Nemar á Landspítalanum klæddust „Öldrunarbúningi“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2025 20:03 Ólafur Guðbjörn, framkvæmdastjóri hjúkrunar, ásamt Jóhönnu Lind, hjúkrunarfræðingi, sem var ein af þeim, sem skipulagði daginn. Bæði voru þau mjög ánægð með hvernig til tókst. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 400 lækna- og hjúkrunarnemar munu vinna á Landspítalanum í sumar en áður en vinnan hófst var haldin svokallaður „tækjadagur“ á spítalanum þar sem ýmis tæki og tól voru til sýnis fyrir sumarstarfsmenn. Það sem vakti þó hvað mesta athygli var „Öldrunarbúningur“, sem nemarnir fengu að prófa. Tækjadagurinn var haldinn í Eirbergi þar sem sumarstarfsmennirnir gengu á milli stöðva og fengu að kynnast helstu tækjunum og lækningaverkfærunum, sem þau koma til með að nota í sumarvinnunni. Mikil ánægja var með daginn. „Heyrðu, þetta er geggjað og hefur mælst mjög vel fyrir og starfsfólkið er mjög ánægt með þetta með allskonar tæki til að kenna þeim og líka að fá innsýn inn í hvernig er að vera sjúklingur, vera aldraður og hrumur, sem að hefur gefist mjög vel,“ segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum og bætir við. „Ég er mjög stoltur af þessu verkefni og ég er bara almennt stoltur af hermináminu og hermissetrinu okkar á Landsspítalanum, sem er algjör leikbreytir í því hvernig við þjálfum upp nýtt heilbrigðisstarfsfólk.“ Og sú stöð, sem vakti hvað mesta athygli var“ Öldrunarbúningurinn”, en þar fengu nemendurnir að upplifa hvernig er að vera aldraður og færniskertur á ýmsum sviðum. Fyrst voru gleraugu sett upp þar sem sjónsviðið er mjög skert, svo voru heyrnartól sett á höfuðið þannig að nemendur heyrðu mjög lítið og allir þurftu að fara í hanska til að finna fyrir minnkuðu skyni í fingrunum og svo voru allskonar þyngingar settar á nemendur. Ein af þrautunum var svo að finna til lyfin með allan þennan búnað sér, D-vítamín og hjartamagnyl og gekk það hjá flestum mjög brösuglega. „Þetta er mjög skemmtilegt og ótrúlegt hvernig fólk upplifir að vera svona færniskertur. Einn sagði hérna áðan, ég vona að ég verði aldrei gamall,” segir Jakobína Rut Daníelsdóttir, sjúkraliði á Landspítalanum, sem vann á „Öldrunarbúningastöðinni“ á tækjadeginum. Jakobína Rut og einn af nemendum að prófa sig áfram í „Öldrunarbúningnum“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér fannst þetta bara mjög erfitt að gera þetta. Fann ekki töflurnar, sá ekki neitt, heyrði lítið, mjög íþyngjandi hendur, já mér fannst þetta svolítið erfitt,” segir Ingibjörg Valmundsdóttir, nemandi í hjúkrunarfræði eftir að hafa farið í „Öldrunarbúninginn“. „Þetta gekk svolítið brösuglega en þetta gekk í lokin. Mér fannst erfiðast að taka saman lyfin, það var mjög erfitt,” segir Valdimar Sveinsson, nemandi í læknisfræði. Hvernig heldur þú að það sé að vera gamall? „Ég held að það geti bara verið mjög erfitt, það reynir á margt, sem að maður gerir sér kannski ekki grein fyrir,” segir Valdimar. Svo var komið að því að fréttamaður var klæddur í „Öldrunarbúninginn” og fékk að prófa sig áfram, æi hvað það gekk allt brösuglega hjá honum. Öldrunarbúningsstöðin“ hjá lækna- og hjúkrunarnemendunum var mjög vinsæl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Tækjadagurinn var haldinn í Eirbergi þar sem sumarstarfsmennirnir gengu á milli stöðva og fengu að kynnast helstu tækjunum og lækningaverkfærunum, sem þau koma til með að nota í sumarvinnunni. Mikil ánægja var með daginn. „Heyrðu, þetta er geggjað og hefur mælst mjög vel fyrir og starfsfólkið er mjög ánægt með þetta með allskonar tæki til að kenna þeim og líka að fá innsýn inn í hvernig er að vera sjúklingur, vera aldraður og hrumur, sem að hefur gefist mjög vel,“ segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum og bætir við. „Ég er mjög stoltur af þessu verkefni og ég er bara almennt stoltur af hermináminu og hermissetrinu okkar á Landsspítalanum, sem er algjör leikbreytir í því hvernig við þjálfum upp nýtt heilbrigðisstarfsfólk.“ Og sú stöð, sem vakti hvað mesta athygli var“ Öldrunarbúningurinn”, en þar fengu nemendurnir að upplifa hvernig er að vera aldraður og færniskertur á ýmsum sviðum. Fyrst voru gleraugu sett upp þar sem sjónsviðið er mjög skert, svo voru heyrnartól sett á höfuðið þannig að nemendur heyrðu mjög lítið og allir þurftu að fara í hanska til að finna fyrir minnkuðu skyni í fingrunum og svo voru allskonar þyngingar settar á nemendur. Ein af þrautunum var svo að finna til lyfin með allan þennan búnað sér, D-vítamín og hjartamagnyl og gekk það hjá flestum mjög brösuglega. „Þetta er mjög skemmtilegt og ótrúlegt hvernig fólk upplifir að vera svona færniskertur. Einn sagði hérna áðan, ég vona að ég verði aldrei gamall,” segir Jakobína Rut Daníelsdóttir, sjúkraliði á Landspítalanum, sem vann á „Öldrunarbúningastöðinni“ á tækjadeginum. Jakobína Rut og einn af nemendum að prófa sig áfram í „Öldrunarbúningnum“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér fannst þetta bara mjög erfitt að gera þetta. Fann ekki töflurnar, sá ekki neitt, heyrði lítið, mjög íþyngjandi hendur, já mér fannst þetta svolítið erfitt,” segir Ingibjörg Valmundsdóttir, nemandi í hjúkrunarfræði eftir að hafa farið í „Öldrunarbúninginn“. „Þetta gekk svolítið brösuglega en þetta gekk í lokin. Mér fannst erfiðast að taka saman lyfin, það var mjög erfitt,” segir Valdimar Sveinsson, nemandi í læknisfræði. Hvernig heldur þú að það sé að vera gamall? „Ég held að það geti bara verið mjög erfitt, það reynir á margt, sem að maður gerir sér kannski ekki grein fyrir,” segir Valdimar. Svo var komið að því að fréttamaður var klæddur í „Öldrunarbúninginn” og fékk að prófa sig áfram, æi hvað það gekk allt brösuglega hjá honum. Öldrunarbúningsstöðin“ hjá lækna- og hjúkrunarnemendunum var mjög vinsæl.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira