði tímabilið á að vinna Ofurbikarinn, tapaði síðan aðeins einum deildarleik og varð portúgalskur meistari fyrir rúmri viku en átti þá eftir að spila bikarúrslitaleik. „Við fögnuðum eins og meistarar - við getum orðað það þannig“ sagði Orri en deildarmeistarafögnuð Sporting manna má sjá hér fyrir neðan. Magnað einvígi og mikil virðing Titlaþrennan var svo tekin með sigri í bikarúrslitaleiknum síðasta laugardag. Orri var í stóru hlutverki þar eins og í öðrum leikjum liðsins, skoraði fimm góð mörk en markahæsti maður vallarins var liðsfélagi hans í landsliðinu, Þorsteinn Leó Gunnarsson sem spilar fyrir helstu andstæðingana, Porto. „Það gefur manni extra motivation þegar maður spilar við Íslendinga og liðsfélaga í landsliðinu, það er alltaf skemmtilegt og gaman að vita ef þeim á vellinum. Svo hefði Porto alveg geta unnið í fyrra og unnið núna, þeir eru ótrúlega góðir og við þurfum að hafa mikið fyrir hverri einustu vörn og sókn. Einvígi sem hefur verið magnað að taka þátt í og ég ber að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir þeim.“ Líður einstaklega vel í Sporting Orri er lykilmaður í vinstra horninu hjá Sporting og deilir stöðunni með portúgölskum landsliðsmanni. Honum líkar lífið vel í Lissabon og framlengdi nýlega samning sinn við félagið til ársins 2027. Orri hefur verið hjá Sporting síðan 2022 og framlengdi nýlega samning sinn til ársins 2027.Sporting „Sá samningur tekur gildi í júlí, mér líður ótrúlega vel í Sporting og ég er ekki með hugann við neitt annað en að halda áfram og reyna að uppskera vel með strákunum þar. Auðvitað veit maður aldrei hvað gerist í framtíðinni, það getur allt gerst en eins og staðan er líður mér einstaklega vel í Sporting og þar vil ég vera“ sagði Orri að lokum í innslagi Sportpakka Stöðvar 2 sem má sjá í spilaranum að ofan. Portúgalski boltinn Handbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Sporting byrjaði tímabilið á að vinna Ofurbikarinn, tapaði síðan aðeins einum deildarleik og varð portúgalskur meistari fyrir rúmri viku en átti þá eftir að spila bikarúrslitaleik. „Við fögnuðum eins og meistarar - við getum orðað það þannig“ sagði Orri en deildarmeistarafögnuð Sporting manna má sjá hér fyrir neðan. Magnað einvígi og mikil virðing Titlaþrennan var svo tekin með sigri í bikarúrslitaleiknum síðasta laugardag. Orri var í stóru hlutverki þar eins og í öðrum leikjum liðsins, skoraði fimm góð mörk en markahæsti maður vallarins var liðsfélagi hans í landsliðinu, Þorsteinn Leó Gunnarsson sem spilar fyrir helstu andstæðingana, Porto. „Það gefur manni extra motivation þegar maður spilar við Íslendinga og liðsfélaga í landsliðinu, það er alltaf skemmtilegt og gaman að vita ef þeim á vellinum. Svo hefði Porto alveg geta unnið í fyrra og unnið núna, þeir eru ótrúlega góðir og við þurfum að hafa mikið fyrir hverri einustu vörn og sókn. Einvígi sem hefur verið magnað að taka þátt í og ég ber að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir þeim.“ Líður einstaklega vel í Sporting Orri er lykilmaður í vinstra horninu hjá Sporting og deilir stöðunni með portúgölskum landsliðsmanni. Honum líkar lífið vel í Lissabon og framlengdi nýlega samning sinn við félagið til ársins 2027. Orri hefur verið hjá Sporting síðan 2022 og framlengdi nýlega samning sinn til ársins 2027.Sporting „Sá samningur tekur gildi í júlí, mér líður ótrúlega vel í Sporting og ég er ekki með hugann við neitt annað en að halda áfram og reyna að uppskera vel með strákunum þar. Auðvitað veit maður aldrei hvað gerist í framtíðinni, það getur allt gerst en eins og staðan er líður mér einstaklega vel í Sporting og þar vil ég vera“ sagði Orri að lokum í innslagi Sportpakka Stöðvar 2 sem má sjá í spilaranum að ofan.
Portúgalski boltinn Handbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira