Jafnlaunabarnið og baðvatnið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 2. júní 2025 08:00 Árið er 2017 og þáverandi félagsmálaráðherra tekur ákvörðun um að lögbinda jafnlaunavottun til að tryggja að atvinnurekendur á Íslandi greiði sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. Því miður vantaði verulega upp á undirbúning þeirrar ákvörðunar sem leiddi til þess að minni fyrirtæki, sem ekki voru vön vinnu með staðla, fengu ekki þá eðlilegu leiðsögn og leiðbeiningar sem þau hefðu þurft. Þá voru vottunarstofur ekki heldur í stakk búnar að taka að sér nýtt verkefni og gefinn var afsláttur af faggildingu þeim til handa til að hægt væri að keyra verkefnið í gang strax. Það veikti verulega framkvæmd verkefnisins strax á upphafsmetrum þess. Síðan þá hafa verið gefnir ítrekaðir frestir og afsláttur af kröfum til að mæta þessum skorti á undirbúningi stjórnvalda. Það er miður hvernig umræða um málið hefur þróast en hún dregur úr tiltrú á verkfærið sem Jafnlaunastaðallinn er. Staðallinn er ekki vandamálið heldur undirbúningur og stuðningur stjórnvalda. Þá er kominn tími til að endurskoða staðalinn til að hann mæti kröfum nútímans því staðlar eru jú endurskoðaðir reglulega, að beiðni hagaðila því þeir eiga alltaf að endurspegla bestu mögulegu þekkingu hvers tíma. Sverar yfirlýsingar einstöku aðila um að ávinningur jafnlaunavottunar sé enginn á sér ekki stoð í rannsókn sem gerð var á launamun kynjanna, né heldur yfirlýsingum margra hinna vottuðu fyrirtækja og starfsmönnum þeirra. Launamunur milli kynjanna hefur t.a.m. minnkað, bæði hjá vottuðum og óvottuðum fyrirtækjum frá því krafan var lögfest. Það eru hins vegar gerðar alvarlegar athugasemdir við undirbúning og stuðningsaðgerðir stjórnvalda sem hefðu tryggt að jafnlaunavottunin skilaði enn meiri ávinningi. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að krafan um vottuð eða staðfest jafnlaunakerfi hefur ýtt undir agaðri vinnubrögð, skýrari viðmið við launasetningar og aukið gagnsæi ákvarðana. Þær sýna líka að smitáhrif þessarar kröfu nær langt út fyrir málaflokk jafnréttis og traust starfsfólks til launaákvarðana og starfsánægja hefur aukist verulega. Árangur á þessu sviði kemur ekki sjálfkrafa og ekkert betra verkfæri er til en Jafnlaunastaðallinn. Tillaga dagsins til stjórnvalda er því að ljúka verkinu sem hafið var 2017 til að tryggja launajafnrétti og virðismat launa. Í því felst að halda áfram endurskoðun staðalsins sem hófst 2018 en var sett á ís að beiðni stjórnvalda en líka að tryggja faggildingu vottunaraðila sem votta að kerfin geri í raun það sem þeim er ætlað. Með því má auðvelda fyrirtækjum þetta gríðarlega mikilvæga verkefni á sviði jafnréttismála í stað þess að fleygja þeim eftirsóknarverða árangri sem þegar hefur náðst með því að fleygja barninu út með baðvatninu. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2017 og þáverandi félagsmálaráðherra tekur ákvörðun um að lögbinda jafnlaunavottun til að tryggja að atvinnurekendur á Íslandi greiði sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. Því miður vantaði verulega upp á undirbúning þeirrar ákvörðunar sem leiddi til þess að minni fyrirtæki, sem ekki voru vön vinnu með staðla, fengu ekki þá eðlilegu leiðsögn og leiðbeiningar sem þau hefðu þurft. Þá voru vottunarstofur ekki heldur í stakk búnar að taka að sér nýtt verkefni og gefinn var afsláttur af faggildingu þeim til handa til að hægt væri að keyra verkefnið í gang strax. Það veikti verulega framkvæmd verkefnisins strax á upphafsmetrum þess. Síðan þá hafa verið gefnir ítrekaðir frestir og afsláttur af kröfum til að mæta þessum skorti á undirbúningi stjórnvalda. Það er miður hvernig umræða um málið hefur þróast en hún dregur úr tiltrú á verkfærið sem Jafnlaunastaðallinn er. Staðallinn er ekki vandamálið heldur undirbúningur og stuðningur stjórnvalda. Þá er kominn tími til að endurskoða staðalinn til að hann mæti kröfum nútímans því staðlar eru jú endurskoðaðir reglulega, að beiðni hagaðila því þeir eiga alltaf að endurspegla bestu mögulegu þekkingu hvers tíma. Sverar yfirlýsingar einstöku aðila um að ávinningur jafnlaunavottunar sé enginn á sér ekki stoð í rannsókn sem gerð var á launamun kynjanna, né heldur yfirlýsingum margra hinna vottuðu fyrirtækja og starfsmönnum þeirra. Launamunur milli kynjanna hefur t.a.m. minnkað, bæði hjá vottuðum og óvottuðum fyrirtækjum frá því krafan var lögfest. Það eru hins vegar gerðar alvarlegar athugasemdir við undirbúning og stuðningsaðgerðir stjórnvalda sem hefðu tryggt að jafnlaunavottunin skilaði enn meiri ávinningi. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að krafan um vottuð eða staðfest jafnlaunakerfi hefur ýtt undir agaðri vinnubrögð, skýrari viðmið við launasetningar og aukið gagnsæi ákvarðana. Þær sýna líka að smitáhrif þessarar kröfu nær langt út fyrir málaflokk jafnréttis og traust starfsfólks til launaákvarðana og starfsánægja hefur aukist verulega. Árangur á þessu sviði kemur ekki sjálfkrafa og ekkert betra verkfæri er til en Jafnlaunastaðallinn. Tillaga dagsins til stjórnvalda er því að ljúka verkinu sem hafið var 2017 til að tryggja launajafnrétti og virðismat launa. Í því felst að halda áfram endurskoðun staðalsins sem hófst 2018 en var sett á ís að beiðni stjórnvalda en líka að tryggja faggildingu vottunaraðila sem votta að kerfin geri í raun það sem þeim er ætlað. Með því má auðvelda fyrirtækjum þetta gríðarlega mikilvæga verkefni á sviði jafnréttismála í stað þess að fleygja þeim eftirsóknarverða árangri sem þegar hefur náðst með því að fleygja barninu út með baðvatninu. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar