Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. maí 2025 08:46 Billie Eilish vann til flestra verðlauna á AMA-hátíðinni en Beyonce og SZA komust líka á blað. Jennifer Lopez var kynnir og Janet Jackson var heiðruð. Getty Billie Eilish var stóri sigurvegarinn á AMA-hátíðinni í Las Vegas í gær og vann í öllum sjö flokkunum sem hún var tilnefnd í, þar á meðal fyrir plötu og lag ársins. Beyonce fékk tvenn kántríverðlaun og Eminem vann til verðlauna á hátíðinni í fyrsta sinn í fimmtán ár. Jennifer Lopez var kynnir á Amerísku tónlistarverðlaununum (e. American Music Awards), sem eru gjarnan kölluð AMAs, í fyrsta sinn í áratug og byrjaði hún hátíðina á dansflutningi 23 vinsælustu laga síðasta árs. Opnunaratriði J-Lo á hátíðinni vakti mikla athygli og var hún hin glæsilegasta.Getty Eilish var óumdeildur sigurvegari hátíðarinnar og vann alla sjö flokkanna sem hún var tilnefnd í. Hún vann þar verðlaun sem tónlistarmaður ársins, besti tónleikaferðalagatónlistarmaður (e. best touring artist), besti kvenkyns popparinn, platan Hit Me Hard and Soft var valin bæði plata ársins og besta poppplatan og lagið „Birds of a Feather“ var valið lag ársins og besta popplagið. Eilish gat þó ekki verið viðstödd hátíðina vegna tónleikaferðalags síns. Kántrí-Beyonce, SZA, Eminem og ýmsir aðrir Beyonce, sem gat heldur ekki verið viðstödd hátíðina, fékk tvenn verðlaun sem besti kántrítónlistarmaðurinn og Cowboy Carter var valin besta kántríplatan. Beyonce var þar í fyrsta sinn verðlaunuð í kántríflokki hátíðarinnar en hún hefur áður fengið 11 verðlaun á hátíðinni í gegnum árin Tónlistarkonan SZA fékk verðlun sem besti kvenkyns R&B-tónlistarmaðurinn og lag hennar „Saturn“ var valið besta R&B-lagið. Eminem, sem eins og margir kollegar sínir var ekki viðstaddur hátíðina, var valinn besti hip-hop-tónlistarmaðurinn og The Death of Slim Shady (Coup de Grâce) var valin besta hipp-hopp-platan. Beyonce, Janet Jackson og SZA komu allar við sögu á verðlaununum þó hin fyrstnefnda hafi ekki verið viðstödd.Getty Meðal annarra verðlaunahafa voru Becky G í latínó-tónlistarflokki, Gracie Abrams sem var valin besti nýi tónlistarmaðurinn, Post Malone sem besti karlkyns kántrítónlistarmaðurinn og svo voru Lady Gaga og Bruno Mars verðlaunuð fyrir besta samstarfið. Bruno var verðlaunaður sem besti karlkyns popparinn og Lady Gaga sem besti dans-/raftónlistarmaðurinn. Janet Jackson hlaut svokölluð íkon-verðlaun (e. Icon Award) sem eru veitt þeim sem hafa haft mikil áhrif á popptónlist nútímans og þá var hinn breski Rod Stewart verðlaunaður fyrir ævistarf sitt. Athygli vekur að Kendrick Lamar, sem hlaut tíu tilnefningar í átta flokkum, hlaut aðeins ein verðlaun en hann hefur verið fyrirferðamikill undanfarið ár vegna deilna við rapparann Drake, útgáfu plötunnar GNX og flutnings síns á Ofurskálinni. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Jennifer Lopez var kynnir á Amerísku tónlistarverðlaununum (e. American Music Awards), sem eru gjarnan kölluð AMAs, í fyrsta sinn í áratug og byrjaði hún hátíðina á dansflutningi 23 vinsælustu laga síðasta árs. Opnunaratriði J-Lo á hátíðinni vakti mikla athygli og var hún hin glæsilegasta.Getty Eilish var óumdeildur sigurvegari hátíðarinnar og vann alla sjö flokkanna sem hún var tilnefnd í. Hún vann þar verðlaun sem tónlistarmaður ársins, besti tónleikaferðalagatónlistarmaður (e. best touring artist), besti kvenkyns popparinn, platan Hit Me Hard and Soft var valin bæði plata ársins og besta poppplatan og lagið „Birds of a Feather“ var valið lag ársins og besta popplagið. Eilish gat þó ekki verið viðstödd hátíðina vegna tónleikaferðalags síns. Kántrí-Beyonce, SZA, Eminem og ýmsir aðrir Beyonce, sem gat heldur ekki verið viðstödd hátíðina, fékk tvenn verðlaun sem besti kántrítónlistarmaðurinn og Cowboy Carter var valin besta kántríplatan. Beyonce var þar í fyrsta sinn verðlaunuð í kántríflokki hátíðarinnar en hún hefur áður fengið 11 verðlaun á hátíðinni í gegnum árin Tónlistarkonan SZA fékk verðlun sem besti kvenkyns R&B-tónlistarmaðurinn og lag hennar „Saturn“ var valið besta R&B-lagið. Eminem, sem eins og margir kollegar sínir var ekki viðstaddur hátíðina, var valinn besti hip-hop-tónlistarmaðurinn og The Death of Slim Shady (Coup de Grâce) var valin besta hipp-hopp-platan. Beyonce, Janet Jackson og SZA komu allar við sögu á verðlaununum þó hin fyrstnefnda hafi ekki verið viðstödd.Getty Meðal annarra verðlaunahafa voru Becky G í latínó-tónlistarflokki, Gracie Abrams sem var valin besti nýi tónlistarmaðurinn, Post Malone sem besti karlkyns kántrítónlistarmaðurinn og svo voru Lady Gaga og Bruno Mars verðlaunuð fyrir besta samstarfið. Bruno var verðlaunaður sem besti karlkyns popparinn og Lady Gaga sem besti dans-/raftónlistarmaðurinn. Janet Jackson hlaut svokölluð íkon-verðlaun (e. Icon Award) sem eru veitt þeim sem hafa haft mikil áhrif á popptónlist nútímans og þá var hinn breski Rod Stewart verðlaunaður fyrir ævistarf sitt. Athygli vekur að Kendrick Lamar, sem hlaut tíu tilnefningar í átta flokkum, hlaut aðeins ein verðlaun en hann hefur verið fyrirferðamikill undanfarið ár vegna deilna við rapparann Drake, útgáfu plötunnar GNX og flutnings síns á Ofurskálinni.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira