Æfðu þig í virkum og uppbyggilegum viðbrögðum Ingrid Kuhlman skrifar 4. júní 2025 08:02 Ein af grunnstoðum sterkra tengsla er að vera til staðar fyrir fólk. Annað ekki síður mikilvægt atriði er að gleðjast með fólki þegar því gengur vel. Þar kemur að gagni samtalstækni sem nefnist Active Constructive Responding (ACR) – eða virk og uppbyggileg svörun. ACR er gagnreynd aðferð sem getur stórbætt samskipti, hvort sem um er að ræða persónuleg eða fagleg sambönd. Sálfræðingurinn Shelly Gable sýndi fram á að viðbrögð okkar við gleðifréttum annarra hefur veruleg áhrif á traust, nánd og ánægju í samskiptum. Rannsóknir sýna að ACR er ein áhrifaríkasta leiðin til að bregðast við góðum fréttum annarra: hún sýnir að þú hlustar, ert til staðar og samgleðst þeim af heilum hug. Hvernig virkar ACR? Þegar einhver deilir gleðifréttum með þér skaltu gefa þér tíma til að sýna einlægan áhuga og forvitni, láta jákvæðnina smitast og taka þátt í augnablikinu. Veittu viðkomandi óskipta athygli, haltu augnsambandi og tjáðu með bæði orðum og líkamsmáli að þú sért virkilega til staðar. Spyrðu spurninga sem dýpka gleðina, til dæmis „Hvað ætlarðu að gera til að fagna þessu?“ Markmiðið er að styðja við og viðhalda gleði viðmælandans – ekki að draga úr henni, breyta umræðuefninu eða beina samtalinu að þér. Gríptu þetta dýrmæta augnablik til að styrkja tengsl og traust á milli ykkar. Hér er dæmi: Vinur: „Ég fékk loksins stöðuhækkunina!“ ACR viðbragð: „En ánægjulegt! Ég veit hvað þú hefur lagt hart að þér. Hvað sagði yfirmaðurinn? Hvenær byrjarðu í nýju stöðunni? Hvernig líður þér með þetta?“ Slík viðbrögð sýna samkennd og hjálpa hinum að njóta augnabliksins til fulls. ACR styrkir ekki aðeins upplifun viðmælandans heldur eykur einnig þína eigin nærveru og samkennd. Hinar þrjár gerðir svörunar eru (sjá mynd): 1. Óvirk-uppbyggileg viðbrögð (Passive-Constructive): Þótt orðin séu jákvæð, vantar nærveru, tengingu og þátttöku í augnablikinu. Slík viðbrögð drepa umræðuna áður en hún nær flugi. „Já, flott.“ (á meðan þú heldur áfram að skoða símann). 2. Virk-niðurbrjótandi (Active-Destructive): Viðbrögðin eru áhugasöm, en í neikvæðum eða gagnrýnum tón. Þau draga úr jákvæðri upplifun viðmælandans og varpa skugga á gleðina. „Verður þetta ekki of mikið stress fyrir þig? Þetta er heilmikil ábyrgð. Sagðist þú ekki vilja verja meiri tíma með kærastanum?” 3. Óvirk-niðurbrjótandi (Passive-Destructive): Viðbrögðin sýna hvorki áhuga né fagnað heldur beina athyglinni að sjálfum þér. Viðmælandinn getur fundið fyrir afskiptaleysi eða vanvirðingu. „Æ, frábært. En veistu hvað? Ég fékk inn í háskólanám í Bandaríkjunum.” Þegar við bregðumst við gleðifréttum með áhugaleysi, sjálfvirkni eða neikvæðum hætti, glötum við dýrmætu tækifæri til að styrkja tengslin við viðmælandann. Virk og uppbyggileg viðbrögð (ACR) sýna hvað skiptir máli í samskiptum: að vera til staðar, taka þátt og gleðjast af einlægni með öðrum. Að æfa sig í virkum og uppbyggilegum viðbrögðum Hér er einföld þriggja skrefa æfing sem hjálpar þér að tileinka þér þessa áhrifaríku samskiptatækni: Skref 1: Taktu eftir því þegar fólk í kringum þig deilir jákvæðum fréttum, stórum sem smáum. Dæmi: „Ég eldaði gómsætan kvöldmat í gær.” „Ég komst inn í námið sem ég sótti um!“ „Barnið mitt svaf alla nóttina í fyrsta sinn.“ „Við kláruðum verkefnið okkar fyrr en áætlað var.“ Skref 2: Svaraðu með með virkum og uppbyggilegum hætti. Til að sýna einlægan stuðning og þátttöku skaltu: hætta því sem þú ert að gera, t.d. leggja símann frá þér horfa á manneskjuna og hlusta af athygli sýna einlæga gleði með brosi, hljóði eða líkamsmáli spyrja opinna spurninga, t.d. „Hvernig var tilfinningin?” eða „Hvernig ætlarðu að fagna þessu?” deila gleðinni —fagna með viðkomandi Skref 3: Hugleiðing (valkvætt en áhrifaríkt) Eftir samtalið getur verið gagnlegt að íhuga og skrá: Hver deildi gleðifréttunum? Um hvað snerust þær? Hvernig brást þú við? Hvernig brást manneskjan við þínum viðbrögðum? Hvernig leið þér með þessi viðbrögð? Myndirðu gera eitthvað öðruvísi næst? Lokaorð Að vera til staðar fyrir aðra í gleðistundum styrkir tengsl, dýpkar traust og eykur nánd. Virk og uppbyggileg viðbrögð (ACR) eru ekki flókin en þau krefjast meðvitundar og æfingar. Með því að veita öðrum einlæga athygli, samkennd og þátttöku gefum við þeim það sem allir þurfa: að vera séðir og metnir. Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af grunnstoðum sterkra tengsla er að vera til staðar fyrir fólk. Annað ekki síður mikilvægt atriði er að gleðjast með fólki þegar því gengur vel. Þar kemur að gagni samtalstækni sem nefnist Active Constructive Responding (ACR) – eða virk og uppbyggileg svörun. ACR er gagnreynd aðferð sem getur stórbætt samskipti, hvort sem um er að ræða persónuleg eða fagleg sambönd. Sálfræðingurinn Shelly Gable sýndi fram á að viðbrögð okkar við gleðifréttum annarra hefur veruleg áhrif á traust, nánd og ánægju í samskiptum. Rannsóknir sýna að ACR er ein áhrifaríkasta leiðin til að bregðast við góðum fréttum annarra: hún sýnir að þú hlustar, ert til staðar og samgleðst þeim af heilum hug. Hvernig virkar ACR? Þegar einhver deilir gleðifréttum með þér skaltu gefa þér tíma til að sýna einlægan áhuga og forvitni, láta jákvæðnina smitast og taka þátt í augnablikinu. Veittu viðkomandi óskipta athygli, haltu augnsambandi og tjáðu með bæði orðum og líkamsmáli að þú sért virkilega til staðar. Spyrðu spurninga sem dýpka gleðina, til dæmis „Hvað ætlarðu að gera til að fagna þessu?“ Markmiðið er að styðja við og viðhalda gleði viðmælandans – ekki að draga úr henni, breyta umræðuefninu eða beina samtalinu að þér. Gríptu þetta dýrmæta augnablik til að styrkja tengsl og traust á milli ykkar. Hér er dæmi: Vinur: „Ég fékk loksins stöðuhækkunina!“ ACR viðbragð: „En ánægjulegt! Ég veit hvað þú hefur lagt hart að þér. Hvað sagði yfirmaðurinn? Hvenær byrjarðu í nýju stöðunni? Hvernig líður þér með þetta?“ Slík viðbrögð sýna samkennd og hjálpa hinum að njóta augnabliksins til fulls. ACR styrkir ekki aðeins upplifun viðmælandans heldur eykur einnig þína eigin nærveru og samkennd. Hinar þrjár gerðir svörunar eru (sjá mynd): 1. Óvirk-uppbyggileg viðbrögð (Passive-Constructive): Þótt orðin séu jákvæð, vantar nærveru, tengingu og þátttöku í augnablikinu. Slík viðbrögð drepa umræðuna áður en hún nær flugi. „Já, flott.“ (á meðan þú heldur áfram að skoða símann). 2. Virk-niðurbrjótandi (Active-Destructive): Viðbrögðin eru áhugasöm, en í neikvæðum eða gagnrýnum tón. Þau draga úr jákvæðri upplifun viðmælandans og varpa skugga á gleðina. „Verður þetta ekki of mikið stress fyrir þig? Þetta er heilmikil ábyrgð. Sagðist þú ekki vilja verja meiri tíma með kærastanum?” 3. Óvirk-niðurbrjótandi (Passive-Destructive): Viðbrögðin sýna hvorki áhuga né fagnað heldur beina athyglinni að sjálfum þér. Viðmælandinn getur fundið fyrir afskiptaleysi eða vanvirðingu. „Æ, frábært. En veistu hvað? Ég fékk inn í háskólanám í Bandaríkjunum.” Þegar við bregðumst við gleðifréttum með áhugaleysi, sjálfvirkni eða neikvæðum hætti, glötum við dýrmætu tækifæri til að styrkja tengslin við viðmælandann. Virk og uppbyggileg viðbrögð (ACR) sýna hvað skiptir máli í samskiptum: að vera til staðar, taka þátt og gleðjast af einlægni með öðrum. Að æfa sig í virkum og uppbyggilegum viðbrögðum Hér er einföld þriggja skrefa æfing sem hjálpar þér að tileinka þér þessa áhrifaríku samskiptatækni: Skref 1: Taktu eftir því þegar fólk í kringum þig deilir jákvæðum fréttum, stórum sem smáum. Dæmi: „Ég eldaði gómsætan kvöldmat í gær.” „Ég komst inn í námið sem ég sótti um!“ „Barnið mitt svaf alla nóttina í fyrsta sinn.“ „Við kláruðum verkefnið okkar fyrr en áætlað var.“ Skref 2: Svaraðu með með virkum og uppbyggilegum hætti. Til að sýna einlægan stuðning og þátttöku skaltu: hætta því sem þú ert að gera, t.d. leggja símann frá þér horfa á manneskjuna og hlusta af athygli sýna einlæga gleði með brosi, hljóði eða líkamsmáli spyrja opinna spurninga, t.d. „Hvernig var tilfinningin?” eða „Hvernig ætlarðu að fagna þessu?” deila gleðinni —fagna með viðkomandi Skref 3: Hugleiðing (valkvætt en áhrifaríkt) Eftir samtalið getur verið gagnlegt að íhuga og skrá: Hver deildi gleðifréttunum? Um hvað snerust þær? Hvernig brást þú við? Hvernig brást manneskjan við þínum viðbrögðum? Hvernig leið þér með þessi viðbrögð? Myndirðu gera eitthvað öðruvísi næst? Lokaorð Að vera til staðar fyrir aðra í gleðistundum styrkir tengsl, dýpkar traust og eykur nánd. Virk og uppbyggileg viðbrögð (ACR) eru ekki flókin en þau krefjast meðvitundar og æfingar. Með því að veita öðrum einlæga athygli, samkennd og þátttöku gefum við þeim það sem allir þurfa: að vera séðir og metnir. Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun