Bað um 12 milljónir til að halda tónlistarhátíð í öðru sveitarfélagi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2025 12:10 Jökull Júlíusson er söngvari Kaleo. Hann fær ekki styrk frá Akureyri til að halda tónlistarhátíð hinu megin við Eyjafjörðinn. Vísir/Viktor Freyr Félagið Melody Man ehf., sem er í eigu Jökuls Júlíussonar söngvara Kaleo, fær ekki fjárstuðning frá Akureyrarbæ til þess að halda tónlistarviðburð í Vaglaskógi í sumar. Umsókn um 12 milljóna króna styrk frá bænum var hafnað af bæjarráði. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akureyrar, þar sem erindi til bæjarins var tekið fyrir. Þar kemur fram að tónleikarnir séu fyrirhugaðir 26. júlí og ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram auk Kaleo sem gefi vinnu sína. Erindið er ritað af Jakobi Frímanni Magnússyni, Stuðmanni og fyrrverandi þingmanni. Þar rekur hann tilurð lagsins og ljóðsins Vors í Vaglaskógi eftir Kristján frá Djúpalæk og Jónas Jónasson, og gríðarlegar vinsældir ábreiðu af laginu sem Kaleo gaf út árið 2012. Þá segist Jakob hafa skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur annar Íslendingur. „Hljómsveitin KALEO hefur um árabil alið með sér draum um að koma til Íslands og halda tónlistarhátíð í Vaglaskógi undir formerkjunum VOR Í VAGLASKÓGI og hefur nú falið Jakobi Frímanni Magnússyni umsjón með framkvæmdinni en hann hefur skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur Íslendingur fyrr og síðar. Ráðgert er að halda umrædda tónlistarhátíð 26.júlí n.k. og mun það gert í nafni Melody Man félags Jökuls Júlíussonar forsprakka KALEO,“ segir í erindi Jakobs til bæjarins, en hann er titlaður sem skipuleggjandi þar. Boða fjölda listamanna Fram kemur að Kaleo hyggist gefa vinnu sína við hátíðina, en einnig sé ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram, ásamt fleiri þjóðþekktum tónlistarmönnum. „Ljóst má vera að hér er um að ræða fágætt tækifæri til að koma á fót alþjóðlegum og árlegum tónlistarviðburði sem auka mundi hróður Akureyrar og nærsveita til mikilla muna auk þess að vera umtalsverður búhnykkur sveitarfélaginu öllu, þ.m.t. hótelum, veitingastöðum, verslunum og þjónustuaðllum. Til að endar nái saman og að af tónlistarhátíðinni geti orðið er hérmeð óskað atfylgis Akureyrarbæjar með framlagi að upphæð kr. 12 milljónir [...] sem skipta mundi sköpum við að af þessu geti orðið. Benda má á til samanburðar að framlag Dalvíkurbæjar vegna Fiskidagsins var árum saman kr. 7.000.000,“ segir í erindi Jakobs. Í fundargerð segir að bæjarráð geti ekki orðið við erindinu, en þar er þó ekki að finna neinn rökstuðning fyrir ákvörðuninni. Þó er vert að taka fram að Vaglaskógur, þar sem til stendur að halda hátíðina, er ekki innan sveitarfélagsmarka Akureyrar, heldur í Þingeyjarsveit. Tónlist Akureyri Þingeyjarsveit Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akureyrar, þar sem erindi til bæjarins var tekið fyrir. Þar kemur fram að tónleikarnir séu fyrirhugaðir 26. júlí og ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram auk Kaleo sem gefi vinnu sína. Erindið er ritað af Jakobi Frímanni Magnússyni, Stuðmanni og fyrrverandi þingmanni. Þar rekur hann tilurð lagsins og ljóðsins Vors í Vaglaskógi eftir Kristján frá Djúpalæk og Jónas Jónasson, og gríðarlegar vinsældir ábreiðu af laginu sem Kaleo gaf út árið 2012. Þá segist Jakob hafa skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur annar Íslendingur. „Hljómsveitin KALEO hefur um árabil alið með sér draum um að koma til Íslands og halda tónlistarhátíð í Vaglaskógi undir formerkjunum VOR Í VAGLASKÓGI og hefur nú falið Jakobi Frímanni Magnússyni umsjón með framkvæmdinni en hann hefur skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur Íslendingur fyrr og síðar. Ráðgert er að halda umrædda tónlistarhátíð 26.júlí n.k. og mun það gert í nafni Melody Man félags Jökuls Júlíussonar forsprakka KALEO,“ segir í erindi Jakobs til bæjarins, en hann er titlaður sem skipuleggjandi þar. Boða fjölda listamanna Fram kemur að Kaleo hyggist gefa vinnu sína við hátíðina, en einnig sé ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram, ásamt fleiri þjóðþekktum tónlistarmönnum. „Ljóst má vera að hér er um að ræða fágætt tækifæri til að koma á fót alþjóðlegum og árlegum tónlistarviðburði sem auka mundi hróður Akureyrar og nærsveita til mikilla muna auk þess að vera umtalsverður búhnykkur sveitarfélaginu öllu, þ.m.t. hótelum, veitingastöðum, verslunum og þjónustuaðllum. Til að endar nái saman og að af tónlistarhátíðinni geti orðið er hérmeð óskað atfylgis Akureyrarbæjar með framlagi að upphæð kr. 12 milljónir [...] sem skipta mundi sköpum við að af þessu geti orðið. Benda má á til samanburðar að framlag Dalvíkurbæjar vegna Fiskidagsins var árum saman kr. 7.000.000,“ segir í erindi Jakobs. Í fundargerð segir að bæjarráð geti ekki orðið við erindinu, en þar er þó ekki að finna neinn rökstuðning fyrir ákvörðuninni. Þó er vert að taka fram að Vaglaskógur, þar sem til stendur að halda hátíðina, er ekki innan sveitarfélagsmarka Akureyrar, heldur í Þingeyjarsveit.
Tónlist Akureyri Þingeyjarsveit Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira