Inga endurvekur 25 metra regluna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2025 14:12 Inga Sæland hefur gert breytingu á byggingarreglugerð. Vísir/Anton Brink Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur gert breytingar á byggingarreglugerð sem fela í sér að bílastæði fyrir hreyfihamlaða megi ekki vera meira en 25 metrum frá aðalinngangi bygginga. Ákvæði þess efnis var fellt út árið 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með breytingunni sé kveðið á um að bílastæðin skuli standa sem næst aðalinngangi, og ekki fjær þeim en 25 metrum. „Áður leyfði reglugerðin framkvæmdaaðilum að staðsetja bílastæði fyrir hreyfihamlaða yst á bílastæðum og sem lengst frá inngangi. En ekki lengur,“ er haft eftir Ingu. Fært til samræmis við önnur Norðurlönd Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í og breyta reglugerðinni. Reglan um 25 metra gildi alls staðar á Norðurlöndum. Hið sama eigi að gilda um Ísland. „Gleymum því aldrei að samfélagið okkar er fyrir okkur öll. Til að svo megi verða þurfum við að tryggja aðgengi fyrir alla.“ Í tilkynningunni segir að ákvæði um 25 metra hámarksfjarlægð bílastæða fyrir hreyfihamlaða frá aðalinngangi hafi verið fellt brott úr reglugerðinni árið 2016. Nú hafi það verið sett inn á nýjan leik. Bílastæði bitbein í Kópavogi Á mánudag var sagt frá því að Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi Vina Kópavogs í Kópavogi, teldi vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Fyrirhugað sé að bílastæði verði langt frá húsunum, og að hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómetra fram og til baka í bílastæði. Bæjarstjórn samþykkti í vikunni að byggingaráform séu í samræmi við deiliskipulag og eru næstu skref að fá niðurrifs- og byggingarleyfi. Að því loknu er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist. Bæjarstjóri sagði í tilkynningu í vikunni að stefnt væri að því að halda íbúafund og halda íbúum upplýstum. Hún fagnaði framkvæmdinni og að á reitnum væri hægt að byggja upp „nýtt hjarta“ fyrir miðborg bæjarins. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Bílastæði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með breytingunni sé kveðið á um að bílastæðin skuli standa sem næst aðalinngangi, og ekki fjær þeim en 25 metrum. „Áður leyfði reglugerðin framkvæmdaaðilum að staðsetja bílastæði fyrir hreyfihamlaða yst á bílastæðum og sem lengst frá inngangi. En ekki lengur,“ er haft eftir Ingu. Fært til samræmis við önnur Norðurlönd Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í og breyta reglugerðinni. Reglan um 25 metra gildi alls staðar á Norðurlöndum. Hið sama eigi að gilda um Ísland. „Gleymum því aldrei að samfélagið okkar er fyrir okkur öll. Til að svo megi verða þurfum við að tryggja aðgengi fyrir alla.“ Í tilkynningunni segir að ákvæði um 25 metra hámarksfjarlægð bílastæða fyrir hreyfihamlaða frá aðalinngangi hafi verið fellt brott úr reglugerðinni árið 2016. Nú hafi það verið sett inn á nýjan leik. Bílastæði bitbein í Kópavogi Á mánudag var sagt frá því að Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi Vina Kópavogs í Kópavogi, teldi vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Fyrirhugað sé að bílastæði verði langt frá húsunum, og að hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómetra fram og til baka í bílastæði. Bæjarstjórn samþykkti í vikunni að byggingaráform séu í samræmi við deiliskipulag og eru næstu skref að fá niðurrifs- og byggingarleyfi. Að því loknu er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist. Bæjarstjóri sagði í tilkynningu í vikunni að stefnt væri að því að halda íbúafund og halda íbúum upplýstum. Hún fagnaði framkvæmdinni og að á reitnum væri hægt að byggja upp „nýtt hjarta“ fyrir miðborg bæjarins.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Bílastæði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira