Reisa styttu af Birni í Kópavogi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 17:09 Á myndinni er hönnuðurinn Doddi digital og Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari. Instagram Handmótuð brjóstmynd af rapparanum Birni, steypt í brons í Elchingen í Þýskalandi, verður fest á steinstöpul og henni fundinn staður undir berum himni í Kópavogi til frambúðar. Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari gerði styttuna en hún prýðir plötuumslagið á næstu plötu Birnis. Þórsteinn Svanhildarson, sem gengur undir listamannsnafninu Doddi digital, sá um hönnun og sjónræna útfærslu plötunnar. Það er listamaðurinn og ljósmyndarinn Doddi digital sem greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Hann segir að brjóstmyndin verði á plötuumslaginu á komandi plötu Birnis sem kemur út á þriðjudaginn næstkomandi 27. maí. Platan heitir „Dyrnar.“ „Umslag plötunnar er einstakt listaverk, handmótuð brjóstmynd af Birni eftir listakonuna Ragnhildi Stefánsdóttur. Brjóstmyndin var steypt í brons í Elchingen í Þýskalandi og verður fest á steinstöpul og staðsett undir berum himni í Kópavogi til frambúðar. Nákvæm staðsetning og tímasetning verða kynnt síðar,“ segir Doddi. Svona verður plötuumslagið.Doddi digital Líkaminn í aðalhlutverki Doddi segir á plötunni snúi Birnir sér út á við og leggi áherslu á tengslin við umheiminn. Þess vegna sé líkaminn í aðalhlutverki á plötuumslaginu. „Holdið, sem hefur lengi verið eitt sterkasta tákn mannlegrar reynslu í myndlist, verður hér tákn fyrir styrk, næmni og lifandi tengingu við umhverfið og samtímann.“ Hún sé þannig frábrugðin fyrri plötu Birnis, Bushido, sem kom út árið 2021, en Doddi kom einnig að hönnun hennar. „Á Bushido, fyrra plötuumslagi okkar Birnis, var sjónum beint inn á við. Enda var meginþema plötunnar að mörgu leyti um tilfinningalíf listamannsins,“ segir Doddi. Doddi segir að honum líði eins og þeir hafi brotið blað, skrifað þeirra eigin sögu og skapað tímalaust og ódauðlegt verk. „Plötuumslagið er styttan, styttan er plötuumslagið. Físískt þrívítt verk, sem þið getið heimsótt, snert og upplifað á ykkar eigin forsendum.“„Þessi stytta er gjöf frá okkur til ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by Þórsteinn Svanhildarson (@doddi_digital) Þeir eru eflaust margir sem fagna því að fá loksins styttu af rappara reista á höfuðborgarsvæðinu, en í kjölfar þessara fregna er ekki úr vegi að rifja upp þegar tillaga Arons Kristins Jónssonar um að reisa styttu af Kanye West fyrir framan Vesturbæjarlaug varð í tvígang langvinsælasta tillagan í hverfiskosningum Reykjavíkurborgar. Hugmyndina sendi Aron upphaflega inn í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, árið 2020. Hún reyndist langvinsælasta tillaga í flokki Vesturbæjar með 772 atkvæði en þegar að því kom að setja saman hinn löglega kjörseðil Reykjavíkurborgar, var tillagan metin ótæk. Styttur og útilistaverk Kópavogur Tónlist Tengdar fréttir Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. 8. október 2022 09:05 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Það er listamaðurinn og ljósmyndarinn Doddi digital sem greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Hann segir að brjóstmyndin verði á plötuumslaginu á komandi plötu Birnis sem kemur út á þriðjudaginn næstkomandi 27. maí. Platan heitir „Dyrnar.“ „Umslag plötunnar er einstakt listaverk, handmótuð brjóstmynd af Birni eftir listakonuna Ragnhildi Stefánsdóttur. Brjóstmyndin var steypt í brons í Elchingen í Þýskalandi og verður fest á steinstöpul og staðsett undir berum himni í Kópavogi til frambúðar. Nákvæm staðsetning og tímasetning verða kynnt síðar,“ segir Doddi. Svona verður plötuumslagið.Doddi digital Líkaminn í aðalhlutverki Doddi segir á plötunni snúi Birnir sér út á við og leggi áherslu á tengslin við umheiminn. Þess vegna sé líkaminn í aðalhlutverki á plötuumslaginu. „Holdið, sem hefur lengi verið eitt sterkasta tákn mannlegrar reynslu í myndlist, verður hér tákn fyrir styrk, næmni og lifandi tengingu við umhverfið og samtímann.“ Hún sé þannig frábrugðin fyrri plötu Birnis, Bushido, sem kom út árið 2021, en Doddi kom einnig að hönnun hennar. „Á Bushido, fyrra plötuumslagi okkar Birnis, var sjónum beint inn á við. Enda var meginþema plötunnar að mörgu leyti um tilfinningalíf listamannsins,“ segir Doddi. Doddi segir að honum líði eins og þeir hafi brotið blað, skrifað þeirra eigin sögu og skapað tímalaust og ódauðlegt verk. „Plötuumslagið er styttan, styttan er plötuumslagið. Físískt þrívítt verk, sem þið getið heimsótt, snert og upplifað á ykkar eigin forsendum.“„Þessi stytta er gjöf frá okkur til ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by Þórsteinn Svanhildarson (@doddi_digital) Þeir eru eflaust margir sem fagna því að fá loksins styttu af rappara reista á höfuðborgarsvæðinu, en í kjölfar þessara fregna er ekki úr vegi að rifja upp þegar tillaga Arons Kristins Jónssonar um að reisa styttu af Kanye West fyrir framan Vesturbæjarlaug varð í tvígang langvinsælasta tillagan í hverfiskosningum Reykjavíkurborgar. Hugmyndina sendi Aron upphaflega inn í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, árið 2020. Hún reyndist langvinsælasta tillaga í flokki Vesturbæjar með 772 atkvæði en þegar að því kom að setja saman hinn löglega kjörseðil Reykjavíkurborgar, var tillagan metin ótæk.
Styttur og útilistaverk Kópavogur Tónlist Tengdar fréttir Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. 8. október 2022 09:05 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. 8. október 2022 09:05