Við stöndum með Anahitu og Elissu Valgerður Árnadóttir, Rósa Líf Darradóttir, Aldís Amah Hamilton, Þorgerður María Þorbjarnardóttir og Árni Finnsson skrifa 5. júní 2025 11:00 Við, undirrituð samtök, lýsum yfir stuðningi við Anahitu og Elissu, sem sæta nú ákæru vegna friðsamlegra mótmæla. Réttlætisbarátta hefur jafnan verið leidd af fólki með hugrekki til að mótmæla þegar valdakerfi voru úr takti við siðferðileg viðmið samtímans. Anahita og Elissa gerðu nákvæmlega það. Með því að klifra upp möstrin á Hval 8 og Hval 9 stóðu þær vörð um réttindi dýra og mikilvægi verndar á villtum dýrum. Sérstaklega hvölum sem eru lykiltegund í vistkerfi hafsins. Af einlægri umhyggju tóku þær afstöðu með náttúrunni og dýrunum. Linda Íris Emilsdóttir og Katrín Oddsdóttir, lögmenn Anahitu og Elissu telja að brotið hafi verið gegn grundvallarreglum um meðalhóf og jafnræði og að málið endurspegli refsistefnu sem grafi undan réttarríkinu. Lögmennirnir gagnrýna jafnframt ákæruatriðin, sérstaklega þar sem þeim sé ranglega gefið að sök að hafa „brotist niður í skip“ og benda einnig á að skipin hafi ekki ætlað að sigla þegar mótmælin áttu sér stað, sem geri ákærur vegna brota á siglingalögum enn óljósari. Í ljósi þess að tveggja ára málsmeðferð hefur verið Anahitu og Elissu þungbær teljum við rangt að þær sæti refsingu og krefjumst þess að málið verði látið niður falla. Að mótmæla er stjórnarskrárvarinn réttur okkar! Við undirrituð, stöndum með frelsi til að mótmæla. Velferð dýra og vernd náttúru stendur og fellur með þeim sem láta sig þau mál varða. Þess vegna er réttur almennings til að mótmæla með friðsamlegum hætti tryggður í stjórnarskrá. Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina - vernd hafsinsRósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð á ÍslandiAldís Amah Hamilton, formaður Samtaka grænkera á ÍslandiÞorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar - umhverfisverndarsamtaka ÍslandsÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Þorgerður María Þorbjarnardóttir Árni Finnsson Hvalveiðar Rósa Líf Darradóttir Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við, undirrituð samtök, lýsum yfir stuðningi við Anahitu og Elissu, sem sæta nú ákæru vegna friðsamlegra mótmæla. Réttlætisbarátta hefur jafnan verið leidd af fólki með hugrekki til að mótmæla þegar valdakerfi voru úr takti við siðferðileg viðmið samtímans. Anahita og Elissa gerðu nákvæmlega það. Með því að klifra upp möstrin á Hval 8 og Hval 9 stóðu þær vörð um réttindi dýra og mikilvægi verndar á villtum dýrum. Sérstaklega hvölum sem eru lykiltegund í vistkerfi hafsins. Af einlægri umhyggju tóku þær afstöðu með náttúrunni og dýrunum. Linda Íris Emilsdóttir og Katrín Oddsdóttir, lögmenn Anahitu og Elissu telja að brotið hafi verið gegn grundvallarreglum um meðalhóf og jafnræði og að málið endurspegli refsistefnu sem grafi undan réttarríkinu. Lögmennirnir gagnrýna jafnframt ákæruatriðin, sérstaklega þar sem þeim sé ranglega gefið að sök að hafa „brotist niður í skip“ og benda einnig á að skipin hafi ekki ætlað að sigla þegar mótmælin áttu sér stað, sem geri ákærur vegna brota á siglingalögum enn óljósari. Í ljósi þess að tveggja ára málsmeðferð hefur verið Anahitu og Elissu þungbær teljum við rangt að þær sæti refsingu og krefjumst þess að málið verði látið niður falla. Að mótmæla er stjórnarskrárvarinn réttur okkar! Við undirrituð, stöndum með frelsi til að mótmæla. Velferð dýra og vernd náttúru stendur og fellur með þeim sem láta sig þau mál varða. Þess vegna er réttur almennings til að mótmæla með friðsamlegum hætti tryggður í stjórnarskrá. Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina - vernd hafsinsRósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð á ÍslandiAldís Amah Hamilton, formaður Samtaka grænkera á ÍslandiÞorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar - umhverfisverndarsamtaka ÍslandsÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar