Bað um 12 milljónir til að halda tónlistarhátíð í öðru sveitarfélagi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2025 12:10 Jökull Júlíusson er söngvari Kaleo. Hann fær ekki styrk frá Akureyri til að halda tónlistarhátíð hinu megin við Eyjafjörðinn. Vísir/Viktor Freyr Félagið Melody Man ehf., sem er í eigu Jökuls Júlíussonar söngvara Kaleo, fær ekki fjárstuðning frá Akureyrarbæ til þess að halda tónlistarviðburð í Vaglaskógi í sumar. Umsókn um 12 milljóna króna styrk frá bænum var hafnað af bæjarráði. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akureyrar, þar sem erindi til bæjarins var tekið fyrir. Þar kemur fram að tónleikarnir séu fyrirhugaðir 26. júlí og ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram auk Kaleo sem gefi vinnu sína. Erindið er ritað af Jakobi Frímanni Magnússyni, Stuðmanni og fyrrverandi þingmanni. Þar rekur hann tilurð lagsins og ljóðsins Vors í Vaglaskógi eftir Kristján frá Djúpalæk og Jónas Jónasson, og gríðarlegar vinsældir ábreiðu af laginu sem Kaleo gaf út árið 2012. Þá segist Jakob hafa skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur annar Íslendingur. „Hljómsveitin KALEO hefur um árabil alið með sér draum um að koma til Íslands og halda tónlistarhátíð í Vaglaskógi undir formerkjunum VOR Í VAGLASKÓGI og hefur nú falið Jakobi Frímanni Magnússyni umsjón með framkvæmdinni en hann hefur skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur Íslendingur fyrr og síðar. Ráðgert er að halda umrædda tónlistarhátíð 26.júlí n.k. og mun það gert í nafni Melody Man félags Jökuls Júlíussonar forsprakka KALEO,“ segir í erindi Jakobs til bæjarins, en hann er titlaður sem skipuleggjandi þar. Boða fjölda listamanna Fram kemur að Kaleo hyggist gefa vinnu sína við hátíðina, en einnig sé ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram, ásamt fleiri þjóðþekktum tónlistarmönnum. „Ljóst má vera að hér er um að ræða fágætt tækifæri til að koma á fót alþjóðlegum og árlegum tónlistarviðburði sem auka mundi hróður Akureyrar og nærsveita til mikilla muna auk þess að vera umtalsverður búhnykkur sveitarfélaginu öllu, þ.m.t. hótelum, veitingastöðum, verslunum og þjónustuaðllum. Til að endar nái saman og að af tónlistarhátíðinni geti orðið er hérmeð óskað atfylgis Akureyrarbæjar með framlagi að upphæð kr. 12 milljónir [...] sem skipta mundi sköpum við að af þessu geti orðið. Benda má á til samanburðar að framlag Dalvíkurbæjar vegna Fiskidagsins var árum saman kr. 7.000.000,“ segir í erindi Jakobs. Í fundargerð segir að bæjarráð geti ekki orðið við erindinu, en þar er þó ekki að finna neinn rökstuðning fyrir ákvörðuninni. Þó er vert að taka fram að Vaglaskógur, þar sem til stendur að halda hátíðina, er ekki innan sveitarfélagsmarka Akureyrar, heldur í Þingeyjarsveit. Tónlist Akureyri Þingeyjarsveit Tónleikar á Íslandi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akureyrar, þar sem erindi til bæjarins var tekið fyrir. Þar kemur fram að tónleikarnir séu fyrirhugaðir 26. júlí og ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram auk Kaleo sem gefi vinnu sína. Erindið er ritað af Jakobi Frímanni Magnússyni, Stuðmanni og fyrrverandi þingmanni. Þar rekur hann tilurð lagsins og ljóðsins Vors í Vaglaskógi eftir Kristján frá Djúpalæk og Jónas Jónasson, og gríðarlegar vinsældir ábreiðu af laginu sem Kaleo gaf út árið 2012. Þá segist Jakob hafa skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur annar Íslendingur. „Hljómsveitin KALEO hefur um árabil alið með sér draum um að koma til Íslands og halda tónlistarhátíð í Vaglaskógi undir formerkjunum VOR Í VAGLASKÓGI og hefur nú falið Jakobi Frímanni Magnússyni umsjón með framkvæmdinni en hann hefur skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur Íslendingur fyrr og síðar. Ráðgert er að halda umrædda tónlistarhátíð 26.júlí n.k. og mun það gert í nafni Melody Man félags Jökuls Júlíussonar forsprakka KALEO,“ segir í erindi Jakobs til bæjarins, en hann er titlaður sem skipuleggjandi þar. Boða fjölda listamanna Fram kemur að Kaleo hyggist gefa vinnu sína við hátíðina, en einnig sé ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram, ásamt fleiri þjóðþekktum tónlistarmönnum. „Ljóst má vera að hér er um að ræða fágætt tækifæri til að koma á fót alþjóðlegum og árlegum tónlistarviðburði sem auka mundi hróður Akureyrar og nærsveita til mikilla muna auk þess að vera umtalsverður búhnykkur sveitarfélaginu öllu, þ.m.t. hótelum, veitingastöðum, verslunum og þjónustuaðllum. Til að endar nái saman og að af tónlistarhátíðinni geti orðið er hérmeð óskað atfylgis Akureyrarbæjar með framlagi að upphæð kr. 12 milljónir [...] sem skipta mundi sköpum við að af þessu geti orðið. Benda má á til samanburðar að framlag Dalvíkurbæjar vegna Fiskidagsins var árum saman kr. 7.000.000,“ segir í erindi Jakobs. Í fundargerð segir að bæjarráð geti ekki orðið við erindinu, en þar er þó ekki að finna neinn rökstuðning fyrir ákvörðuninni. Þó er vert að taka fram að Vaglaskógur, þar sem til stendur að halda hátíðina, er ekki innan sveitarfélagsmarka Akureyrar, heldur í Þingeyjarsveit.
Tónlist Akureyri Þingeyjarsveit Tónleikar á Íslandi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira