Shein ginni neytendur til skyndikaupa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2025 16:24 Shein hefur fengið skammir frá Evrópusambandinu. GETTY/Mike Kemp Neytendayfirvöld í Evrópu og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa hafa tilkynnt kínverska netverslunarrisanum Shein að hann brjóti í bága við fjölmörg neytendaverndarlög sambandsins. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta enn eina áminninguna til neytenda um að vara sig á verslunum sem þessum. Neytendayfirvöld í Belgíu, Frakklandi, Írlandi og Hollandi (CPC), með samræmingu frá framkvæmdastjórn ESB, hafa netverslunina til rannsóknar. Óskað hafi verið eftir frekari upplýsingum frá Shein í þágu rannsóknarinnar og því beint til hennar að aðlaga viðskiptahætti sína að löggjöf ESB. „Þarna hafa stofnanir um alla Evrópu verið að fá kvartanir um það að viðskiptahættir séu athugasemdaverðir. Þarna er samstarfsnetið í heild sinni að skoða vefsíðuna og fara í viðræður við fyrirtækið um úrbætur sem virðist þurfa að gera á síðunni til að réttindi neytenda séu virt,“ segir Matthildur Sveinsdóttir yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. Oft sé verið að ginna neytendur í kaup. „Þetta snýst um það að það er verið að veita upplýsingar um afslætti sem eru mögulega ekki réttir, það eru ekki veittar upplýsingar um fyrra vöruverð ef lækkanir eru kynntar. Það er verið að láta þig halda að þú sért að fá einhvern svaka ávinning eða græða við kaupin. Þetta er allt til þess gert að hvetja þig til að taka einhverja skyndiákvörðun um kaupin.“ Oft sé ekki verið að veita réttar upplýsingar um rétt kaupenda til að falla frá samningi, ekki verið að svara erindum ef neytendur kvarta og vilja skila vöru og svo framvegis. Neytendastofa er ekki að skoða þessi mál en Matthildur segir eflaust að þessum viðskiptaháttum sé einnig beitt hér og hvetur fólk til að hafa varann á. Bæði Shein og Temu hafa verið til skoðunar hérlendis, bæði vegna þess að föt hafa mælst eitruð, umhverfisfótspor þeirra er mikið og vörurnar geta beinlínis verið hættulegar. „Þessar aðgerðir í Evrópu munu óhjákvæmilega hafa áhrif líka á neytendur hér á Íslandi. Það er mjög gott að þú minnist á vöruöryggi. Það hefur áhyggjur líka, að neytendur ´seu meðvitaðir um hvað þeir eru að kaupa, hvað er í þessum vörum,“ segir Matthildur Sveinsdóttir. Neytendur Verslun Tíska og hönnun Evrópusambandið Tengdar fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning 11. maí 2025 18:57 Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Neytendayfirvöld í Belgíu, Frakklandi, Írlandi og Hollandi (CPC), með samræmingu frá framkvæmdastjórn ESB, hafa netverslunina til rannsóknar. Óskað hafi verið eftir frekari upplýsingum frá Shein í þágu rannsóknarinnar og því beint til hennar að aðlaga viðskiptahætti sína að löggjöf ESB. „Þarna hafa stofnanir um alla Evrópu verið að fá kvartanir um það að viðskiptahættir séu athugasemdaverðir. Þarna er samstarfsnetið í heild sinni að skoða vefsíðuna og fara í viðræður við fyrirtækið um úrbætur sem virðist þurfa að gera á síðunni til að réttindi neytenda séu virt,“ segir Matthildur Sveinsdóttir yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. Oft sé verið að ginna neytendur í kaup. „Þetta snýst um það að það er verið að veita upplýsingar um afslætti sem eru mögulega ekki réttir, það eru ekki veittar upplýsingar um fyrra vöruverð ef lækkanir eru kynntar. Það er verið að láta þig halda að þú sért að fá einhvern svaka ávinning eða græða við kaupin. Þetta er allt til þess gert að hvetja þig til að taka einhverja skyndiákvörðun um kaupin.“ Oft sé ekki verið að veita réttar upplýsingar um rétt kaupenda til að falla frá samningi, ekki verið að svara erindum ef neytendur kvarta og vilja skila vöru og svo framvegis. Neytendastofa er ekki að skoða þessi mál en Matthildur segir eflaust að þessum viðskiptaháttum sé einnig beitt hér og hvetur fólk til að hafa varann á. Bæði Shein og Temu hafa verið til skoðunar hérlendis, bæði vegna þess að föt hafa mælst eitruð, umhverfisfótspor þeirra er mikið og vörurnar geta beinlínis verið hættulegar. „Þessar aðgerðir í Evrópu munu óhjákvæmilega hafa áhrif líka á neytendur hér á Íslandi. Það er mjög gott að þú minnist á vöruöryggi. Það hefur áhyggjur líka, að neytendur ´seu meðvitaðir um hvað þeir eru að kaupa, hvað er í þessum vörum,“ segir Matthildur Sveinsdóttir.
Neytendur Verslun Tíska og hönnun Evrópusambandið Tengdar fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning 11. maí 2025 18:57 Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning 11. maí 2025 18:57
Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18