Ísland með flest verðlaun í Andorra Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 16:31 Íslenski sundhópurinn á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Alls fékk hópurinn 40 verðlaun. Sundsamband Íslands Óhætt er að segja að íslenska sundlandsliðið hafi rakað til sín verðlaunum á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Hópurinn fékk fleiri verðlaun en nokkur önnur þjóð og alls níu verðlaunum meira en í Möltu fyrir tveimur árum. Ísland átti fjóra gullverðlaunahafa á lokadegi sundkeppninnar í dag og íslenski hópurinn hlaut alls 40 verðlaun í lauginni. Þar af voru 16 gull, 12 silfur og 12 brons. Birgitta Ingólfsdóttir tryggði Íslandi fyrsta gullið í dag í 50m bringusundi, á 32,46 sekúndum og synti alveg við sinn besta tíma. Hún hafði áður unnið gull í 100m bringusundi. Snorri Dagur Einarsson vann svo einnig gull í 50m bringusundi og bæði sigraði og setti mótsmet, á 27,93 sekúndum. Næstur á eftir honum með silfurverðlaun varð Einar Margeir Ágústsson á 28,38 sekúndum. Hólmar Grétarsson tryggði Íslandi svo þriðja gullið í dag þegar hann synti 400m fjórsund á 4:34,09 mínútum og var hann alveg við sinn besta tíma. Yfirburðir hjá HM-sveitinni í boðsundi Síðasta gullið í dag kom í boðsundi þegar blandaða boðsundssveitin sigraði með yfirburðum í 4x100m, á 3:54,91 mínútum. Sveitina skipuðu þau Guðmundur Leo Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Þetta er boðsundssveitin sem mun synda á Heimsmeistaramótinu í Singapúr seinna í sumar. Í 50m flugsundi kvenna syntu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól mjög vel og tryggði Snæfríður sér silfur og Jóhanna brons í greininni. Birnir Freyr Hálfdánarson var svo næstur í 50m flugsundi og tryggði hann sér silfurverðlaun. Ylfa Lind Kristmannsdóttir náði sér í silfur í 50m baksundi og bætti tíma sinn í greininni. Eva Margrét Falsdóttir synti 400m fjórsund og tryggði sér bronsverðlaunin. Sólveig Freyja Hákonardóttir varð í 5. sæti í 400m fjórsundi. Veigar Hrafn Sigþórsson synti einnig 400m fjórsund og varð í 10 sæti. Alls 25 gull farið til Íslendinga Þegar þetta er skrifað er Ísland efst á töflunni yfir samanlagðan fjölda gullverðlauna í öllum greinum á leikunum. Hér má sjá töfluna. Eftir sundkeppnina var Ísland með 25 gull, einu meira en Kýpur og sex meira en Lúxemborg sem kemur í 3. sæti. Kýpverjar hafa þó unnið flest verðlaun samtals, ef horft er til gulls, silfurs og brons, eða samtals 83 verðlaun. Ísland er þar næst með 64 verðlaun en þar af eru 25 gull, 19 silfur og 20 brons. Lokadagur leikanna er á morgun. Sund Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Ísland átti fjóra gullverðlaunahafa á lokadegi sundkeppninnar í dag og íslenski hópurinn hlaut alls 40 verðlaun í lauginni. Þar af voru 16 gull, 12 silfur og 12 brons. Birgitta Ingólfsdóttir tryggði Íslandi fyrsta gullið í dag í 50m bringusundi, á 32,46 sekúndum og synti alveg við sinn besta tíma. Hún hafði áður unnið gull í 100m bringusundi. Snorri Dagur Einarsson vann svo einnig gull í 50m bringusundi og bæði sigraði og setti mótsmet, á 27,93 sekúndum. Næstur á eftir honum með silfurverðlaun varð Einar Margeir Ágústsson á 28,38 sekúndum. Hólmar Grétarsson tryggði Íslandi svo þriðja gullið í dag þegar hann synti 400m fjórsund á 4:34,09 mínútum og var hann alveg við sinn besta tíma. Yfirburðir hjá HM-sveitinni í boðsundi Síðasta gullið í dag kom í boðsundi þegar blandaða boðsundssveitin sigraði með yfirburðum í 4x100m, á 3:54,91 mínútum. Sveitina skipuðu þau Guðmundur Leo Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Þetta er boðsundssveitin sem mun synda á Heimsmeistaramótinu í Singapúr seinna í sumar. Í 50m flugsundi kvenna syntu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól mjög vel og tryggði Snæfríður sér silfur og Jóhanna brons í greininni. Birnir Freyr Hálfdánarson var svo næstur í 50m flugsundi og tryggði hann sér silfurverðlaun. Ylfa Lind Kristmannsdóttir náði sér í silfur í 50m baksundi og bætti tíma sinn í greininni. Eva Margrét Falsdóttir synti 400m fjórsund og tryggði sér bronsverðlaunin. Sólveig Freyja Hákonardóttir varð í 5. sæti í 400m fjórsundi. Veigar Hrafn Sigþórsson synti einnig 400m fjórsund og varð í 10 sæti. Alls 25 gull farið til Íslendinga Þegar þetta er skrifað er Ísland efst á töflunni yfir samanlagðan fjölda gullverðlauna í öllum greinum á leikunum. Hér má sjá töfluna. Eftir sundkeppnina var Ísland með 25 gull, einu meira en Kýpur og sex meira en Lúxemborg sem kemur í 3. sæti. Kýpverjar hafa þó unnið flest verðlaun samtals, ef horft er til gulls, silfurs og brons, eða samtals 83 verðlaun. Ísland er þar næst með 64 verðlaun en þar af eru 25 gull, 19 silfur og 20 brons. Lokadagur leikanna er á morgun.
Sund Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira