Vorhret í Vaglaskógi: Gasgrillið í fullum gangi svo að fortjaldið sligist ekki undan snjónum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 09:21 Það minnir lítið á vorið í Vaglaskógi í dag. Hvað þá sumarið. Aðsend Það er fátt sem minnir á vorið í Vaglaskógi um þessar mundir en töluverð snjóþyngsli eru á svæðinu. Fréttastofa náði af tali af konu sem er í útilegu með eiginmanni sínum. Hún segir bæði gasgrill og -hitara á fullum krafti til að bjarga fortjaldinu undan þungum snjónum. Helga María Stefánsdóttir brá sér ásamt eiginmanni sínum í útilegu í Vaglaskógi. Merkilegt nokk segist hún hafa farið í útilegu á nákvæmlega sama tíma á síðasta ári og þá snjóaði líka. Það er alveg sérstaklega merkilegt í ljósi þess að hitastigið fór varla niður fyrir tuttugu stigin í rúma viku fyrir skemmstu. „Aðstæðurnar hérna eru bara að það snjóar. Ég held að það sé nú aðeins að byrja að hlýna. Það er komið í eina gráðu í plús. En snjórinn sjálfur er bara svo hryllilega þungur af því að hann er svo blautur,“ segir Helga María. Hún segir þau hjónin ekki hafa verið búin undir snjóinn en að það þýði ekkert að gefast upp núna. Fortjöldin eru komin upp og því þarf að gæta þeirra svo þau sligist ekki undan þunga snjósins. „Við verðum að vera hérna á meðan snjórinn er upp á að fortjöldin fari ekki út af því. Við erum að keyra allt hérna inni í fortjöldunum, bæði á gasgrillinu og gashitara,“ segir Helga sem deildi upplifun sinni úr Vaglaskógi með hlustendum Bítisins á Bylgjunni. Á Norðurlandi eystra er appelsínugul viðvörun í gildi til klukkan eitt í dag. Á vef veðurstofunnar segir að hann blási að norðan 13-20 m/s og að snjókoma sé eða slydda með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamar aðstæður séu fyrir ökutæki vanbúin til vetraraksturs og ekki ráðlegt að leggja í ferðalög til fjalla. Ert þú í útilegu sjálfur eða staddur einhvers staðar þar sem veðrið er með svipuðu móti? Sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Þingeyjarsveit Veður Bítið Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Helga María Stefánsdóttir brá sér ásamt eiginmanni sínum í útilegu í Vaglaskógi. Merkilegt nokk segist hún hafa farið í útilegu á nákvæmlega sama tíma á síðasta ári og þá snjóaði líka. Það er alveg sérstaklega merkilegt í ljósi þess að hitastigið fór varla niður fyrir tuttugu stigin í rúma viku fyrir skemmstu. „Aðstæðurnar hérna eru bara að það snjóar. Ég held að það sé nú aðeins að byrja að hlýna. Það er komið í eina gráðu í plús. En snjórinn sjálfur er bara svo hryllilega þungur af því að hann er svo blautur,“ segir Helga María. Hún segir þau hjónin ekki hafa verið búin undir snjóinn en að það þýði ekkert að gefast upp núna. Fortjöldin eru komin upp og því þarf að gæta þeirra svo þau sligist ekki undan þunga snjósins. „Við verðum að vera hérna á meðan snjórinn er upp á að fortjöldin fari ekki út af því. Við erum að keyra allt hérna inni í fortjöldunum, bæði á gasgrillinu og gashitara,“ segir Helga sem deildi upplifun sinni úr Vaglaskógi með hlustendum Bítisins á Bylgjunni. Á Norðurlandi eystra er appelsínugul viðvörun í gildi til klukkan eitt í dag. Á vef veðurstofunnar segir að hann blási að norðan 13-20 m/s og að snjókoma sé eða slydda með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamar aðstæður séu fyrir ökutæki vanbúin til vetraraksturs og ekki ráðlegt að leggja í ferðalög til fjalla. Ert þú í útilegu sjálfur eða staddur einhvers staðar þar sem veðrið er með svipuðu móti? Sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is.
Ert þú í útilegu sjálfur eða staddur einhvers staðar þar sem veðrið er með svipuðu móti? Sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is.
Þingeyjarsveit Veður Bítið Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira