Sláandi tölur: Kyrkingartökum og eltihrellum fer fjölgandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2025 19:03 Jenný Kristín Valberg segir kyrkingartök og eltihrelli færast í aukana. Vísir/Ívar Fannar Sláandi fjölda leitaði til Bjarkarhlíðar á síðasta ári vegna alvarlegs ofbeldis sem leitt getur til andláts að sögn teymisstýru. Hún segist óttast að raunveruleg tala fórnarlamba sé mun hærri, búið sé að normalísera ofbeldið. 758 einstaklingar leituðu til Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis í fyrra samkvæmt nýrri árskýrslu en í fyrsta sinn var tekin saman tölfræði um einstaklinga sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í hæsta áhættuflokki er leitt getur til morðs. Alls voru það 36 einstaklingar í fyrra, allt konur og kynsegin. Jenný Kristín Valberg teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir þrennskonar ofbeldi setja fólk í þann flokk. „Í þeim málum sem hafa verið rannsakað, að þau mál sem hafa endað með því að gerandinn tekur líf þolanda síns að þá hafa þrír þættir alltaf verið til staðar, það eru ítrekuð kyrkingartök, kynferðisofbeldi og eltihrellahegðun,“ segir Jenný. „Þetta er sláandi vegna þess að talan ætti að vera 0 og auðvitað ættu ekki að vera 758 einstkalingar að leita til Bjarkahlíðar á síðasta ári vegna ofbeldis en það sem er sláandi við þetta er að við sjáum að kyrkingartök og eltihrellahegðun eru vaxandi áhættuflokkar sem fólk er að verða fyrir þegar það er að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum.“ Hún segir að búið sé að normalísera kyrkingartök í kynlífi. „Og margir telja að þetta sé hluti af einhverjum eðlilegum samskiptum í kynlífi en svo kemur líka það að sumir þolendur upplifa því miður það alvarlegt kynferðislegt ofbeldi að kyrkingartakið er ekki sú birtingarmynd sem situr helst eftir, eftir atvikin.“ Þau óttist að tala þeirra sem verði fyrir svo alvarlegu ofbeldi sem leitt geti til morðs séu í raun miklu hærri. Langir biðlistar séu eftir þjómustu hjá Bjarkarhlíð. „Við spyrjum þessara spurninga í fyrsta viðtali og það geta verið margar ástæður fyrir því að þolendur greina ekki frá þessu, kannski var þetta ekki erindið, það sem þau ætluðu að ræða þegar þau koma til okkar,“ segir Jenný. „Það er gríðarlega mikilvægt að grípa einstakling þegar hann er tilbúinn til þess því svo lokast hringurinn og við vitum ekkert hvenær hann opnast aftur.“ Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
758 einstaklingar leituðu til Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis í fyrra samkvæmt nýrri árskýrslu en í fyrsta sinn var tekin saman tölfræði um einstaklinga sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í hæsta áhættuflokki er leitt getur til morðs. Alls voru það 36 einstaklingar í fyrra, allt konur og kynsegin. Jenný Kristín Valberg teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir þrennskonar ofbeldi setja fólk í þann flokk. „Í þeim málum sem hafa verið rannsakað, að þau mál sem hafa endað með því að gerandinn tekur líf þolanda síns að þá hafa þrír þættir alltaf verið til staðar, það eru ítrekuð kyrkingartök, kynferðisofbeldi og eltihrellahegðun,“ segir Jenný. „Þetta er sláandi vegna þess að talan ætti að vera 0 og auðvitað ættu ekki að vera 758 einstkalingar að leita til Bjarkahlíðar á síðasta ári vegna ofbeldis en það sem er sláandi við þetta er að við sjáum að kyrkingartök og eltihrellahegðun eru vaxandi áhættuflokkar sem fólk er að verða fyrir þegar það er að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum.“ Hún segir að búið sé að normalísera kyrkingartök í kynlífi. „Og margir telja að þetta sé hluti af einhverjum eðlilegum samskiptum í kynlífi en svo kemur líka það að sumir þolendur upplifa því miður það alvarlegt kynferðislegt ofbeldi að kyrkingartakið er ekki sú birtingarmynd sem situr helst eftir, eftir atvikin.“ Þau óttist að tala þeirra sem verði fyrir svo alvarlegu ofbeldi sem leitt geti til morðs séu í raun miklu hærri. Langir biðlistar séu eftir þjómustu hjá Bjarkarhlíð. „Við spyrjum þessara spurninga í fyrsta viðtali og það geta verið margar ástæður fyrir því að þolendur greina ekki frá þessu, kannski var þetta ekki erindið, það sem þau ætluðu að ræða þegar þau koma til okkar,“ segir Jenný. „Það er gríðarlega mikilvægt að grípa einstakling þegar hann er tilbúinn til þess því svo lokast hringurinn og við vitum ekkert hvenær hann opnast aftur.“
Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent