Reyna að stilla til friðar með símtali Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2025 10:48 Donald Trump og Elon Musk. AP/Alex Brandon Aðstoðarmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa skipulagt símtal milli hans og Elons Musk, auðugasta manns heims, eftir opinberar deilur þeirra í gær. Vonast er til þess að þeir geti grafið öxina en ráðgjafar Trumps hafa beðið hann um að fara mjúkum höndum um auðjöfurinn. Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum en í samtali við miðilinn í gærkvöldi sagði Trump að allt væri í himnalagi. Það sagði hann þegar hann var spurður um deiluna við Musk. Á meðan Musk fór hörðum orðum um umfangsmikið frumvarp sem er Trump mjög mikilvægt. Musk er verulega ósáttur við að frumvarpið er talið bæta verulega á skuldir bandaríska ríkisins á næstu árum en með frumvarpinu vill Trump ná fram mörgum af áherslumálum sínum. Ekki hefur verið einhugur um frumvarpið innan Repúblikanaflokksins og var það samþykkt með miklum naumindum í fulltrúadeildinni, með eins atkvæðis mun, eftir að þingmaður Demókrataflokksins lést. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í öldungadeildinni. Ráðgjafar Trumps eru sagðir hafa ráðlagt forsetanum að einbeita sér að því að koma greiða leið frumvarpsins í öldungadeildinni í stað þess að deilunnar við Musk. Á sama tíma eru þessir ráðgjafar, samkvæmt heimildum blaðamanna New York York Times úr innstu röðum Trumps, að undirbúa áframhaldandi deilur við Musk. Musk gaf til kynna undir lokin í gærkvöldi að hann hefði áhuga á friði. Hann dró í land með að hætta notkun Dragon-geimfaranna, sem notuð eru til að flytja geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, og sagði auðjöfurinn Bill Ackman ekki hafa rangt fyrir sér, þegar sá lagði til að Musk og Trump semdu um frið. Geta valdið hvorum öðrum miklum skaða Ekki liggur fyrir hvenær þetta símtal mun eiga sér stað en báðir menn geta valdið hinum töluverðum skaða og á það einnig við Repúblikanaflokkinn eins og hann leggur sinn. Musk varði til að mynda tæplega þrjú hundruð milljónum dala í aðstoð við Trump og Repúblikana í kosningabaráttunni í fyrra og hefur heitið hundrað milljónum til viðbótar. Hann gæti haldið þeim peningum fyrir sig og notað þá til að grafa undan Trump. Auðjöfurinn gæti þar að auki beitt X (áður Twitter) gegn Trump. Þá er Musk mjög áhrifamikill þegar kemur að geimfyrirtækinu SpaceX, sem yfirvöld í Bandaríkjunum reiða sig verulega á þegar kemur að því að senda geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, svo eitthvað sé nefnt. Gæti endurvakið rannsóknir Trump gæti rift þeim samningum, þó það myndi koma verulega niður á Bandaríkjunum í heild. Samkvæmt New York Times stefndi í fyrra á að fyrirtæki Musks myndu fá þrjá milljarða dala vegna um hundrað samninga við sautján opinberar stofnanir. Trump gæti þar að auki hætt að standa í vegi rannsókna sem hófust gegn fyrirtækjum Musks og Musk sjálfum í stjórnartíð Joes Biden. Flestar þessar rannsóknir voru stöðvaðar þegar Trump tók við völdum. Þá gæti Trump látið hefja nýjar rannsóknir á Musk og meinta fíkniefnaneyslu hans, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Musk öryggisheimild sem hægt væri að svipta hann og myndi það gera honum mjög erfitt að vinna áfram með yfirvöldum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum en í samtali við miðilinn í gærkvöldi sagði Trump að allt væri í himnalagi. Það sagði hann þegar hann var spurður um deiluna við Musk. Á meðan Musk fór hörðum orðum um umfangsmikið frumvarp sem er Trump mjög mikilvægt. Musk er verulega ósáttur við að frumvarpið er talið bæta verulega á skuldir bandaríska ríkisins á næstu árum en með frumvarpinu vill Trump ná fram mörgum af áherslumálum sínum. Ekki hefur verið einhugur um frumvarpið innan Repúblikanaflokksins og var það samþykkt með miklum naumindum í fulltrúadeildinni, með eins atkvæðis mun, eftir að þingmaður Demókrataflokksins lést. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í öldungadeildinni. Ráðgjafar Trumps eru sagðir hafa ráðlagt forsetanum að einbeita sér að því að koma greiða leið frumvarpsins í öldungadeildinni í stað þess að deilunnar við Musk. Á sama tíma eru þessir ráðgjafar, samkvæmt heimildum blaðamanna New York York Times úr innstu röðum Trumps, að undirbúa áframhaldandi deilur við Musk. Musk gaf til kynna undir lokin í gærkvöldi að hann hefði áhuga á friði. Hann dró í land með að hætta notkun Dragon-geimfaranna, sem notuð eru til að flytja geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, og sagði auðjöfurinn Bill Ackman ekki hafa rangt fyrir sér, þegar sá lagði til að Musk og Trump semdu um frið. Geta valdið hvorum öðrum miklum skaða Ekki liggur fyrir hvenær þetta símtal mun eiga sér stað en báðir menn geta valdið hinum töluverðum skaða og á það einnig við Repúblikanaflokkinn eins og hann leggur sinn. Musk varði til að mynda tæplega þrjú hundruð milljónum dala í aðstoð við Trump og Repúblikana í kosningabaráttunni í fyrra og hefur heitið hundrað milljónum til viðbótar. Hann gæti haldið þeim peningum fyrir sig og notað þá til að grafa undan Trump. Auðjöfurinn gæti þar að auki beitt X (áður Twitter) gegn Trump. Þá er Musk mjög áhrifamikill þegar kemur að geimfyrirtækinu SpaceX, sem yfirvöld í Bandaríkjunum reiða sig verulega á þegar kemur að því að senda geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, svo eitthvað sé nefnt. Gæti endurvakið rannsóknir Trump gæti rift þeim samningum, þó það myndi koma verulega niður á Bandaríkjunum í heild. Samkvæmt New York Times stefndi í fyrra á að fyrirtæki Musks myndu fá þrjá milljarða dala vegna um hundrað samninga við sautján opinberar stofnanir. Trump gæti þar að auki hætt að standa í vegi rannsókna sem hófust gegn fyrirtækjum Musks og Musk sjálfum í stjórnartíð Joes Biden. Flestar þessar rannsóknir voru stöðvaðar þegar Trump tók við völdum. Þá gæti Trump látið hefja nýjar rannsóknir á Musk og meinta fíkniefnaneyslu hans, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Musk öryggisheimild sem hægt væri að svipta hann og myndi það gera honum mjög erfitt að vinna áfram með yfirvöldum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira