Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Aron Guðmundsson skrifar 26. maí 2025 10:32 Freyr Alexandersson og Eggert Aron Guðmundsson sóttu sigur í greipar FK Haugesund í gær Vísir/Samsett mynd Félagsleg færni Íslendinganna Freys Alexanderssonar, þjálfara norska úrvalsdeildarliðsins Brann í fótbolta og Eggerts Arons Guðmundssonar, leikmanns liðsins hefur vakið athygli hjá fjölmiðlum í Noregi og fengu stuðningsmenn Brann að njóta góðs af því eftir sigurleik í gær. Eftir 2-0 sigur á útivelli gegn FK Haugesund í gær ferðaðist Brann liðið aftur heim til Bergen með rútu og svo bílaferju hluta leiðar. Það gerðu stuðningsmenn Brann liðsins einnig og sökum úrslita leiksins voru þeir hinir allra kátustu um borð í ferjunni. Í frétt Bergens Avisen segir að leikmenn Brann hafi ætlað sér að verja tímanum í ferjunni inni í rútunni í stað þess að spóka sig um í ferjunni meðal stuðningsmanna í gleðinni. Það hafi hins vegar ekki verið raunin hjá Íslendingnum Eggerti Aroni Guðmundssyni sem tók af skarið og heilsaði fyrstu upp á stuðningsmenn. Eggert Aron hefur byrjað afar vel sem leikmaður Brann eftir að hann gekk í raðir liðsins frá Elfsborg í Svíþjóð fyrir tímabilið og segir í frétt Bergens Avisen að Freyr Alexandersson, þjálfari Brann liðsins hafi þurft að draga hina leikmenn liðsins úr rútunni. „Ég sagði við þá að það myndi gera þeim gott að fara aðeins út úr rútunni og fá sér frískt loft og að það væri frábær stemning í ferjunni. Sagði þeim að heilsa upp á fólkið og að þeir mættu síðan fara aftur í rútuna eftir það.“ Ekki allir leikmenn Brann liðsins hafi farið úr rútunni en Eggert Aron gaf sér góðan tíma til þess að tala við stuðningsmenn Brann og gefa eiginhandaráritanir. Brann hefur farið vel af stað undir stjórn Freys í norsku úrvalsdeildinni. Liðið er sem stendur í 2.sæti deildarinnar með tuttugu stig, þremur stigum á eftir toppliði Viking en með leik til góða. Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sjá meira
Eftir 2-0 sigur á útivelli gegn FK Haugesund í gær ferðaðist Brann liðið aftur heim til Bergen með rútu og svo bílaferju hluta leiðar. Það gerðu stuðningsmenn Brann liðsins einnig og sökum úrslita leiksins voru þeir hinir allra kátustu um borð í ferjunni. Í frétt Bergens Avisen segir að leikmenn Brann hafi ætlað sér að verja tímanum í ferjunni inni í rútunni í stað þess að spóka sig um í ferjunni meðal stuðningsmanna í gleðinni. Það hafi hins vegar ekki verið raunin hjá Íslendingnum Eggerti Aroni Guðmundssyni sem tók af skarið og heilsaði fyrstu upp á stuðningsmenn. Eggert Aron hefur byrjað afar vel sem leikmaður Brann eftir að hann gekk í raðir liðsins frá Elfsborg í Svíþjóð fyrir tímabilið og segir í frétt Bergens Avisen að Freyr Alexandersson, þjálfari Brann liðsins hafi þurft að draga hina leikmenn liðsins úr rútunni. „Ég sagði við þá að það myndi gera þeim gott að fara aðeins út úr rútunni og fá sér frískt loft og að það væri frábær stemning í ferjunni. Sagði þeim að heilsa upp á fólkið og að þeir mættu síðan fara aftur í rútuna eftir það.“ Ekki allir leikmenn Brann liðsins hafi farið úr rútunni en Eggert Aron gaf sér góðan tíma til þess að tala við stuðningsmenn Brann og gefa eiginhandaráritanir. Brann hefur farið vel af stað undir stjórn Freys í norsku úrvalsdeildinni. Liðið er sem stendur í 2.sæti deildarinnar með tuttugu stig, þremur stigum á eftir toppliði Viking en með leik til góða.
Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sjá meira