Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 18:55 Ísraelsher freistir þess að binda enda á stjórn Hamasliða á Gasasvæðinu á meðan hungur vofir yfir milljónum. AP/Jehad Alshrafi Ísraelski herinn hyggst ná valdi yfir þremur fjórðu af Gasasvæðinu á næstu tveimur mánuðum í nýrri sókn sem hefst bráðum. Um er að ræða stefnubreytingu samkvæmt ísraelskum miðlum. Milljónum Palestínumanna, sem dvelja nú í rústum og tjaldbúðum við sult og vosbúð, verður smalað á þrjú afmörkuð svæði. Svokallað „öryggissvæði“ á sunnanverðri Gasaströndinni, landbút í Deir al-Balah og Nuseirat og miðborg Gasaborgar. Restin af Gasaströndinni verði hernumin og verði undir stjórn ísraelska hersins. Áherslubreyting hjá Ísraelsher Þann átjánda mars síðastliðinn hófu Ísraelsmenn sókn á Gasasvæðinu með óvæntum loftárásum sem bundu snöggan enda á tveggja mánaða vopnahlé sem var þá í gildi. Síðan þá hafa tugir þúsunda hermanna hrannast upp við víglínuna og undirbúið sig fyrir lokasóknina sem á að gera ending á stjórn Hamasliða á svæðinu, verði þeir ekki að kröfum þeirra um lausn allra gísla í þeirra haldi. Samkvæmt skjölum sem blaðamenn Times of Israel hafa undir höndum mun Ísraelsher, að Hamasliðum sigruðum, rífa flestar byggingar og halda mestöllu Gasasvæðinu í ótímabundinni herkví. Í dag er um 40 prósent af Gasasvæðinu undir stjórn Ísraelshers. Samkvæmt umfjöllun miðilsins er um stefnubreytingu að ræða hjá heryfirvöldum í Ísrael. Í stað þess að drepa eins marga Hamasliða í árásum úr lofti og á landi verður lögð áhersla á að taka yfir landsvæði sem lýtur þeirra stjórn og eyðileggja innviði þeirra. Gasabúar svelta Stór hluti þeirra tveggja milljóna sem búa á gasa hefur að undanförnu þurft að treysta á mannúðaraðstoð. Ísraelsk stjórnvöld sem halda Gasa í herkví eru nú undir auknum alþjóðlegum þrýstingi að greiða götu þeirra sem geti farið með vistir og hjálpargögn inn á svæðið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum sem eru helsti bandamaður Ísraela hafa til að mynda kallað eftir slíkum aðgerðum. Í fyrradag hleyptu Ísraelar fleiri en hundrað sendiferðabílum inn á svæðið en talsmenn SÞ segja að minsnt 600 bílar þurfa að fara inn á svæðið á degi hverjum svo hægt sé að mæta ástandinu. Auk þess sem upplausnarástandð á Gasa hafi orðið til þess að erfitt sé að dreifa hjálpargögnum sem rati í auknum mæli ekki á áfangastað. En ísraelsk hernaðaryfirvöld segja Hamasliða hafa nýtt sér flæði hjálpargagna inn á svæðið til að halda völdum. Flest gögnin endi í höndum Hamasliða sem annað hvort nýti það sjálfir eða selji þau til þjáðra þegna sinna til að geta greitt hermönnum laun eða sannfært unga Gasabúa um að ganga til liðs við sig. Samkvæmt Times of Israel hefur Hamasliðum gengið illa að greiða laun undanfarna mánuði meðal annars vegna þess að litlar sem engar vistir hafa fengið að fara inn á svæðið. Heilbrigðisyfirvöld Hamasliða á Gasasvæðinu segja að rúmlega 53 þúsund manns hafi látið lífið í árásum Ísraela frá upphafi þessarar lotu átakanna. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Milljónum Palestínumanna, sem dvelja nú í rústum og tjaldbúðum við sult og vosbúð, verður smalað á þrjú afmörkuð svæði. Svokallað „öryggissvæði“ á sunnanverðri Gasaströndinni, landbút í Deir al-Balah og Nuseirat og miðborg Gasaborgar. Restin af Gasaströndinni verði hernumin og verði undir stjórn ísraelska hersins. Áherslubreyting hjá Ísraelsher Þann átjánda mars síðastliðinn hófu Ísraelsmenn sókn á Gasasvæðinu með óvæntum loftárásum sem bundu snöggan enda á tveggja mánaða vopnahlé sem var þá í gildi. Síðan þá hafa tugir þúsunda hermanna hrannast upp við víglínuna og undirbúið sig fyrir lokasóknina sem á að gera ending á stjórn Hamasliða á svæðinu, verði þeir ekki að kröfum þeirra um lausn allra gísla í þeirra haldi. Samkvæmt skjölum sem blaðamenn Times of Israel hafa undir höndum mun Ísraelsher, að Hamasliðum sigruðum, rífa flestar byggingar og halda mestöllu Gasasvæðinu í ótímabundinni herkví. Í dag er um 40 prósent af Gasasvæðinu undir stjórn Ísraelshers. Samkvæmt umfjöllun miðilsins er um stefnubreytingu að ræða hjá heryfirvöldum í Ísrael. Í stað þess að drepa eins marga Hamasliða í árásum úr lofti og á landi verður lögð áhersla á að taka yfir landsvæði sem lýtur þeirra stjórn og eyðileggja innviði þeirra. Gasabúar svelta Stór hluti þeirra tveggja milljóna sem búa á gasa hefur að undanförnu þurft að treysta á mannúðaraðstoð. Ísraelsk stjórnvöld sem halda Gasa í herkví eru nú undir auknum alþjóðlegum þrýstingi að greiða götu þeirra sem geti farið með vistir og hjálpargögn inn á svæðið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum sem eru helsti bandamaður Ísraela hafa til að mynda kallað eftir slíkum aðgerðum. Í fyrradag hleyptu Ísraelar fleiri en hundrað sendiferðabílum inn á svæðið en talsmenn SÞ segja að minsnt 600 bílar þurfa að fara inn á svæðið á degi hverjum svo hægt sé að mæta ástandinu. Auk þess sem upplausnarástandð á Gasa hafi orðið til þess að erfitt sé að dreifa hjálpargögnum sem rati í auknum mæli ekki á áfangastað. En ísraelsk hernaðaryfirvöld segja Hamasliða hafa nýtt sér flæði hjálpargagna inn á svæðið til að halda völdum. Flest gögnin endi í höndum Hamasliða sem annað hvort nýti það sjálfir eða selji þau til þjáðra þegna sinna til að geta greitt hermönnum laun eða sannfært unga Gasabúa um að ganga til liðs við sig. Samkvæmt Times of Israel hefur Hamasliðum gengið illa að greiða laun undanfarna mánuði meðal annars vegna þess að litlar sem engar vistir hafa fengið að fara inn á svæðið. Heilbrigðisyfirvöld Hamasliða á Gasasvæðinu segja að rúmlega 53 þúsund manns hafi látið lífið í árásum Ísraela frá upphafi þessarar lotu átakanna.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira