Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2025 10:33 Tundurspillirinn á hliðinni en búið er að leggja bláan dúk yfir skipið. Myndin var tekin þann 24. maí. AP/Maxar Technologies Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur látið handtaka fjóra embættismenn sem sagðir eru bera ábyrgð á því að nýju herskipi hvolfdi við sjósetningu. Skipið er sagt vera í viðgerð en sérfræðingar segja gervihnattamyndir benda til þess að skemmdirnar séu umfangsmiklar. Kim var viðstaddur sjósetningu nýs tundurspillis á miðvikudaginn í síðustu viku. Um er að ræða annan tundurspillinn sem smíðaður er í Norður-Kóreu en sjósetningin misheppnaðist og skipið fór á hliðina. Gervihnattamyndir sem teknar hafa verið af herskipinu sýna það liggja á hliðinni og þakið bláum dúk. Hluti þess er á kafi. Sagt var frá því í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, sem þykir óhefðbundið en Kim er sagður vera mjög reiður yfir atvikinu. Í kjölfarið bárust svo fregnir af því að minnsta kosti fjórir embættismenn hafi verið handteknir vegna slyssins. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn hersins á fimmtudaginn stóð að hinir seku gætu ekki komist hjá því að bera ábyrgð á slysinu. Skipið á að spila stórra rullu í nútímavæðingu herafla Norður-Kóreu og hefur Kim sakað embættismennina um vanrækslu og ábyrgðarleysi. Hitt herskipið, fyrsti tundurspillir Norður-Kóreu, var sjósett í síðasta mánuði. Herskipið nýja á landi þann 18. maí.AP/Maxar Technologies Það er stærsta og þróaðasta herskip Norður-Kóreu og á meðal annars að geta borið og skotið eldflaugum með kjarnaoddum. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Norður-Kóreu að taka eigi um tíu daga að gera við skemmda skipið en sérfræðingar segja það ólíklegt. Gervihnattamyndir bendi til þess að skemmdirnar séu svo miklar að meira en tíu daga þurfi til að laga skipið. Yonhap fréttaveitan, frá Suður-Kóreu, vitnar einnig í KCNA og segir að viðgerðir á skipinu séu hafnar. Kim er sagður hafa krafist þess að þeim verði lokið í næsta mánuði. Hefur veitt vísindamönnum forréttindi Frá því Kim tók við völdum í Norður-Kóreu, hefur hann látið taka marga háttsetta embættismenn og herforingja af lífi. Það var þó að mestu í upphafi valdatíðar hans og var hann þá að tryggja völd sín. Síðan þá hefur aftökum fækkað mjög og þá hefur hann ítrekað veitt vísindamönnum og verkfræðingum ákveðin forréttindi, eins og nýjar íbúðir í Pyongyang, og forðast það að refsa þeim þegar verkefni og tilraunir ganga ekki upp. Það hefur að miklu leyti verið rakið til þess hve mikla áherslu hann hefur lagt á áðurnefnda nútímavæðingu herafla síns. Handtökurnar og það að sagt hafi verið frá þeim þykir benda til þess að Kim sé sérstaklega ósáttur og það hvað hann telur nútímavæðinguna mikilvæga. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort og þá hvernig mönnunum sem hafa verið handteknir verður refsað. KCNA sagði á föstudaginn að mennirnir gætu ómögulega komist hjá því að vera refstað fyrir glæpi þeirra. Norður-Kórea Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Kim var viðstaddur sjósetningu nýs tundurspillis á miðvikudaginn í síðustu viku. Um er að ræða annan tundurspillinn sem smíðaður er í Norður-Kóreu en sjósetningin misheppnaðist og skipið fór á hliðina. Gervihnattamyndir sem teknar hafa verið af herskipinu sýna það liggja á hliðinni og þakið bláum dúk. Hluti þess er á kafi. Sagt var frá því í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, sem þykir óhefðbundið en Kim er sagður vera mjög reiður yfir atvikinu. Í kjölfarið bárust svo fregnir af því að minnsta kosti fjórir embættismenn hafi verið handteknir vegna slyssins. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn hersins á fimmtudaginn stóð að hinir seku gætu ekki komist hjá því að bera ábyrgð á slysinu. Skipið á að spila stórra rullu í nútímavæðingu herafla Norður-Kóreu og hefur Kim sakað embættismennina um vanrækslu og ábyrgðarleysi. Hitt herskipið, fyrsti tundurspillir Norður-Kóreu, var sjósett í síðasta mánuði. Herskipið nýja á landi þann 18. maí.AP/Maxar Technologies Það er stærsta og þróaðasta herskip Norður-Kóreu og á meðal annars að geta borið og skotið eldflaugum með kjarnaoddum. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Norður-Kóreu að taka eigi um tíu daga að gera við skemmda skipið en sérfræðingar segja það ólíklegt. Gervihnattamyndir bendi til þess að skemmdirnar séu svo miklar að meira en tíu daga þurfi til að laga skipið. Yonhap fréttaveitan, frá Suður-Kóreu, vitnar einnig í KCNA og segir að viðgerðir á skipinu séu hafnar. Kim er sagður hafa krafist þess að þeim verði lokið í næsta mánuði. Hefur veitt vísindamönnum forréttindi Frá því Kim tók við völdum í Norður-Kóreu, hefur hann látið taka marga háttsetta embættismenn og herforingja af lífi. Það var þó að mestu í upphafi valdatíðar hans og var hann þá að tryggja völd sín. Síðan þá hefur aftökum fækkað mjög og þá hefur hann ítrekað veitt vísindamönnum og verkfræðingum ákveðin forréttindi, eins og nýjar íbúðir í Pyongyang, og forðast það að refsa þeim þegar verkefni og tilraunir ganga ekki upp. Það hefur að miklu leyti verið rakið til þess hve mikla áherslu hann hefur lagt á áðurnefnda nútímavæðingu herafla síns. Handtökurnar og það að sagt hafi verið frá þeim þykir benda til þess að Kim sé sérstaklega ósáttur og það hvað hann telur nútímavæðinguna mikilvæga. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort og þá hvernig mönnunum sem hafa verið handteknir verður refsað. KCNA sagði á föstudaginn að mennirnir gætu ómögulega komist hjá því að vera refstað fyrir glæpi þeirra.
Norður-Kórea Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira