Ójafnvægið sem heimurinn býr við – og skellur á Bakka Erna Bjarnadóttir skrifar 30. maí 2025 21:30 Undirliggjandi ójafnvægi í alþjóðaviðskiptum hefur á síðustu áratugum orðið kerfisbundið. Afleiðingarnar eru ekki lengur aðeins efnahagslegar – þær hafa sífellt skýrari pólitísk áhrif. Þessi þróun birtist í viðvarandi hallarekstri stórvelda, viðskiptadeilum og spennu í aðfangakeðjum. Í grein sem birtist í Klassekampen 21. maí 2025 dregur norski hagfræðingurinn Anton Smedshaug fram þessar brotalamir – og varpar fram spurningunni hvort alþjóðaviðskiptakerfið byggi raunverulega á stoðum eða einungis trausti sem er farið að rofna. Viðvarandi viðskiptahalli og forréttindastaða Bandaríkjanna Bandaríska hagkerfið hefur um áratugaskeið verið rekið með viðvarandi viðskiptahalla. Slíkt hefði verið ómögulegt í flestum öðrum ríkjum, en Bandaríkin njóta sérstöðu vegna stöðu Bandaríkjadals sem er gjaldmiðill alþjóðaviðskipta. Þessi staða gerir þeim kleift að fjármagna hallann með prentun eigin gjaldmiðils – án þess að mæta þeim afleiðingum sem önnur ríki þurfa að standa undir. Afleiðingarnar eru þó geigvænlegar þegar á hóminn er komið: ósjálfbært neyslumynstur hefur byggst upp, innlend framleiðsla dregst saman og alþjóðlegt ójafnvægi í viðskiptum magnast upp með víðtækum áhrifum. Viðskiptaafgangur og undirliggjandi spenna Smedshaug bendir jafnframt á að ábyrgðin liggi ekki aðeins hjá ríkjum með viðskiptahalla. Ríki eins og Kína, Þýskaland og Japan, sem halda uppi viðvarandi viðskiptaafgangi og byggja sinn efnahagsvöxt á stöðugri eftirspurn frá öðrum löndum sem sjálf eru rekin með viðskiptahalla – og gera þannig ójafnvægið varanlegt. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært – það hvílir á varanlegu ójafnvægi sem stuðlar að viðskiptadeilum, gengisóstöðugleika og pólitískri spennu. Valdahlutföll og efnislegur grunnur – sem hverfur Vesturlönd hafa í dag mjög takmarkað aðgengi að málmum og öðrum hráefnum sem áður mynduðu grunn efnahagslegs og hernaðarlegs styrks. Í stað þess að byggja á efnislegum auðlindum, byggist völd nú í vaxandi mæli á fjármálakerfum sem halda sér uppi með skuldasöfnun og trausti á gjaldmiðlum sem ekki hafa beina tengingu við raunveruleg verðmæti. Þar sem alþjóðaviðskiptakerfið hvílir á trausti fremur en efnislegum stoðum, verður það viðkvæmt fyrir óróa ef trúin brestur – og það getur leitt til víðtækrar óvissu og óstöðugleika í samskiptum ríkja. Undir slíkum kringumstæðum grípa stórveldi gjarnan til skammtímaráðstafana í stað kerfisbreytinga. Hér er nærtækasta dæmið einmitt að finna í skammtalækningum Bandaríkjaforseta nú um stundir – þar sem tollar, þrýstingur á bandalagsríki og úrsagnir úr alþjóðasamstarfi eru notaðar í stað þess að ráðast að rótum vandans. Græn umbreyting – með hráefnaskorti að baki Orkuskipti og græn umbreyting – hvort sem þau snúast um rafbíla, sólarrafhlöður eða vindmyllur – krefjast aðgangs að hráefnum eins og lithium, kobolti, sjaldgæfum jarðmálmum og hágæða málmblöndum. Slíkar auðlindir eru að mestu leyti staðsettar utan Vesturlanda, og eru undir stjórn ríkja sem beita þeim í auknum mæli sem pólitískum áhrifatækjum. Þetta veldur því að jafnvel lönd með hreina orku og aðstöðu til framleiðslu – eins og Ísland – verða háð dýrum og ótryggum aðföngum erlendis frá. Og þá komum við að Bakka Stöðvun rekstrar PC Silicon á Bakka við Húsavík er áþreifanlegt dæmi um það hvernig óstöðugleiki í alþjóðaviðskiptum smitast beint inn í íslenskan veruleika. Fyrirtækið framleiddi kísil, mikilvægt hráefni í framleiðslu á sérhæfðu áli fyrir rafbíla og orkukerfi sem byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum – m.a. fyrir rafhlöður og sólarsellur. Þrátt fyrir að Ísland bjóði upp á hagkvæma, endurnýjanlega orku og trausta innviði, reyndist erfitt að halda úti arðbærri starfsemi við breytilegar markaðsaðstæður og samkeppni á alþjóðavísu. Ísland, auðlindir og aðfangakeðjur Fyrir Ísland skiptir ekki aðeins máli hvernig við nýtum okkar auðlindir – heldur einnig hvernig við staðsetjum okkur í heimi þar sem aðgangur að hráefnum, tækni og viðskiptatengslum mótast af valdatafli á alþjóðavísu. Þeir sem ætla sér að leiða orkuskipti og græna uppbyggingu þurfa ekki bara orku – heldur einnig að tryggja stöðu innan aðfangakeðja sem eru bæði óstöðugar og pólitískt viðkvæmar. Í slíku samhengi er ekki nóg að ræða tækifæri innan einstakra samninga eða markaða. Spurningin er sú: hvernig tryggjum við efnislegan grunn sjálfbærrar framtíðar? Höfundur er hagfræðingur og húsmóðir í Hveragerði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Undirliggjandi ójafnvægi í alþjóðaviðskiptum hefur á síðustu áratugum orðið kerfisbundið. Afleiðingarnar eru ekki lengur aðeins efnahagslegar – þær hafa sífellt skýrari pólitísk áhrif. Þessi þróun birtist í viðvarandi hallarekstri stórvelda, viðskiptadeilum og spennu í aðfangakeðjum. Í grein sem birtist í Klassekampen 21. maí 2025 dregur norski hagfræðingurinn Anton Smedshaug fram þessar brotalamir – og varpar fram spurningunni hvort alþjóðaviðskiptakerfið byggi raunverulega á stoðum eða einungis trausti sem er farið að rofna. Viðvarandi viðskiptahalli og forréttindastaða Bandaríkjanna Bandaríska hagkerfið hefur um áratugaskeið verið rekið með viðvarandi viðskiptahalla. Slíkt hefði verið ómögulegt í flestum öðrum ríkjum, en Bandaríkin njóta sérstöðu vegna stöðu Bandaríkjadals sem er gjaldmiðill alþjóðaviðskipta. Þessi staða gerir þeim kleift að fjármagna hallann með prentun eigin gjaldmiðils – án þess að mæta þeim afleiðingum sem önnur ríki þurfa að standa undir. Afleiðingarnar eru þó geigvænlegar þegar á hóminn er komið: ósjálfbært neyslumynstur hefur byggst upp, innlend framleiðsla dregst saman og alþjóðlegt ójafnvægi í viðskiptum magnast upp með víðtækum áhrifum. Viðskiptaafgangur og undirliggjandi spenna Smedshaug bendir jafnframt á að ábyrgðin liggi ekki aðeins hjá ríkjum með viðskiptahalla. Ríki eins og Kína, Þýskaland og Japan, sem halda uppi viðvarandi viðskiptaafgangi og byggja sinn efnahagsvöxt á stöðugri eftirspurn frá öðrum löndum sem sjálf eru rekin með viðskiptahalla – og gera þannig ójafnvægið varanlegt. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært – það hvílir á varanlegu ójafnvægi sem stuðlar að viðskiptadeilum, gengisóstöðugleika og pólitískri spennu. Valdahlutföll og efnislegur grunnur – sem hverfur Vesturlönd hafa í dag mjög takmarkað aðgengi að málmum og öðrum hráefnum sem áður mynduðu grunn efnahagslegs og hernaðarlegs styrks. Í stað þess að byggja á efnislegum auðlindum, byggist völd nú í vaxandi mæli á fjármálakerfum sem halda sér uppi með skuldasöfnun og trausti á gjaldmiðlum sem ekki hafa beina tengingu við raunveruleg verðmæti. Þar sem alþjóðaviðskiptakerfið hvílir á trausti fremur en efnislegum stoðum, verður það viðkvæmt fyrir óróa ef trúin brestur – og það getur leitt til víðtækrar óvissu og óstöðugleika í samskiptum ríkja. Undir slíkum kringumstæðum grípa stórveldi gjarnan til skammtímaráðstafana í stað kerfisbreytinga. Hér er nærtækasta dæmið einmitt að finna í skammtalækningum Bandaríkjaforseta nú um stundir – þar sem tollar, þrýstingur á bandalagsríki og úrsagnir úr alþjóðasamstarfi eru notaðar í stað þess að ráðast að rótum vandans. Græn umbreyting – með hráefnaskorti að baki Orkuskipti og græn umbreyting – hvort sem þau snúast um rafbíla, sólarrafhlöður eða vindmyllur – krefjast aðgangs að hráefnum eins og lithium, kobolti, sjaldgæfum jarðmálmum og hágæða málmblöndum. Slíkar auðlindir eru að mestu leyti staðsettar utan Vesturlanda, og eru undir stjórn ríkja sem beita þeim í auknum mæli sem pólitískum áhrifatækjum. Þetta veldur því að jafnvel lönd með hreina orku og aðstöðu til framleiðslu – eins og Ísland – verða háð dýrum og ótryggum aðföngum erlendis frá. Og þá komum við að Bakka Stöðvun rekstrar PC Silicon á Bakka við Húsavík er áþreifanlegt dæmi um það hvernig óstöðugleiki í alþjóðaviðskiptum smitast beint inn í íslenskan veruleika. Fyrirtækið framleiddi kísil, mikilvægt hráefni í framleiðslu á sérhæfðu áli fyrir rafbíla og orkukerfi sem byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum – m.a. fyrir rafhlöður og sólarsellur. Þrátt fyrir að Ísland bjóði upp á hagkvæma, endurnýjanlega orku og trausta innviði, reyndist erfitt að halda úti arðbærri starfsemi við breytilegar markaðsaðstæður og samkeppni á alþjóðavísu. Ísland, auðlindir og aðfangakeðjur Fyrir Ísland skiptir ekki aðeins máli hvernig við nýtum okkar auðlindir – heldur einnig hvernig við staðsetjum okkur í heimi þar sem aðgangur að hráefnum, tækni og viðskiptatengslum mótast af valdatafli á alþjóðavísu. Þeir sem ætla sér að leiða orkuskipti og græna uppbyggingu þurfa ekki bara orku – heldur einnig að tryggja stöðu innan aðfangakeðja sem eru bæði óstöðugar og pólitískt viðkvæmar. Í slíku samhengi er ekki nóg að ræða tækifæri innan einstakra samninga eða markaða. Spurningin er sú: hvernig tryggjum við efnislegan grunn sjálfbærrar framtíðar? Höfundur er hagfræðingur og húsmóðir í Hveragerði
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar