Strætó dældi milljónum í öryggisgæslu í Mjódd Agnar Már Másson skrifar 5. júní 2025 10:56 Vagnstjórar óttuðust um öryggi sitt í Mjóddinni vegna ofbeldisöldu í Breiðholti. Tveir öryggisverðir voru þar störfum síðustu fimm mánuði. Vísir/Vilhelm Strætó varði milljónum króna í öryggisgæslu í Mjódd síðustu mánuði þar sem vagnstjórar óttuðust um öryggi sitt við biðstöðina. Strætó hætti þessari auknu gæslu um mánaðamótin. Síðustu mánuði hefur verið greint frá ofbeldisöldu meðal ungmenna í Breiðholti. Í mars var meðal annars greint frá því þegar barn kastaði gangstéttarhellu í höfuðið á farþega þegar hann steig úr vagni í Mjóddinni. Strætóbílstjórar hafa óttast um öryggi sitt á biðstöðinni að undanförnu, að sögn framkvæmdastjóra Strætó á höfuðborgarsvæðinu, og því réði byggðasamlagið tvo öryggisverði. „Við réðum öryggisverði á stoppustöðina í Mjódd sem standa þar úti og fylgjast með og grípa inn í ef þörf er á eftir því sem þeim er heimilt, vegna þess að vagnstjórar óttuðust á tíma um öryggi sitt,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, í samtali við fréttastofu. Gæslan kostaði Strætó um 4 milljónir á mánuði, að sögn Jóhannesar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Öryggisverðirnir, sem voru klæddir stunguvestum, hafi verið þar við vinnu frá kl. 18 að þar til upp úr miðnætti. „En við erum hættir þessari öryggisgæslu,“ bætir hann við en nefnir að þessi aukna gælsa hafi staðið yfir frá áramótum fram í lok maí. „Við mátum það sem svo að ástandið hafi verið óæskilegt og það væri ekki ástæða til að hafa þetta lengur. En auðvitað fylgjumst við bara með. Okkur er bara umhugað um öryggi starfsmanna.“ Á síðasta stjórnarfundi bókaði stjórn byggðasamlagsins að það væri „óásættanlegt“ að Strætó þyrfti að halda uppi öryggisgæslu á einni helstu biðstöð Strætó til að tryggja öryggi starfsmanna og farþega og skoraði á félagsmála- og löggæsluyfirvöld að „grípa til viðeigandi ráðstafana strax“. Fenguð þið engan hljómgrunn hjá löggæsluyfirvöldum? „Jú jú, það er náttúrulega alþekkt að það er búið að vera mikið eftirlit með Mjóddinni, það er ekki spurning. Við, eins og kannski margir aðrir, erum samt oft óþolinmóðir að fólk stígi inn í svona mál. Auðvitað gera menn það, en úrræðin vaxa ekkert á trjánum,“ svarar Jóhannes. Ofbeldi barna Reykjavík Börn og uppeldi Strætó Mjódd Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Síðustu mánuði hefur verið greint frá ofbeldisöldu meðal ungmenna í Breiðholti. Í mars var meðal annars greint frá því þegar barn kastaði gangstéttarhellu í höfuðið á farþega þegar hann steig úr vagni í Mjóddinni. Strætóbílstjórar hafa óttast um öryggi sitt á biðstöðinni að undanförnu, að sögn framkvæmdastjóra Strætó á höfuðborgarsvæðinu, og því réði byggðasamlagið tvo öryggisverði. „Við réðum öryggisverði á stoppustöðina í Mjódd sem standa þar úti og fylgjast með og grípa inn í ef þörf er á eftir því sem þeim er heimilt, vegna þess að vagnstjórar óttuðust á tíma um öryggi sitt,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, í samtali við fréttastofu. Gæslan kostaði Strætó um 4 milljónir á mánuði, að sögn Jóhannesar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Öryggisverðirnir, sem voru klæddir stunguvestum, hafi verið þar við vinnu frá kl. 18 að þar til upp úr miðnætti. „En við erum hættir þessari öryggisgæslu,“ bætir hann við en nefnir að þessi aukna gælsa hafi staðið yfir frá áramótum fram í lok maí. „Við mátum það sem svo að ástandið hafi verið óæskilegt og það væri ekki ástæða til að hafa þetta lengur. En auðvitað fylgjumst við bara með. Okkur er bara umhugað um öryggi starfsmanna.“ Á síðasta stjórnarfundi bókaði stjórn byggðasamlagsins að það væri „óásættanlegt“ að Strætó þyrfti að halda uppi öryggisgæslu á einni helstu biðstöð Strætó til að tryggja öryggi starfsmanna og farþega og skoraði á félagsmála- og löggæsluyfirvöld að „grípa til viðeigandi ráðstafana strax“. Fenguð þið engan hljómgrunn hjá löggæsluyfirvöldum? „Jú jú, það er náttúrulega alþekkt að það er búið að vera mikið eftirlit með Mjóddinni, það er ekki spurning. Við, eins og kannski margir aðrir, erum samt oft óþolinmóðir að fólk stígi inn í svona mál. Auðvitað gera menn það, en úrræðin vaxa ekkert á trjánum,“ svarar Jóhannes.
Ofbeldi barna Reykjavík Börn og uppeldi Strætó Mjódd Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira