Þaggaði niður í þingmönnum sem sögðu Kristrúnu snúa út úr Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2025 12:59 Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis þurfti að biðja þingmenn um að hafa hljótt. Skjáskot Forsætisráðherra segist hafa áhyggjur af framleiðni og vinnu þingsins og í hvað það eyðir tíma. Þetta sagði hún í svari við fyrirspurn þingmanns Miðflokksins í óundirbúnum fyrirspurnum um samheldni ríkisstjórnarinnar. Uppúr sauð og þurfti forseti Alþingis að þagga niður í þingmönnum. Fjölmargir þingmenn beindu fyrirspurnum til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu í morgun. Flestar snerust þær að máli hins kólumbíska Oscars Bocanegra og samheldni ríkisstjórnarinnar. Óskýr svör um strandveiðar? Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins spurði meðal annars út í misvísandi yfirlýsingar Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins um strandveiðifrumvarpið. „Ráðherra kemur fram og segir að það þurfi að skoða hvort það þurfi að minnka leyfilegt magn á hverjum degi til að mæta fjölda daga. Hæstvirtur þingmaður, sem ráðherra var reyndar búinn að segja að myndi ekki hafa neina aðkomu að þessu máli, kemur fram og segir að um mistök ráðuneytisins sé að ræða,“ sagði Hildur og vísaði í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu. Kristrún benti á að skýrt kæmi fram í frumvarpinu hvað í því fælist og sagði samheldni ríkisstjórnarinnar, eða meintan skort þar á, ekki vandamálið. „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum að það hefur verið hægagangur hérna í þinginu. Það jhefur ekki verið hægagangur hjá ríkisstjórninni. Við skiluðum 90 prósent þeirra mála sem voru á þingmálaskrá hér inn fyrir tilsettan tíma,“ sagði Kristrún. Hefur áhyggjur af framleiðni þingsins Tveir dagar hafi farið í fyrstu umræðu um strandveiðifrumvarpið, ein vika í fyrstu umræðu um veiðigjöld og svo framvegis. „Ég hef áhyggjur af vinnu og framleiðni þessa þings og í hvað við eyðum tíma. Fólk veit þetta laveg hér inni. Við vitum alveg af hverju þetta er. Látum ekki sem þetta sé eitthvað annað en það sem þetta er.“ Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður Miðflokksins, spurði þá út í mál Oscars, sem Víðir Reynisson þingmaður Viðreisnar sagði yfirgnæfandi líkur á að fengi ríkisborgarrétt frá Alþingi, og hvort samstaða væri um það í ríkisstjórn. „Það getur ekki talist eðlilegt að einstaklingar sem uppfylla ekki skilyrði til hælis og fá synjun um vernd frá tveimur stjórnsýslustigum geti leitað ásjár Alþingis og fengið vernd þannig með nánast loforði um veitingu ríkisborgararéttar,“ sagði Ingibjörg. „Þessi ákvörðun kom ekki til umræðu í ríkisstjórn, það þarf ekki að vera samstaða eða óeining eða mismunandi skoðanir. Þetta varðar ekki ríkisstjórn,“ sagði Kristrún en á þessum tímapunkti kallaði Ingibjörg úr sal: „Ég spurði ekki að því.“ „Við skulum ekki láta eins og þetta sé nýtilkomið“ Frammíköll héldu áfram þegar Kristrún hélt máli sínu fram. Þegar Kristrún sagði ríkisborgararétt lengi hafa verið veittan með þessum hætti mátti heyra þingmann kalla úr sal: „Þetta er útúrsnúningur!“ Svo fór að Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis sló á bjölluna og sagði forsætisráðherra með orðið. Hún bað þingmenn þá að gefa hljóð. Myndin sem Noorina birti á Instagram. „Ef fólk hér inni kemst að þeirri niðurstöðu eftir þetta vor að þetta sé afleitt, að ríkisborgararéttur sé veittur með þessum hætti þá þarf að taka ákvörðun um það í þessum sal. En það er hægt að fletta áraraðir aftur í tímann þar sem fólk er að taka mynd af sér með fólki, sem áður hefur fengið synjun á öðrum stigum, eftir að þeim hefur verið veittur ríkisborgararéttur hér inni. Við skulum ekki láta eins og þetta sé nýtilkomið. Höldum okkur við staðreyndir máls.“ Guðrún sat fyrir með Noorinu Ein myndanna, sem Kristrún vísar til, er ljósmynd sem Guðrún Hafsteinsdóttir, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og þá dómsmálaráðherra, og Birgir Þórarinsson þáverandi þingmaður tóku af sér með hinni afgönsku Noorinu, sem veittur var ríkisborgararéttur af Alþingi árið 2023. Noorina birti af sér mynd með þeim á Instagram, sem tekin var í Alþingishúsinu. Annað dæmi um slíka myndatöku er mynd sem Páll Magnússon, þáverandi formaður allsherjar- og menntamálanefndar, birti af sér með enska tónlistarmanninum Damon Albarn. Albarn lýsti yfir áhuga fyrir nokkrum árum að fá íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi veitti honum ríkisborgararétt eftir heimsókn hans á þingið og fund með Páli, en það er allsherjar- og menntamálanefnd sem fer fyrir veitingu ríkisborgararéttar á þingi. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Strandveiðar Tengdar fréttir Ekkert sem bendir til þess að Víðir hafi stigið yfir strikið Sérfræðingur í stjórnsýslurétti segir ekkert komið fram svo hægt sé að slá því föstu að formaður allsherjar og menntamála hafi brotið gegn lögum eða reglum með pólitískum afskiptum sínum af störfum Útlendingastofnunar. Málefnaleg rök geti legið fyrir því að Oscar Bocanegra hafi verið einn tekinn út fyrir sviga af þeim nítján sem voru á framkvæmdarlista um brottvísun. 5. júní 2025 12:30 Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Frumvarp um kílómetragjald hefur tekið fjölmörgum breytingum í efnahags- og viðskiptanefnd. Formaður nefndarinnar vonast til þess að meiri sátt muni ríkja um frumvarpið, en lagt er til að gildistökunni, sem átti að gerast 1. júlí næstkomandi, verði frestað. 5. júní 2025 12:18 Opinber skýring til Sigurjóns Þórðarsonar Sigurjón Þórðarson, útgerðarmaður, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins birti grein á Vísi í gær, Samþjöppunin hefur ekkert að gera með veiðigjöldin. Þar flutti hann þau tíðindi að orsök samþjöppunar í sjávarútvegi væri alls ekki auðlindagjaldtakan. Vart þarf að nefna að hann rökstyður þetta ekki frekar. 5. júní 2025 08:32 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Fjölmargir þingmenn beindu fyrirspurnum til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu í morgun. Flestar snerust þær að máli hins kólumbíska Oscars Bocanegra og samheldni ríkisstjórnarinnar. Óskýr svör um strandveiðar? Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins spurði meðal annars út í misvísandi yfirlýsingar Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins um strandveiðifrumvarpið. „Ráðherra kemur fram og segir að það þurfi að skoða hvort það þurfi að minnka leyfilegt magn á hverjum degi til að mæta fjölda daga. Hæstvirtur þingmaður, sem ráðherra var reyndar búinn að segja að myndi ekki hafa neina aðkomu að þessu máli, kemur fram og segir að um mistök ráðuneytisins sé að ræða,“ sagði Hildur og vísaði í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu. Kristrún benti á að skýrt kæmi fram í frumvarpinu hvað í því fælist og sagði samheldni ríkisstjórnarinnar, eða meintan skort þar á, ekki vandamálið. „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum að það hefur verið hægagangur hérna í þinginu. Það jhefur ekki verið hægagangur hjá ríkisstjórninni. Við skiluðum 90 prósent þeirra mála sem voru á þingmálaskrá hér inn fyrir tilsettan tíma,“ sagði Kristrún. Hefur áhyggjur af framleiðni þingsins Tveir dagar hafi farið í fyrstu umræðu um strandveiðifrumvarpið, ein vika í fyrstu umræðu um veiðigjöld og svo framvegis. „Ég hef áhyggjur af vinnu og framleiðni þessa þings og í hvað við eyðum tíma. Fólk veit þetta laveg hér inni. Við vitum alveg af hverju þetta er. Látum ekki sem þetta sé eitthvað annað en það sem þetta er.“ Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður Miðflokksins, spurði þá út í mál Oscars, sem Víðir Reynisson þingmaður Viðreisnar sagði yfirgnæfandi líkur á að fengi ríkisborgarrétt frá Alþingi, og hvort samstaða væri um það í ríkisstjórn. „Það getur ekki talist eðlilegt að einstaklingar sem uppfylla ekki skilyrði til hælis og fá synjun um vernd frá tveimur stjórnsýslustigum geti leitað ásjár Alþingis og fengið vernd þannig með nánast loforði um veitingu ríkisborgararéttar,“ sagði Ingibjörg. „Þessi ákvörðun kom ekki til umræðu í ríkisstjórn, það þarf ekki að vera samstaða eða óeining eða mismunandi skoðanir. Þetta varðar ekki ríkisstjórn,“ sagði Kristrún en á þessum tímapunkti kallaði Ingibjörg úr sal: „Ég spurði ekki að því.“ „Við skulum ekki láta eins og þetta sé nýtilkomið“ Frammíköll héldu áfram þegar Kristrún hélt máli sínu fram. Þegar Kristrún sagði ríkisborgararétt lengi hafa verið veittan með þessum hætti mátti heyra þingmann kalla úr sal: „Þetta er útúrsnúningur!“ Svo fór að Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis sló á bjölluna og sagði forsætisráðherra með orðið. Hún bað þingmenn þá að gefa hljóð. Myndin sem Noorina birti á Instagram. „Ef fólk hér inni kemst að þeirri niðurstöðu eftir þetta vor að þetta sé afleitt, að ríkisborgararéttur sé veittur með þessum hætti þá þarf að taka ákvörðun um það í þessum sal. En það er hægt að fletta áraraðir aftur í tímann þar sem fólk er að taka mynd af sér með fólki, sem áður hefur fengið synjun á öðrum stigum, eftir að þeim hefur verið veittur ríkisborgararéttur hér inni. Við skulum ekki láta eins og þetta sé nýtilkomið. Höldum okkur við staðreyndir máls.“ Guðrún sat fyrir með Noorinu Ein myndanna, sem Kristrún vísar til, er ljósmynd sem Guðrún Hafsteinsdóttir, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og þá dómsmálaráðherra, og Birgir Þórarinsson þáverandi þingmaður tóku af sér með hinni afgönsku Noorinu, sem veittur var ríkisborgararéttur af Alþingi árið 2023. Noorina birti af sér mynd með þeim á Instagram, sem tekin var í Alþingishúsinu. Annað dæmi um slíka myndatöku er mynd sem Páll Magnússon, þáverandi formaður allsherjar- og menntamálanefndar, birti af sér með enska tónlistarmanninum Damon Albarn. Albarn lýsti yfir áhuga fyrir nokkrum árum að fá íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi veitti honum ríkisborgararétt eftir heimsókn hans á þingið og fund með Páli, en það er allsherjar- og menntamálanefnd sem fer fyrir veitingu ríkisborgararéttar á þingi.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Strandveiðar Tengdar fréttir Ekkert sem bendir til þess að Víðir hafi stigið yfir strikið Sérfræðingur í stjórnsýslurétti segir ekkert komið fram svo hægt sé að slá því föstu að formaður allsherjar og menntamála hafi brotið gegn lögum eða reglum með pólitískum afskiptum sínum af störfum Útlendingastofnunar. Málefnaleg rök geti legið fyrir því að Oscar Bocanegra hafi verið einn tekinn út fyrir sviga af þeim nítján sem voru á framkvæmdarlista um brottvísun. 5. júní 2025 12:30 Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Frumvarp um kílómetragjald hefur tekið fjölmörgum breytingum í efnahags- og viðskiptanefnd. Formaður nefndarinnar vonast til þess að meiri sátt muni ríkja um frumvarpið, en lagt er til að gildistökunni, sem átti að gerast 1. júlí næstkomandi, verði frestað. 5. júní 2025 12:18 Opinber skýring til Sigurjóns Þórðarsonar Sigurjón Þórðarson, útgerðarmaður, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins birti grein á Vísi í gær, Samþjöppunin hefur ekkert að gera með veiðigjöldin. Þar flutti hann þau tíðindi að orsök samþjöppunar í sjávarútvegi væri alls ekki auðlindagjaldtakan. Vart þarf að nefna að hann rökstyður þetta ekki frekar. 5. júní 2025 08:32 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Ekkert sem bendir til þess að Víðir hafi stigið yfir strikið Sérfræðingur í stjórnsýslurétti segir ekkert komið fram svo hægt sé að slá því föstu að formaður allsherjar og menntamála hafi brotið gegn lögum eða reglum með pólitískum afskiptum sínum af störfum Útlendingastofnunar. Málefnaleg rök geti legið fyrir því að Oscar Bocanegra hafi verið einn tekinn út fyrir sviga af þeim nítján sem voru á framkvæmdarlista um brottvísun. 5. júní 2025 12:30
Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Frumvarp um kílómetragjald hefur tekið fjölmörgum breytingum í efnahags- og viðskiptanefnd. Formaður nefndarinnar vonast til þess að meiri sátt muni ríkja um frumvarpið, en lagt er til að gildistökunni, sem átti að gerast 1. júlí næstkomandi, verði frestað. 5. júní 2025 12:18
Opinber skýring til Sigurjóns Þórðarsonar Sigurjón Þórðarson, útgerðarmaður, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins birti grein á Vísi í gær, Samþjöppunin hefur ekkert að gera með veiðigjöldin. Þar flutti hann þau tíðindi að orsök samþjöppunar í sjávarútvegi væri alls ekki auðlindagjaldtakan. Vart þarf að nefna að hann rökstyður þetta ekki frekar. 5. júní 2025 08:32