Hefur ekki náð sér á strik síðan Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. júní 2025 07:31 Forysta Sjálfstæðisflokksins ákvað í janúar 2011 ásamt miklum meirihluta þingflokks hans að styðja frumvarp þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vegna samnings við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi í Icesave-deilunni. Tugir þúsunda skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta lýðveldisins, í undirskriftasöfnun að vísa málinu í þjóðaratkvæði sem hann gerði og var samningunum í kjölfarið hafnað með um 60% atkvæða í apríl sama ár. Miðað við skoðanakannanir voru flestir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins andvígir samningnum, sem fól eins og fyrri samningar í sér að Ísland bæri ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í Icesave-netbankanum, og voru þeir stór hluti þeirra sem höfnuðu honum í þjóðaratkvæðinu. Með dómi EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 var endanlega staðfest að ábyrgðin væri ekki Íslands og í kjölfarið hrundi fylgi Sjálfstæðisflokksins. Fram að því hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið að mælast með í kringum 38% fylgi í könnunum nánast allt kjörtímabilið. Fór fylgið fyrst og fremst yfir á Framsóknarflokkinn, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi formaður Miðflokksins, veitti þá forystu, og hafði beitt sér gegn öllum Icesave-samningunum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki náð sér á strik síðan. Forysta flokksins ákvað enda að fara gegn flestum stuðningsmönnum hans í málinu. Við stöndum mögulega frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum vegna frumvarps núverandi ríkisstjórnar um bókun 35 við EES-samninginn sem hafa mun í för með sér, verði það samþykkt, að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn muni ganga framar almennum lögum sem eru íslenzk að uppruna eingöngu vegna þess að það kemur frá sambandinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að styðja málið í andstöðu við flesta kjósendur hans. Til dæmis vann Prósent skoðanakönnun síðasta haust fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, um afstöðu landsmanna til frumvarps um bókun 35 eins og þess sem nú liggur fyrir en samkvæmt niðurstöðum hennar reyndist mikill meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti, andvígir slíku frumvarpi eða 72%. Sama átti við um stuðningsmenn Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins. Vert er að hafa í huga að bókun 35 er miklu stærra mál en Icesave-málið. Þó Icesave-málið hafi varðað mikla fjárhagslega hagsmuni snerist það eingöngu um eina tilskipun frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Verði frumvarpið um bókunina samþykkt mun það gera allt regluverk frá sambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum EES-samninginn og mun verða innleitt í framtíðinni æðra innlendri löggjöf. Þar á meðal um innistæðutryggingar. Haft var eftir Guðmundi Ara Sigurjónssyni, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, á mbl.is um helgina að svo virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði í hyggju að styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar ásamt stjórnarflokkunum. Með öðrum orðum að rétta stjórninni hjálparhönd í máli sem ljóst er að mikil andstaða er við í röðum stuðningsmenn flokksins líkt og raunin var í janúar 2011. Það verður að teljast nokkuð sérkennileg leið til þess að stækka flokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Bókun 35 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins ákvað í janúar 2011 ásamt miklum meirihluta þingflokks hans að styðja frumvarp þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vegna samnings við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi í Icesave-deilunni. Tugir þúsunda skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta lýðveldisins, í undirskriftasöfnun að vísa málinu í þjóðaratkvæði sem hann gerði og var samningunum í kjölfarið hafnað með um 60% atkvæða í apríl sama ár. Miðað við skoðanakannanir voru flestir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins andvígir samningnum, sem fól eins og fyrri samningar í sér að Ísland bæri ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í Icesave-netbankanum, og voru þeir stór hluti þeirra sem höfnuðu honum í þjóðaratkvæðinu. Með dómi EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 var endanlega staðfest að ábyrgðin væri ekki Íslands og í kjölfarið hrundi fylgi Sjálfstæðisflokksins. Fram að því hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið að mælast með í kringum 38% fylgi í könnunum nánast allt kjörtímabilið. Fór fylgið fyrst og fremst yfir á Framsóknarflokkinn, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi formaður Miðflokksins, veitti þá forystu, og hafði beitt sér gegn öllum Icesave-samningunum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki náð sér á strik síðan. Forysta flokksins ákvað enda að fara gegn flestum stuðningsmönnum hans í málinu. Við stöndum mögulega frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum vegna frumvarps núverandi ríkisstjórnar um bókun 35 við EES-samninginn sem hafa mun í för með sér, verði það samþykkt, að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn muni ganga framar almennum lögum sem eru íslenzk að uppruna eingöngu vegna þess að það kemur frá sambandinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að styðja málið í andstöðu við flesta kjósendur hans. Til dæmis vann Prósent skoðanakönnun síðasta haust fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, um afstöðu landsmanna til frumvarps um bókun 35 eins og þess sem nú liggur fyrir en samkvæmt niðurstöðum hennar reyndist mikill meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti, andvígir slíku frumvarpi eða 72%. Sama átti við um stuðningsmenn Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins. Vert er að hafa í huga að bókun 35 er miklu stærra mál en Icesave-málið. Þó Icesave-málið hafi varðað mikla fjárhagslega hagsmuni snerist það eingöngu um eina tilskipun frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Verði frumvarpið um bókunina samþykkt mun það gera allt regluverk frá sambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum EES-samninginn og mun verða innleitt í framtíðinni æðra innlendri löggjöf. Þar á meðal um innistæðutryggingar. Haft var eftir Guðmundi Ara Sigurjónssyni, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, á mbl.is um helgina að svo virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði í hyggju að styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar ásamt stjórnarflokkunum. Með öðrum orðum að rétta stjórninni hjálparhönd í máli sem ljóst er að mikil andstaða er við í röðum stuðningsmenn flokksins líkt og raunin var í janúar 2011. Það verður að teljast nokkuð sérkennileg leið til þess að stækka flokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar