Rúmur helmingur ánægður með störf Höllu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2025 09:29 Rúmt ár er síðan Halla var kjörin í embættið. Vísir/Vilhelm Fimmtíu og tvö prósent þjóðarinnar eru ánægð með störf Höllu Tómasdóttur forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Það er lítilleg aukning frá síðasta ári, þegar eð meðaltali 48 prósent sögðust ánægðir með störf hennar. Fram kemur í skýrslu Maskínu að rúm 24 prósent sögðust mjög ánægð með störf hennar, tæp 28 prósent sögðust frekar ánægð, rétt tæpur þriðjungur sagðist hvorki ánægður né óánægður. Þá sögðust rúm 14 prósent frekar eða mjög óánægð með störf Höllu, þar af rúm fjögur prósent sem sögðust mjög óánægð. Konur og kjósendur Flokks fólksins ánægðastir Þá eru konur samkvæmt niðurstöðunum ánægðari með störf hennar en karlar. Fjörutíu prósent karlkyns svarenda sögðust ánægð eða mjög ánægð með störf hennar samanborið við rúm 65 prósent kvenkyns svarenda. Dreifing eftir aldri, búsetu og heimilistekjum var nokkuð jöfn en athygli vekur að Halla vinnur sér inn fæst stig frá íbúum Austurlands. Tæp 44 prósent segjast ánægð með störf hennar samanborið við rúm sextíu prósent svarenda af Suðurlandi og Reykjanesi. Loks voru þátttakendur spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Þeir sem kjósa myndu Flokk fólksins eru langtum ánægðastir með störf Höllu, eða tæpt 71 prósent. Þar á eftir koma þeir sem myndu kjósa samfylkinguna, tæp 59 prósent, síðan Sjálfstæðisflokkinn, tæp 55 prósent, tæp 54 prósent Viðreisnarmanna eru ánægðir með störf Höllu. Næst í röðinni eru Framsóknarmenn, tæplega 53 prósent, 46 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins eru ánægðir með störf Höllu og tæp 42 prósent Miðflokksmanna. Mest óánægja með störf Höllu er meðal Pírata, en einungis 27 prósent þeirra sem myndu kjósa þá eru ánægðir með störf hennar, og meðal þeirra sem kjósa myndu Vinstri græna, einungis 15 prósent kjósenda þeirra eru ánægðir með störf hennar. Könnunin fór fram 9. til 14. maí 2025 og voru svarendur 939 talsins. Forseti Íslands Skoðanakannanir Halla Tómasdóttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Það er lítilleg aukning frá síðasta ári, þegar eð meðaltali 48 prósent sögðust ánægðir með störf hennar. Fram kemur í skýrslu Maskínu að rúm 24 prósent sögðust mjög ánægð með störf hennar, tæp 28 prósent sögðust frekar ánægð, rétt tæpur þriðjungur sagðist hvorki ánægður né óánægður. Þá sögðust rúm 14 prósent frekar eða mjög óánægð með störf Höllu, þar af rúm fjögur prósent sem sögðust mjög óánægð. Konur og kjósendur Flokks fólksins ánægðastir Þá eru konur samkvæmt niðurstöðunum ánægðari með störf hennar en karlar. Fjörutíu prósent karlkyns svarenda sögðust ánægð eða mjög ánægð með störf hennar samanborið við rúm 65 prósent kvenkyns svarenda. Dreifing eftir aldri, búsetu og heimilistekjum var nokkuð jöfn en athygli vekur að Halla vinnur sér inn fæst stig frá íbúum Austurlands. Tæp 44 prósent segjast ánægð með störf hennar samanborið við rúm sextíu prósent svarenda af Suðurlandi og Reykjanesi. Loks voru þátttakendur spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Þeir sem kjósa myndu Flokk fólksins eru langtum ánægðastir með störf Höllu, eða tæpt 71 prósent. Þar á eftir koma þeir sem myndu kjósa samfylkinguna, tæp 59 prósent, síðan Sjálfstæðisflokkinn, tæp 55 prósent, tæp 54 prósent Viðreisnarmanna eru ánægðir með störf Höllu. Næst í röðinni eru Framsóknarmenn, tæplega 53 prósent, 46 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins eru ánægðir með störf Höllu og tæp 42 prósent Miðflokksmanna. Mest óánægja með störf Höllu er meðal Pírata, en einungis 27 prósent þeirra sem myndu kjósa þá eru ánægðir með störf hennar, og meðal þeirra sem kjósa myndu Vinstri græna, einungis 15 prósent kjósenda þeirra eru ánægðir með störf hennar. Könnunin fór fram 9. til 14. maí 2025 og voru svarendur 939 talsins.
Forseti Íslands Skoðanakannanir Halla Tómasdóttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira