Var ekki rekin úr Ólympíuþorpinu fyrir óviðeigandi hegðun: Ég fór sjálf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 08:30 Luana Alonso er búin að setja sundhettuna upp á hillu þrátt fyrir að vera bara tvítug. Hún náði þó að keppa á tveimur Ólympíuleikum. @luanalonsom Paragvæska sundkonan Luana Alonso kom sér í fréttirnar á Ólympíuleikunum í París í fyrra en þó ekki fyrir góðan árangur í sundlauginni heldur vegna þess sem gerðist utan hennar. Alonso hefur nú stigið fram, næstum því ári eftir leikana, og segir að fréttir um brottrekstur sinn úr Ólympíuþorpinu hafi verið tilbúningur og falskar fréttir. Alonso átti að hafa verið rekin úr Ólympíuþorpinu fyrir óviðeigandi hegðun og að búa til óheppilegt andrúmsloft innan paragvæska Ólympíuhópsins. Hin 21 árs gamla Alonso keppti í 100 metra flugsundi á leikunum en komst ekki í undanúrslit. Strax eftir sundið þá tilkynnti hún að hún væri hætt að synda. Hún beið í ellefu mánuði eftir að skýra sitt mál. „Við skulum hafa eitt á hreinu. Ég fór sjálf og sjálfviljug úr Ólympíuþorpinu. Ég var ekki rekin þaðan,“ skrifaði Alonso á samfélagsmiðla. Aftonbladet segir frá. Alonso átti að hafa verið til vandræða eftir að henni mistókst að komst áfram og þátttöku hennar var lokið á leikunum. Hún fór meðal annars í dagsferð í Disneyland í stað þessa að styðja við bakið á liðfélögum sínum í lauginni. Forráðamenn paragvæska Ólympíuhópsins voru ósáttir með það ekki síst þar sem hún sýndi mikið frá ævintýrum sínum á samfélagmiðlum. Alonso er ekki sátt með þá mynd sem var máluð af henni eftir brottför hennar úr Ólympíuþorpinu. „Paragvæska Ólympíunefndin hélt því fram að ég hefði búið til óviðunandi andrúmsloft vegna þess að ég vildi ekki synda lengur. Þeir reyndu að taka af mér aðganginn að þorpinu en þeir höfðu engan rétt til þess. Ég ákvað að láta hann af hendi og að þeirra mati þá var það óviðeigandi,“ skrifaði Alonso. Framkoma hennar og klæðaburður ásamt samskiptum hennar við annað íþróttafólk, þótti líka hafa truflandi áhrif í Ólympíuþorpinu. Alonso var líka með mörg augu fjölmiðla á sér enda með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum. Alonso er íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. „Ég er að hugsa um það að leita til lögfræðinga og lögsækja þau tímarit og þá fjölmiðla sem dreifðu ósönnum sögusögnum um mig eins og það að ég hafi verið rekin úr Ólympíuþorpinu. Virkilega? Hverjum datt svona vitleysa eiginlega í hug? Það er ekki satt,“ skrifaði Alonso. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira
Alonso hefur nú stigið fram, næstum því ári eftir leikana, og segir að fréttir um brottrekstur sinn úr Ólympíuþorpinu hafi verið tilbúningur og falskar fréttir. Alonso átti að hafa verið rekin úr Ólympíuþorpinu fyrir óviðeigandi hegðun og að búa til óheppilegt andrúmsloft innan paragvæska Ólympíuhópsins. Hin 21 árs gamla Alonso keppti í 100 metra flugsundi á leikunum en komst ekki í undanúrslit. Strax eftir sundið þá tilkynnti hún að hún væri hætt að synda. Hún beið í ellefu mánuði eftir að skýra sitt mál. „Við skulum hafa eitt á hreinu. Ég fór sjálf og sjálfviljug úr Ólympíuþorpinu. Ég var ekki rekin þaðan,“ skrifaði Alonso á samfélagsmiðla. Aftonbladet segir frá. Alonso átti að hafa verið til vandræða eftir að henni mistókst að komst áfram og þátttöku hennar var lokið á leikunum. Hún fór meðal annars í dagsferð í Disneyland í stað þessa að styðja við bakið á liðfélögum sínum í lauginni. Forráðamenn paragvæska Ólympíuhópsins voru ósáttir með það ekki síst þar sem hún sýndi mikið frá ævintýrum sínum á samfélagmiðlum. Alonso er ekki sátt með þá mynd sem var máluð af henni eftir brottför hennar úr Ólympíuþorpinu. „Paragvæska Ólympíunefndin hélt því fram að ég hefði búið til óviðunandi andrúmsloft vegna þess að ég vildi ekki synda lengur. Þeir reyndu að taka af mér aðganginn að þorpinu en þeir höfðu engan rétt til þess. Ég ákvað að láta hann af hendi og að þeirra mati þá var það óviðeigandi,“ skrifaði Alonso. Framkoma hennar og klæðaburður ásamt samskiptum hennar við annað íþróttafólk, þótti líka hafa truflandi áhrif í Ólympíuþorpinu. Alonso var líka með mörg augu fjölmiðla á sér enda með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum. Alonso er íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. „Ég er að hugsa um það að leita til lögfræðinga og lögsækja þau tímarit og þá fjölmiðla sem dreifðu ósönnum sögusögnum um mig eins og það að ég hafi verið rekin úr Ólympíuþorpinu. Virkilega? Hverjum datt svona vitleysa eiginlega í hug? Það er ekki satt,“ skrifaði Alonso.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira