Ísland, þvert á flokka boðar til annarra mótmæla Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2025 18:11 Til stimpinga kom á milli einstakra mótmælenda síðasta laugardag. Vísir/Viktor Freyr Hópurinn Ísland, þvert á flokka hefur boðað til annars mótmælafundar á Austurvelli gegn stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Til stimpinga kom á milli mótmælenda og gagnmótmælenda síðastliðinn laugardag. Sigfús Aðalsteinsson stjórnandi boðar til mótmælafundarins í færslu á hópnum. Hann fer fram klukkan tvö síðdegis laugardaginn 14. júní næstkomandi. Hann segir ekki eftir neinu að bíða. „Nú fylkjum við öll með öllum sem við þekkjum á Austurvöll,“ segir Sigfús. Laugardaginn 31. maí síðastliðinn voru hundruð mótmælenda samankomnir á Austurvöll og báru þeir margir íslenska fána. Þeir kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, að fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. Meðal ræðumanna á fundinum síðasta var Brynjar Barkarson tónlistamaður en hann skipaði helming tvíeykisins Club Dub þangað til að Aron Kristinn Jónasson hætti í sveitinni í kjölfar mótmælanna. „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ sagði hann meðal annars. Meðal þess sem hann snerti á í ræðu sinni var að múslimar væru blóðsugur sem bæru enga virðingu fyrir íslenskum siðum og menningu. Hann vísaði til þekktra samsæriskenninga og þuldi nokkurn veginn samhengislaust upp kaflaheiti í Íslandssögunni á borð við Tyrkjaránið og vistarbandið. Hið síðarnefnda vakti athygli áheyrenda vegna þess að það tengist múslimum eða öðru aðfluttu fólki nákvæmlega ekki neitt. Sigfús Aðalsteinsson skipuleggjandinn tók í sama streng og kvaðst misskilinn. Hópurinn samanstandi ekkert af neinum rasistum heldur hugsi hann um framtíð unga fólksins. Hælisleitendur Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 Segir Bjarna Benediktssyni að stinga tappa upp í „tengdasoninn“ Dóttir fyrrverandi þingkonu Samfylkingarinnar segir „tengdason“ Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sverta ímynd fjölskyldu hans með rangfærslum um móður hennar. Kærasti dóttur Bjarna var ræðumaður á mótmælafundi andstæðinga hælisleitenda um helgina. 2. júní 2025 09:51 Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum. 3. júní 2025 21:03 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Sigfús Aðalsteinsson stjórnandi boðar til mótmælafundarins í færslu á hópnum. Hann fer fram klukkan tvö síðdegis laugardaginn 14. júní næstkomandi. Hann segir ekki eftir neinu að bíða. „Nú fylkjum við öll með öllum sem við þekkjum á Austurvöll,“ segir Sigfús. Laugardaginn 31. maí síðastliðinn voru hundruð mótmælenda samankomnir á Austurvöll og báru þeir margir íslenska fána. Þeir kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, að fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. Meðal ræðumanna á fundinum síðasta var Brynjar Barkarson tónlistamaður en hann skipaði helming tvíeykisins Club Dub þangað til að Aron Kristinn Jónasson hætti í sveitinni í kjölfar mótmælanna. „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ sagði hann meðal annars. Meðal þess sem hann snerti á í ræðu sinni var að múslimar væru blóðsugur sem bæru enga virðingu fyrir íslenskum siðum og menningu. Hann vísaði til þekktra samsæriskenninga og þuldi nokkurn veginn samhengislaust upp kaflaheiti í Íslandssögunni á borð við Tyrkjaránið og vistarbandið. Hið síðarnefnda vakti athygli áheyrenda vegna þess að það tengist múslimum eða öðru aðfluttu fólki nákvæmlega ekki neitt. Sigfús Aðalsteinsson skipuleggjandinn tók í sama streng og kvaðst misskilinn. Hópurinn samanstandi ekkert af neinum rasistum heldur hugsi hann um framtíð unga fólksins.
Hælisleitendur Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 Segir Bjarna Benediktssyni að stinga tappa upp í „tengdasoninn“ Dóttir fyrrverandi þingkonu Samfylkingarinnar segir „tengdason“ Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sverta ímynd fjölskyldu hans með rangfærslum um móður hennar. Kærasti dóttur Bjarna var ræðumaður á mótmælafundi andstæðinga hælisleitenda um helgina. 2. júní 2025 09:51 Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum. 3. júní 2025 21:03 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
„Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14
Segir Bjarna Benediktssyni að stinga tappa upp í „tengdasoninn“ Dóttir fyrrverandi þingkonu Samfylkingarinnar segir „tengdason“ Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sverta ímynd fjölskyldu hans með rangfærslum um móður hennar. Kærasti dóttur Bjarna var ræðumaður á mótmælafundi andstæðinga hælisleitenda um helgina. 2. júní 2025 09:51
Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum. 3. júní 2025 21:03