Lýsa miklum troðningi, átökum og gráti á FM95BLÖ Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 09:18 Skjáskot úr myndböndum sem gestir tónleikanna hafa deilt á samfélagsmiðla. Þar má sjá mikinn troðning og jafnvel átök á milli gesta. Facebook/TikTok Fjölmargir gesta tónleika FM 95BLÖ sem voru haldnir í gær kalla eftir því að fá endurgreitt. Þeir hafi ekki getað klárað tónleikana og sumir jafnvel lýsa því að hafa óttast um líf sitt á meðan aðrir lýsa troðningi, átökum og fólki að gera þarfir sínar á gólfið. Miklar umræður eru um tónleikana á samfélagsmiðlum og Reddit auk þess sem mikill fjöldi hefur deilt myndböndum af miklum troðningi á Facebook og Tiktok. Þrír voru fluttir á slysadeild á tónleikunum og tveir handteknir fyrir brot á vopnalögum. Þá var einnig tilkynnt um líkamsárás. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var dælubíll á staðnum vegna troðnings. Laugardalshöllin rúmar allt að ellefu þúsund manns í einu samkvæmt heimasíðu. @stinaasa Hélt ég væri að láta lífið um tíma en lifði þetta af 🥴🫨 #fm95blö #tónleikar #íslenskt ♬ original sound - Stína Gæsla takmörkuð og starfsfólk á bar í gæslu Starfsmenn í gæslu lýsa því í athugasemdum á Beautytips að það hafi verið takmörkuð gæsla, gestir ekki beðnir um skilríki og það hafi verið mikið álag á starfsfólk á barnum því starfsfólk sem átti að sinna gæslu hafi ekki sinnt starfi sínu. Annar segir allt við gæsluna hafa farið úrskeiðis og að starfsmenn í gæslu hafi ekki fengið kennslu og takmarkaðar leiðbeiningar. Erfitt hafi verið að ná á yfirmann gæslunnar og ekki eins margir í gæslu og höfðu verið skráðir. Flestar frásagnir af tónleikunum eru nafnlausar á samfélagsmiðlum en þar segir til dæmis: „Já þetta var hræðilegt lenti i þessum troðningi, náði klifra upp handfang á stiga til komast út, það komst enginn neitt svo sá ég um 10 manns liggjandi ofan á hvort öðru í litla stiganum, við fórum heim eftir þetta“. Pissuðu á gólfið Ein segist hafa beðið í fjörutíu mínútur eftir því að komast á salernið og er því svarað af tveimur sem lýstu því að hafa séð tvær ungar konur pissa á gólfið því þær hafi ekki náð að fara á klósettið. Annar lýsir því að vinur hans hafi orðið fyrir líkamsárás: „Vinur minn, mesta litla krútt í heimi var tekinn hálstaki og barinn af tvem/þrem gaurum inni í crowdinu af ástæðulausu, allur út í klórförum og með kúlu á andlitinu.“ Einn lýsir því að hafa ekki getað annað en stigið á fólk sem lá í stiganum á leið út. „Festist í miðjunni, togið mig í sitthvorar áttir, týndi öllum,svo þegar ég var komin að stigunum gat ég ekkert annað gert en að stíga á greyið fólkið sem datt niður, hágrátandi aldrei öskrað jafn mikið í lífinu mínu.“ @heimiringii hefði geta verið skipulagt betur tbh #fyrirþig #fyrirþigsíða #fyp ♬ suara asli - Template POV/CORE - CORE MEONG 😺 Hágrátandi blóðugt fólk Fjölmargir lýsa því að hafa farið grátandi af tónleikunum áður en þeir kláruðust. „Já bjóst ekki beint við því kasólétt að þurfa að rífa upp öryggishlið til að komast upp á efri hæðina.. bara vegna hræðslu um að kremjast undir fólki. Lögreglan því miður stóð bara og horfði á hópinn æsast meira og meira upp. Ég þakka bara fyrir að hafa komist í burtu og upp á aðra hæð. Að horfa á hágrátandi blóðugt fólk borið í burtu var svakalegt og ég var lengi að jafna mig.. enda fór ég um leið og færi gafst..“ Einn gesta lýsir því að hafa komið á tónleikana um klukkan 21 og fengið áfall. „Ég hef aldrei séð annað eins í gegnum ævina…Við komumst ekki inn að sviðinu þar sem mannþröng var föst i stiganum. Lögreglan stoð þarna öskrandi á alla að fara út. Fékk að heyra frá stelpu að allir þyrftu að fara út því það væri verið að traðka fólk niður og annað. Ég átti ekki til aukatekið orð. Ég hef farið víða á allskonar viðburði og tónleika, með mjög frægum einstaklingum, og ekki, aldrei nokkurn tímann séð annað eins.“ Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Brot á vopnalögum og líkamsárás á tónleikum Tveir voru handteknir vegna gruns um eða fyrir að hafa brotið vopnalög í gær á tónleikum. Ekki kemur fram hvaða tónleikar það eru í dagbók lögreglu en lögregla á stöð 1 sinnti útkallinu. Í gær fóru fram fjölmennir tóneikar í Laugardalshöll á vegum FM 95BLÖ. 1. júní 2025 07:23 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Miklar umræður eru um tónleikana á samfélagsmiðlum og Reddit auk þess sem mikill fjöldi hefur deilt myndböndum af miklum troðningi á Facebook og Tiktok. Þrír voru fluttir á slysadeild á tónleikunum og tveir handteknir fyrir brot á vopnalögum. Þá var einnig tilkynnt um líkamsárás. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var dælubíll á staðnum vegna troðnings. Laugardalshöllin rúmar allt að ellefu þúsund manns í einu samkvæmt heimasíðu. @stinaasa Hélt ég væri að láta lífið um tíma en lifði þetta af 🥴🫨 #fm95blö #tónleikar #íslenskt ♬ original sound - Stína Gæsla takmörkuð og starfsfólk á bar í gæslu Starfsmenn í gæslu lýsa því í athugasemdum á Beautytips að það hafi verið takmörkuð gæsla, gestir ekki beðnir um skilríki og það hafi verið mikið álag á starfsfólk á barnum því starfsfólk sem átti að sinna gæslu hafi ekki sinnt starfi sínu. Annar segir allt við gæsluna hafa farið úrskeiðis og að starfsmenn í gæslu hafi ekki fengið kennslu og takmarkaðar leiðbeiningar. Erfitt hafi verið að ná á yfirmann gæslunnar og ekki eins margir í gæslu og höfðu verið skráðir. Flestar frásagnir af tónleikunum eru nafnlausar á samfélagsmiðlum en þar segir til dæmis: „Já þetta var hræðilegt lenti i þessum troðningi, náði klifra upp handfang á stiga til komast út, það komst enginn neitt svo sá ég um 10 manns liggjandi ofan á hvort öðru í litla stiganum, við fórum heim eftir þetta“. Pissuðu á gólfið Ein segist hafa beðið í fjörutíu mínútur eftir því að komast á salernið og er því svarað af tveimur sem lýstu því að hafa séð tvær ungar konur pissa á gólfið því þær hafi ekki náð að fara á klósettið. Annar lýsir því að vinur hans hafi orðið fyrir líkamsárás: „Vinur minn, mesta litla krútt í heimi var tekinn hálstaki og barinn af tvem/þrem gaurum inni í crowdinu af ástæðulausu, allur út í klórförum og með kúlu á andlitinu.“ Einn lýsir því að hafa ekki getað annað en stigið á fólk sem lá í stiganum á leið út. „Festist í miðjunni, togið mig í sitthvorar áttir, týndi öllum,svo þegar ég var komin að stigunum gat ég ekkert annað gert en að stíga á greyið fólkið sem datt niður, hágrátandi aldrei öskrað jafn mikið í lífinu mínu.“ @heimiringii hefði geta verið skipulagt betur tbh #fyrirþig #fyrirþigsíða #fyp ♬ suara asli - Template POV/CORE - CORE MEONG 😺 Hágrátandi blóðugt fólk Fjölmargir lýsa því að hafa farið grátandi af tónleikunum áður en þeir kláruðust. „Já bjóst ekki beint við því kasólétt að þurfa að rífa upp öryggishlið til að komast upp á efri hæðina.. bara vegna hræðslu um að kremjast undir fólki. Lögreglan því miður stóð bara og horfði á hópinn æsast meira og meira upp. Ég þakka bara fyrir að hafa komist í burtu og upp á aðra hæð. Að horfa á hágrátandi blóðugt fólk borið í burtu var svakalegt og ég var lengi að jafna mig.. enda fór ég um leið og færi gafst..“ Einn gesta lýsir því að hafa komið á tónleikana um klukkan 21 og fengið áfall. „Ég hef aldrei séð annað eins í gegnum ævina…Við komumst ekki inn að sviðinu þar sem mannþröng var föst i stiganum. Lögreglan stoð þarna öskrandi á alla að fara út. Fékk að heyra frá stelpu að allir þyrftu að fara út því það væri verið að traðka fólk niður og annað. Ég átti ekki til aukatekið orð. Ég hef farið víða á allskonar viðburði og tónleika, með mjög frægum einstaklingum, og ekki, aldrei nokkurn tímann séð annað eins.“
Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Brot á vopnalögum og líkamsárás á tónleikum Tveir voru handteknir vegna gruns um eða fyrir að hafa brotið vopnalög í gær á tónleikum. Ekki kemur fram hvaða tónleikar það eru í dagbók lögreglu en lögregla á stöð 1 sinnti útkallinu. Í gær fóru fram fjölmennir tóneikar í Laugardalshöll á vegum FM 95BLÖ. 1. júní 2025 07:23 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Brot á vopnalögum og líkamsárás á tónleikum Tveir voru handteknir vegna gruns um eða fyrir að hafa brotið vopnalög í gær á tónleikum. Ekki kemur fram hvaða tónleikar það eru í dagbók lögreglu en lögregla á stöð 1 sinnti útkallinu. Í gær fóru fram fjölmennir tóneikar í Laugardalshöll á vegum FM 95BLÖ. 1. júní 2025 07:23