Vorhret í Vaglaskógi: Gasgrillið í fullum gangi svo að fortjaldið sligist ekki undan snjónum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 09:21 Það minnir lítið á vorið í Vaglaskógi í dag. Hvað þá sumarið. Aðsend Það er fátt sem minnir á vorið í Vaglaskógi um þessar mundir en töluverð snjóþyngsli eru á svæðinu. Fréttastofa náði af tali af konu sem er í útilegu með eiginmanni sínum. Hún segir bæði gasgrill og -hitara á fullum krafti til að bjarga fortjaldinu undan þungum snjónum. Helga María Stefánsdóttir brá sér ásamt eiginmanni sínum í útilegu í Vaglaskógi. Merkilegt nokk segist hún hafa farið í útilegu á nákvæmlega sama tíma á síðasta ári og þá snjóaði líka. Það er alveg sérstaklega merkilegt í ljósi þess að hitastigið fór varla niður fyrir tuttugu stigin í rúma viku fyrir skemmstu. „Aðstæðurnar hérna eru bara að það snjóar. Ég held að það sé nú aðeins að byrja að hlýna. Það er komið í eina gráðu í plús. En snjórinn sjálfur er bara svo hryllilega þungur af því að hann er svo blautur,“ segir Helga María. Hún segir þau hjónin ekki hafa verið búin undir snjóinn en að það þýði ekkert að gefast upp núna. Fortjöldin eru komin upp og því þarf að gæta þeirra svo þau sligist ekki undan þunga snjósins. „Við verðum að vera hérna á meðan snjórinn er upp á að fortjöldin fari ekki út af því. Við erum að keyra allt hérna inni í fortjöldunum, bæði á gasgrillinu og gashitara,“ segir Helga sem deildi upplifun sinni úr Vaglaskógi með hlustendum Bítisins á Bylgjunni. Á Norðurlandi eystra er appelsínugul viðvörun í gildi til klukkan eitt í dag. Á vef veðurstofunnar segir að hann blási að norðan 13-20 m/s og að snjókoma sé eða slydda með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamar aðstæður séu fyrir ökutæki vanbúin til vetraraksturs og ekki ráðlegt að leggja í ferðalög til fjalla. Ert þú í útilegu sjálfur eða staddur einhvers staðar þar sem veðrið er með svipuðu móti? Sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Þingeyjarsveit Veður Bítið Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Helga María Stefánsdóttir brá sér ásamt eiginmanni sínum í útilegu í Vaglaskógi. Merkilegt nokk segist hún hafa farið í útilegu á nákvæmlega sama tíma á síðasta ári og þá snjóaði líka. Það er alveg sérstaklega merkilegt í ljósi þess að hitastigið fór varla niður fyrir tuttugu stigin í rúma viku fyrir skemmstu. „Aðstæðurnar hérna eru bara að það snjóar. Ég held að það sé nú aðeins að byrja að hlýna. Það er komið í eina gráðu í plús. En snjórinn sjálfur er bara svo hryllilega þungur af því að hann er svo blautur,“ segir Helga María. Hún segir þau hjónin ekki hafa verið búin undir snjóinn en að það þýði ekkert að gefast upp núna. Fortjöldin eru komin upp og því þarf að gæta þeirra svo þau sligist ekki undan þunga snjósins. „Við verðum að vera hérna á meðan snjórinn er upp á að fortjöldin fari ekki út af því. Við erum að keyra allt hérna inni í fortjöldunum, bæði á gasgrillinu og gashitara,“ segir Helga sem deildi upplifun sinni úr Vaglaskógi með hlustendum Bítisins á Bylgjunni. Á Norðurlandi eystra er appelsínugul viðvörun í gildi til klukkan eitt í dag. Á vef veðurstofunnar segir að hann blási að norðan 13-20 m/s og að snjókoma sé eða slydda með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamar aðstæður séu fyrir ökutæki vanbúin til vetraraksturs og ekki ráðlegt að leggja í ferðalög til fjalla. Ert þú í útilegu sjálfur eða staddur einhvers staðar þar sem veðrið er með svipuðu móti? Sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is.
Ert þú í útilegu sjálfur eða staddur einhvers staðar þar sem veðrið er með svipuðu móti? Sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is.
Þingeyjarsveit Veður Bítið Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira