Varð undir bílhræi ofan í járntætara og fær 150 milljónir Árni Sæberg skrifar 3. júní 2025 11:50 Samstarfsmaður mannsins henti bílhræi ofan í járntætara, á meðan maðurinn var við vinnu ofan í tætaranum. Myndin er úr safni. Getty/tfoxtoto Litáískur karlmaður á þrítugsaldri bar sigur úr býtum í rimmu við Sjóvá vegna uppgjörs bóta fyrir dómi. Hann fær tæplega 150 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna alvarlegs vinnuslyss sem hann varð fyrir við störf í málmendurvinnslu. Hann glímir við hundrað prósenta varanlega örorku eftir slysið. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í málinu þann 21. maí síðastliðinn og birti í dag. Í dóminum segir að maðurinn hafi aðallega krafist þess að Sjóvá greiddi honum 147 milljónir króna auk vaxta og dráttarvaxta. Menntaður mannauðsstjóri en fékk ekki vinnu við hæfi Í dóminum er málsatvikum lýst svo að maðurinn hefði útskrifast úr menntaskóla, með áherslu á viðskiptastjórnun, og mannauðsstjórnun í háskóla í heimalandinu. Skömmu eftir að hann útskrifaðist hafi hann leitað sér að vinnu sem hæfði þeirri menntun sem hann hafði aflað sér. Hann hafi verið tekinn í atvinnuviðtöl en ekki orðið fyrir valinu. Á meðan hann leitaði sér vinnu við hæfi hafi hann unnið í vöruhúsi. Vorið 2019 hafi hann komið hingað til lands og fengið, í gegnum starfsmannaleigu, starf við sorpendurvinnslu. Þar hafi hann starfað í tvær vikur en eftir það aflað sér sjálfur vinnu hjá ónefndri málmendurvinnslu, þar sem allmargir samlandar hans hefðu starfað í mörg ár. Varð undir bílhræi ofan í járntætara Þar hefði hann starfað í fjóra mánuði þegar hann þurfti að fara niður í stóran járntætara þar sem renna liggur niður að valsi sem tætir málma í sundur. Hann hafi verið neðst í rennunni þar sem valsinn þjappar málmstykkjum saman áður en tætarinn tekur við að herða bolta á hlífðarplötum valsins, sem hafi ekki verið í gangi. „Á meðan stefnandi var að herða boltana henti stjórnandi krana við hlið tætarans bílhræi í rennuna sem rann á stefnanda þannig að hann klemmdist undir hræinu. Hann hlaut afar alvarlegan mænuskaða (C5–C6). Hann er í hjólastól og þarf aðstoð með nær allar daglegar athafnir og fær þrálátar sýkingar í þvagfæri, blöðru og nýru.“ Fékk upphaflega innan við fimmtíu milljónir Bæklunarlæknir og lögmaður hafi metið afleiðingar slyssins fyrir manninn. Niðurstöður þeirra hafi verið að maðurinn væri með 90 stiga varanlegan miska og 100 prósenta varanlega örorku. Á grundvelli þessa mats hafi maðurinn gert kröfu í frjálsa ábyrgðartryggingu málmendurvinnslunnar hjá Sjóvá og krafist bóta miðað við annað árslaunaviðmið en því sem fékkst hefði verið miðað við tekjur hans síðastliðin þrjú ár fyrir slys, líkt og venjan er. Sú kröfugerð hafi byggt á heimild skaðabótalaga til að miða árstekjur við sérstakar aðstæður. Rúmu ári eftir slysið hafi Sjóvá greitt manninum tæplega 48 milljónir króna úr ábyrgðartryggingunni. Sú upphæð hafi miðað við lágmarksárslaun skaðabótalaga. Fær bætur miðað við starf sem hann vann í fjóra mánuði Í dóminum segir að niðurstaða dómsins hafi verið að aðstæður sem varða atvinnu og atvinnuþátttöku mannsins séu óvenjulegar í skilningi skaðabótalaga. Að mati dómsins liggi ekki annað fyrir en að þau laun sem hann hafði hjá málmendurvinnslunni þá fjóra mánuði sem hann vann þar gefi réttasta mynd af þeim launum sem hann hefði haft til frambúðar, hefði hann ekki slasast. Í málsástæðum sínum byggði maðurinn á því að reiknuð árslaun hans hjá málmendurvinnslunni hefðu alls numið tæplega ellefu milljónum króna. Lágmarkslaun sem Sjóvá byggði á hafi aftur á móti aðeins numið 3,5 milljónum. Þá segir að fallast megi á kröfu mannsins um annan kostnað, meðal annars lyfjakostnað, að álitum. Sjóvá greiði manninum því 146,7 milljónir króna, með vöxtum frá slysdegi og dráttarvöxtum frá september 2021. Þá greiði Sjóvá allan gjafsóknarkostnað mannsins, 2,5 milljónir króna, í ríkissjóð. Tryggingar Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í málinu þann 21. maí síðastliðinn og birti í dag. Í dóminum segir að maðurinn hafi aðallega krafist þess að Sjóvá greiddi honum 147 milljónir króna auk vaxta og dráttarvaxta. Menntaður mannauðsstjóri en fékk ekki vinnu við hæfi Í dóminum er málsatvikum lýst svo að maðurinn hefði útskrifast úr menntaskóla, með áherslu á viðskiptastjórnun, og mannauðsstjórnun í háskóla í heimalandinu. Skömmu eftir að hann útskrifaðist hafi hann leitað sér að vinnu sem hæfði þeirri menntun sem hann hafði aflað sér. Hann hafi verið tekinn í atvinnuviðtöl en ekki orðið fyrir valinu. Á meðan hann leitaði sér vinnu við hæfi hafi hann unnið í vöruhúsi. Vorið 2019 hafi hann komið hingað til lands og fengið, í gegnum starfsmannaleigu, starf við sorpendurvinnslu. Þar hafi hann starfað í tvær vikur en eftir það aflað sér sjálfur vinnu hjá ónefndri málmendurvinnslu, þar sem allmargir samlandar hans hefðu starfað í mörg ár. Varð undir bílhræi ofan í járntætara Þar hefði hann starfað í fjóra mánuði þegar hann þurfti að fara niður í stóran járntætara þar sem renna liggur niður að valsi sem tætir málma í sundur. Hann hafi verið neðst í rennunni þar sem valsinn þjappar málmstykkjum saman áður en tætarinn tekur við að herða bolta á hlífðarplötum valsins, sem hafi ekki verið í gangi. „Á meðan stefnandi var að herða boltana henti stjórnandi krana við hlið tætarans bílhræi í rennuna sem rann á stefnanda þannig að hann klemmdist undir hræinu. Hann hlaut afar alvarlegan mænuskaða (C5–C6). Hann er í hjólastól og þarf aðstoð með nær allar daglegar athafnir og fær þrálátar sýkingar í þvagfæri, blöðru og nýru.“ Fékk upphaflega innan við fimmtíu milljónir Bæklunarlæknir og lögmaður hafi metið afleiðingar slyssins fyrir manninn. Niðurstöður þeirra hafi verið að maðurinn væri með 90 stiga varanlegan miska og 100 prósenta varanlega örorku. Á grundvelli þessa mats hafi maðurinn gert kröfu í frjálsa ábyrgðartryggingu málmendurvinnslunnar hjá Sjóvá og krafist bóta miðað við annað árslaunaviðmið en því sem fékkst hefði verið miðað við tekjur hans síðastliðin þrjú ár fyrir slys, líkt og venjan er. Sú kröfugerð hafi byggt á heimild skaðabótalaga til að miða árstekjur við sérstakar aðstæður. Rúmu ári eftir slysið hafi Sjóvá greitt manninum tæplega 48 milljónir króna úr ábyrgðartryggingunni. Sú upphæð hafi miðað við lágmarksárslaun skaðabótalaga. Fær bætur miðað við starf sem hann vann í fjóra mánuði Í dóminum segir að niðurstaða dómsins hafi verið að aðstæður sem varða atvinnu og atvinnuþátttöku mannsins séu óvenjulegar í skilningi skaðabótalaga. Að mati dómsins liggi ekki annað fyrir en að þau laun sem hann hafði hjá málmendurvinnslunni þá fjóra mánuði sem hann vann þar gefi réttasta mynd af þeim launum sem hann hefði haft til frambúðar, hefði hann ekki slasast. Í málsástæðum sínum byggði maðurinn á því að reiknuð árslaun hans hjá málmendurvinnslunni hefðu alls numið tæplega ellefu milljónum króna. Lágmarkslaun sem Sjóvá byggði á hafi aftur á móti aðeins numið 3,5 milljónum. Þá segir að fallast megi á kröfu mannsins um annan kostnað, meðal annars lyfjakostnað, að álitum. Sjóvá greiði manninum því 146,7 milljónir króna, með vöxtum frá slysdegi og dráttarvöxtum frá september 2021. Þá greiði Sjóvá allan gjafsóknarkostnað mannsins, 2,5 milljónir króna, í ríkissjóð.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira