Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2025 07:00 „Þegar óréttlæti verður að lögum verður andspyrna að skyldu.“ Getty Images/Vísir Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. Forsetinn sendi þjóðvarðaliða til borgarinnar án þess að ráðfæra sig við Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Mótmæli hafa staðið yfir í borginni frá því á föstudag vegna framgöngu Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Ebobisse er 28 ára gamall Bandaríkjamaður og segir að staða mála í borginni sé langt því frá eðlileg. Ítrekar hann að fólk geti ekki reynt að horfa á þetta sem eðlilegan hlut. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að yfir 100 innflytjendur hafi verið handteknir í borginni í liðinni viku. Í viðtali eftir 3-1 sigur á Sporting Kansas City sagði Ebobisse: „Þetta hefur verið erfið vika fyrir borgina. Ég bý miðsvæðis, hef séð og heyrt allt sem hefur gengið á. Það brýtur í mér í hjartað að sjá þá tilfinninglausu hegðun sem við höfum orðið vitni að.“ „Við erum samfélag og stöndum saman. Það er mikilvægt á augnablikum sem þessum. Við felum okkur ekki út í horni þar sem samstaða er það eina sem getur komið okkur í gegnum þetta.“ „Þetta er ekki eðlilegt og við getum ekki horft á þetta sem eðlilegan hlut. Mínar helstu áhyggjur eru að þetta muni aðeins versna. Ég stend með öllum þeim sem þetta hefur áhrif á.“ Varnarmaðurinn Eddie Segura, samherji Ebobisse hjá LAFC, tók í sama streng: „Við stöndum saman og sigurinn er tileinkaður þeim sem eiga um sárt að binda vegna ástandsins.“ Félagið sjálft gerði slíkt hið sama í yfirlýsingu sem birt var fyrir leik á bæði ensku og spænsku: „Í dag, vegna þess hve mörg okkar finna fyrir ótta og óöryggi, stendur LAFC saman öxl við öxl með öllum þeim sem búa í samfélaginu okkar. Við stöndum með Los Angeles.“ Fjöldi áhorfenda mætti með skilti á leik helgarinnar og mótmælti aðgerðum forsetans og ICE.Getty Images/Vísir Nokkrir leikir á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní fara fram í Pasadena, borg ekki langt frá miðborg Los Angeles. Þá munu leikir á HM 2026 fara fram í Los Angeles. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Sjá meira
Forsetinn sendi þjóðvarðaliða til borgarinnar án þess að ráðfæra sig við Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Mótmæli hafa staðið yfir í borginni frá því á föstudag vegna framgöngu Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Ebobisse er 28 ára gamall Bandaríkjamaður og segir að staða mála í borginni sé langt því frá eðlileg. Ítrekar hann að fólk geti ekki reynt að horfa á þetta sem eðlilegan hlut. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að yfir 100 innflytjendur hafi verið handteknir í borginni í liðinni viku. Í viðtali eftir 3-1 sigur á Sporting Kansas City sagði Ebobisse: „Þetta hefur verið erfið vika fyrir borgina. Ég bý miðsvæðis, hef séð og heyrt allt sem hefur gengið á. Það brýtur í mér í hjartað að sjá þá tilfinninglausu hegðun sem við höfum orðið vitni að.“ „Við erum samfélag og stöndum saman. Það er mikilvægt á augnablikum sem þessum. Við felum okkur ekki út í horni þar sem samstaða er það eina sem getur komið okkur í gegnum þetta.“ „Þetta er ekki eðlilegt og við getum ekki horft á þetta sem eðlilegan hlut. Mínar helstu áhyggjur eru að þetta muni aðeins versna. Ég stend með öllum þeim sem þetta hefur áhrif á.“ Varnarmaðurinn Eddie Segura, samherji Ebobisse hjá LAFC, tók í sama streng: „Við stöndum saman og sigurinn er tileinkaður þeim sem eiga um sárt að binda vegna ástandsins.“ Félagið sjálft gerði slíkt hið sama í yfirlýsingu sem birt var fyrir leik á bæði ensku og spænsku: „Í dag, vegna þess hve mörg okkar finna fyrir ótta og óöryggi, stendur LAFC saman öxl við öxl með öllum þeim sem búa í samfélaginu okkar. Við stöndum með Los Angeles.“ Fjöldi áhorfenda mætti með skilti á leik helgarinnar og mótmælti aðgerðum forsetans og ICE.Getty Images/Vísir Nokkrir leikir á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní fara fram í Pasadena, borg ekki langt frá miðborg Los Angeles. Þá munu leikir á HM 2026 fara fram í Los Angeles.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Sjá meira