Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2025 20:30 George Katrougalos, sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um eflingu lýðræðislegrar og réttlátrar alþjóðasamfélagsgerðar, er jafnframt fyrrverandi utanríkisráðherra Grikklands. Vísir/Stefán Ísland ætti að hætta að beita gæsluvarðhaldsfanga einangrunarvistun að sögn sjálfstæðs sérfræðings Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur íslensk stjórnvöld einnig til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi farenda. Að öðru leyti sé Ísland í fremstu röð í erlendum samanburði hvað varðar mannréttindi og lýðræði. Síðustu tíu daga hefur George Katrougalos, sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um eflingu lýðræðislegrar og réttlátrar alþjóðasamfélagsgerðar, verið í opinberri heimsókn á Íslandi en hann starfar í umboði Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Ráðið heldur úti eftirliti með stöðu mannréttindamála en markmið heimsóknarinnar var að meta hvernig Ísland stendur sig með tilliti til þess að stuðla að réttlátu, sanngjörnu og lýðræðislegu alþjóðakerfi. Þótt Ísland komi að mestu leyti afar vel út í erlendum samanburði segir Katrougalos að við blasi við ákveðnar áskoranir. „Það eru áskoranir sem tengjast velgengni. Velferðarkerfi ykkar er mjög þróað og þið eruð brautryðjendur í jafnréttismálum. Nú standið þið frammi fyrir nýjum áskorunum, svo sem hatursorðræðu, og þrýstingi vegna innflytjendamála og fasteignabólu,“ nefnir Katrougalos meðal annars. Fettir fingur út í einangrunarvistun Katrougalos, sem jafnframt er fyrrverandi utanríkisráðherra Grikklands, hefur meðal annars fundað með fulltrúum stjórnvalda og frjálsra félagasamtaka í heimsókninni. „Sum þeirra hafa bent á að á meðan rannsókn máls stendur yfir eru þeir sem bíða réttarhalda hafðir í einangrunarvist. Þetta er óvenjulegt, einmitt vegna þess að venjulega telst slík einangrun til agaviðurlaga fyrir fanga sem hegða sér illa. Þetta getur haft sálræn áhrif á þá sem eru þannig vistaðir. Þetta er eitt af því sem auðvelt er að leiðrétta,“ segir Katrougalos. Hann mun kynna skýrslu um niðurstöður heimsóknarinnar fyrir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í september á næsta ári. „Ég hef sett fram nokkrar tillögur. Fyrst og fremst að fullgilda einn af samningum Sameinuðu þjóðanna sem þið hafið ekki enn gert, nánar tiltekið alþjóðasamþykkt um réttindi farandverkafólks og fjölskyldna þeirra. Þið hafið náð svo góðum árangri að þið hafið ekkert það að óttast sem mörg önnur Evrópuríki óttast. Þetta mun enn og aftur bæta ímynd ykkar sem fyrirmyndarland fyrir önnur Evrópuríki og fyrir allan heiminn.“ Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mannréttindi Fangelsismál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Síðustu tíu daga hefur George Katrougalos, sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um eflingu lýðræðislegrar og réttlátrar alþjóðasamfélagsgerðar, verið í opinberri heimsókn á Íslandi en hann starfar í umboði Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Ráðið heldur úti eftirliti með stöðu mannréttindamála en markmið heimsóknarinnar var að meta hvernig Ísland stendur sig með tilliti til þess að stuðla að réttlátu, sanngjörnu og lýðræðislegu alþjóðakerfi. Þótt Ísland komi að mestu leyti afar vel út í erlendum samanburði segir Katrougalos að við blasi við ákveðnar áskoranir. „Það eru áskoranir sem tengjast velgengni. Velferðarkerfi ykkar er mjög þróað og þið eruð brautryðjendur í jafnréttismálum. Nú standið þið frammi fyrir nýjum áskorunum, svo sem hatursorðræðu, og þrýstingi vegna innflytjendamála og fasteignabólu,“ nefnir Katrougalos meðal annars. Fettir fingur út í einangrunarvistun Katrougalos, sem jafnframt er fyrrverandi utanríkisráðherra Grikklands, hefur meðal annars fundað með fulltrúum stjórnvalda og frjálsra félagasamtaka í heimsókninni. „Sum þeirra hafa bent á að á meðan rannsókn máls stendur yfir eru þeir sem bíða réttarhalda hafðir í einangrunarvist. Þetta er óvenjulegt, einmitt vegna þess að venjulega telst slík einangrun til agaviðurlaga fyrir fanga sem hegða sér illa. Þetta getur haft sálræn áhrif á þá sem eru þannig vistaðir. Þetta er eitt af því sem auðvelt er að leiðrétta,“ segir Katrougalos. Hann mun kynna skýrslu um niðurstöður heimsóknarinnar fyrir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í september á næsta ári. „Ég hef sett fram nokkrar tillögur. Fyrst og fremst að fullgilda einn af samningum Sameinuðu þjóðanna sem þið hafið ekki enn gert, nánar tiltekið alþjóðasamþykkt um réttindi farandverkafólks og fjölskyldna þeirra. Þið hafið náð svo góðum árangri að þið hafið ekkert það að óttast sem mörg önnur Evrópuríki óttast. Þetta mun enn og aftur bæta ímynd ykkar sem fyrirmyndarland fyrir önnur Evrópuríki og fyrir allan heiminn.“
Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mannréttindi Fangelsismál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira