„Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 30. maí 2025 13:02 Árni Sverrisson, formaður Félags skipsstjórnarmanna segir takmarkandi þætti vera í strandveiðikerfinu í dag. Opið kerfi gangi ekki upp. Bylgjan, Vísir/Vilhelm Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. „Það eru allir sem sjá þetta sem vilja,“ segir Árni. „Það er verið að búa til kerfi þar sem engin takmörkun er heldur eru bara 48 dagar. Það er verið að búa til vandamál. Við hjá Félagi skipstjórnarmanna segjum einfaldlega: Það eru tíu þúsund tonn eyrnarmerkt í þessu kerfi. Ákveðum magnið. Það þarf að vera heildarmagn sem ákveðið er í kerfið. Annars er þetta bara óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga." Árni tekur fram að hann sé ekki andvígur strandveiðum. Takmarkandi þættir séu til staðar kerfinu í dag eins og aflamagn fyrir hvern dag og fjöldi daga. „Aðal takmörkunin í kerfinu eru þessi 10 þúsund tonn en núna eru stjórnvöld búin að opna kerfið í 48 daga svo það veit enginn hvert heildarmagnið verður. Í fyrra stoppuðu strandveiðar í júlí en nú er búið að ákveða að þetta verði bara 48 dagar í sumar, 12 dagar í mánuði. Svona opið kerfi gengur ekki upp.“ Í frumvarpinu er lagt til að við lög um strandveiðar bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla verði náð. Í frumvarpinu segir að miðað við fjölda strandveiðibáta í sumar og veiðimynstur undanfarinna ára megi áætla að auka þurfi það aflamagn sem til ráðstöfunar er á strandveiðitímabilinu 2025. Til að unnt sé að tryggja 48 veiðidaga kunni því að þurfa gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri ferð. Leyfilegur hámarksafli á dag er sem sakir standa 774 kíló. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir við 200 mílur í dag að frumvarpinu fylgi hætta á að veiðiálag í sumar verði umfram hámarksafrakstur. Það séu ekki góðar fréttir fyrir fiskistofn sem þjóðin hafi verið að nýta með skynsömum hætti í langan tíma. Hann segir að ekki hafi verið samskipti á milli Hafrannsóknarstofnunar og stjórnvalda í tengslum við frumvarpið. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Strandveiðar Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
„Það eru allir sem sjá þetta sem vilja,“ segir Árni. „Það er verið að búa til kerfi þar sem engin takmörkun er heldur eru bara 48 dagar. Það er verið að búa til vandamál. Við hjá Félagi skipstjórnarmanna segjum einfaldlega: Það eru tíu þúsund tonn eyrnarmerkt í þessu kerfi. Ákveðum magnið. Það þarf að vera heildarmagn sem ákveðið er í kerfið. Annars er þetta bara óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga." Árni tekur fram að hann sé ekki andvígur strandveiðum. Takmarkandi þættir séu til staðar kerfinu í dag eins og aflamagn fyrir hvern dag og fjöldi daga. „Aðal takmörkunin í kerfinu eru þessi 10 þúsund tonn en núna eru stjórnvöld búin að opna kerfið í 48 daga svo það veit enginn hvert heildarmagnið verður. Í fyrra stoppuðu strandveiðar í júlí en nú er búið að ákveða að þetta verði bara 48 dagar í sumar, 12 dagar í mánuði. Svona opið kerfi gengur ekki upp.“ Í frumvarpinu er lagt til að við lög um strandveiðar bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla verði náð. Í frumvarpinu segir að miðað við fjölda strandveiðibáta í sumar og veiðimynstur undanfarinna ára megi áætla að auka þurfi það aflamagn sem til ráðstöfunar er á strandveiðitímabilinu 2025. Til að unnt sé að tryggja 48 veiðidaga kunni því að þurfa gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri ferð. Leyfilegur hámarksafli á dag er sem sakir standa 774 kíló. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir við 200 mílur í dag að frumvarpinu fylgi hætta á að veiðiálag í sumar verði umfram hámarksafrakstur. Það séu ekki góðar fréttir fyrir fiskistofn sem þjóðin hafi verið að nýta með skynsömum hætti í langan tíma. Hann segir að ekki hafi verið samskipti á milli Hafrannsóknarstofnunar og stjórnvalda í tengslum við frumvarpið.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Strandveiðar Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira