Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2025 22:16 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir hættulegt að stjórnmálamenn gera fjölmiðla að skotspæni sínum í auknu mæli. Vísir/Vilhelm Formaður Blaðamannafélagsins segir hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum í auknu mæli. Málið sé alvarlegra en stjórnmálamennirnir geri sér grein fyrir. Traust til fjölmiðla hefur verið á niðurleið síðustu ár. Í skýrslu Fjölmiðlanefndar kemur fram að einungis helmingur landsmanna hafi treyst fjölmiðlum til að segja satt og rétt frá í aðdraganda alþingiskosninga. Svo á þessu kjörtímabili hafa í það minnsta þrír þingmenn gagnrýnt stærstu fjölmiðla landsins fyrir að fjalla um sig eða sakað þá um hlutdrægni. Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar sagði umfjöllun Vísis um veiðigjöld undarlega þar sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi situr í stjórn Sýnar sem á Vísi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Mannlíf og Vísi fyrir umfjöllun um ræðu hennar á Alþingi, þrátt fyrir að hún hafi ekki látið ná í sig í tvo daga. Þá hefur Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins kallað eftir því að Morgunblaðið fái enga styrki frá ríkinu vegna umfjöllunar um flokkinn. Einnig má nefna gagnrýni samflokkskonu hans, Ásthildar Lóu Þórsdóttur, á RÚV fyrir umfjöllun um hennar mál. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir stjórnmálamenn í auknu mæli vilja eingöngu miðla upplýsingum á sínum reikningum á samfélagsmiðlum. „Svo þegar kemur einhver alvöru blaðamennska þar sem er verið a spyrja erfiðara spurninga og upplýsa um hluti sem fólk hefði kannski sjálft ekki sett á sína samfélagsmiðla. Þá kemur þessi ómálefnalega gagnrýni sem við gerum miklar athugasemdir við. Við teljum hana skaðlega lýðræðinu. Hún grefur undan trausti á fjölmiðlum,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar séu ekki yfir gagnrýni hafnir, en hún þurfi að vera málefnaleg. Það sé hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum. „Í staðinn fyrir að svara þeim spurningum sem vakna og veita þær upplýsingar sem almenningur á rétt á,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Traust til fjölmiðla hefur verið á niðurleið síðustu ár. Í skýrslu Fjölmiðlanefndar kemur fram að einungis helmingur landsmanna hafi treyst fjölmiðlum til að segja satt og rétt frá í aðdraganda alþingiskosninga. Svo á þessu kjörtímabili hafa í það minnsta þrír þingmenn gagnrýnt stærstu fjölmiðla landsins fyrir að fjalla um sig eða sakað þá um hlutdrægni. Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar sagði umfjöllun Vísis um veiðigjöld undarlega þar sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi situr í stjórn Sýnar sem á Vísi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Mannlíf og Vísi fyrir umfjöllun um ræðu hennar á Alþingi, þrátt fyrir að hún hafi ekki látið ná í sig í tvo daga. Þá hefur Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins kallað eftir því að Morgunblaðið fái enga styrki frá ríkinu vegna umfjöllunar um flokkinn. Einnig má nefna gagnrýni samflokkskonu hans, Ásthildar Lóu Þórsdóttur, á RÚV fyrir umfjöllun um hennar mál. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir stjórnmálamenn í auknu mæli vilja eingöngu miðla upplýsingum á sínum reikningum á samfélagsmiðlum. „Svo þegar kemur einhver alvöru blaðamennska þar sem er verið a spyrja erfiðara spurninga og upplýsa um hluti sem fólk hefði kannski sjálft ekki sett á sína samfélagsmiðla. Þá kemur þessi ómálefnalega gagnrýni sem við gerum miklar athugasemdir við. Við teljum hana skaðlega lýðræðinu. Hún grefur undan trausti á fjölmiðlum,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar séu ekki yfir gagnrýni hafnir, en hún þurfi að vera málefnaleg. Það sé hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum. „Í staðinn fyrir að svara þeim spurningum sem vakna og veita þær upplýsingar sem almenningur á rétt á,“ segir Sigríður Dögg.
Fjölmiðlar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira