40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2025 20:04 Göngugarparnir á Sólheimum, Kristján Atli og Reynir Pétur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjörutíu ár eru í dag, 25. maí frá því að Reynir Pétur Steinunnarson á Sólheimum í Grímsnesi hóf Íslandsgöngu sína þá 36 ára gamall en hann gekk hringinn í kringum landið til að safna fyrir íþróttahúsi á Sólheimum . Félagi hans á Sólheimum, Kristján Atli Sævarsson ætlar að ganga Vestfirðina í sumar og safna fyrir nýjum brennsluofni á Sólheimum. Reynir Pétur, sem verður 76 ára í haust er alltaf svo ánægður á Sólheimum. Hann gengur ekki eins mikið og hann gerði en fer um allt hjólandi eða á skutlunni sinni. Honum finnst ótrúlegt að það séu komin 40 ár frá Íslandsgöngunni. „Það liggur við að segja að þetta getur ekki verið en það er víst sannleikurinn. Ég er mjög stoltur af göngunni, þú getur rétt ímyndað þér“, segir Reynir Pétur hlæjandi og bætir við. „Það eru ekki margir 36 ára gamlir, sem fara í dag í kringum landið gangandi, hvað eru þeir margir, engin í dag. Gangan gaf mér svo mikið feitan bita. Ég held að þetta sé ein af bestu gjöfunum. Ég verð bara sveim mér þá að segja það á minni lífsbraut. Kristján Atli vinur Reynis Péturs á Sólheimum ætlar að ganga Vestfirðina í sumar og safna fyrir nýjum brennsluofni fyrir leirgerðina „Þetta eru rúmlega 625 kílómetrar og ég ætla að taka þá á svona tveimur vikum. Ég er búin að æfa mig mjög vel því ég geng svona 10 til 20 kílómetra á dag,“ segir Kristján Atli. Vestfjarðagangan 2025 er gangan, sem Kristján Atli gengur í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mamma Kristjáns, Anna Gísladóttir, ætlar að fylgja honum alla leið og sjá til þess að hann nærist og hvílist vel í göngunni en það eru gististaðir og fyrirtæki að styrkja Kristján með gistingu. „Þetta er svolítið langt en hann er búin að æfa sig mikið, tvö ár búin að vera að æfa sig,“ segir Anna. Heldur þú að hann nái ekki að safna léttilega fyrir þessum ofni? „Jú, ég ætla að vona að honum takist það.“ Anna þeim þeim Reynir Pétri og Kristjáni Atla syni sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján Atli leggur af stað í Vestfjarðagönguna sína frá Hólmavík 19. júní, sem er alls um 620 kílómetrar og ætlar sér að ganga 40 til 50 kílómetra á dag. Hann mun ljúka göngunni 2. júlí ef allt gengur upp. Kristján Atli ætlar með göngunni sinni að safna fyrir nýjum leirkerabrennsluofni á Sólheimum en núverandi ofan er allt of lítill. Hann gerir mikið af fallegum leirmunum og segir bráðnauðsynlegt að fá stærri ofn á staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Kristjáns Atla Kristján er líka á Instagram Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Ástin og lífið Tímamót Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Reynir Pétur, sem verður 76 ára í haust er alltaf svo ánægður á Sólheimum. Hann gengur ekki eins mikið og hann gerði en fer um allt hjólandi eða á skutlunni sinni. Honum finnst ótrúlegt að það séu komin 40 ár frá Íslandsgöngunni. „Það liggur við að segja að þetta getur ekki verið en það er víst sannleikurinn. Ég er mjög stoltur af göngunni, þú getur rétt ímyndað þér“, segir Reynir Pétur hlæjandi og bætir við. „Það eru ekki margir 36 ára gamlir, sem fara í dag í kringum landið gangandi, hvað eru þeir margir, engin í dag. Gangan gaf mér svo mikið feitan bita. Ég held að þetta sé ein af bestu gjöfunum. Ég verð bara sveim mér þá að segja það á minni lífsbraut. Kristján Atli vinur Reynis Péturs á Sólheimum ætlar að ganga Vestfirðina í sumar og safna fyrir nýjum brennsluofni fyrir leirgerðina „Þetta eru rúmlega 625 kílómetrar og ég ætla að taka þá á svona tveimur vikum. Ég er búin að æfa mig mjög vel því ég geng svona 10 til 20 kílómetra á dag,“ segir Kristján Atli. Vestfjarðagangan 2025 er gangan, sem Kristján Atli gengur í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mamma Kristjáns, Anna Gísladóttir, ætlar að fylgja honum alla leið og sjá til þess að hann nærist og hvílist vel í göngunni en það eru gististaðir og fyrirtæki að styrkja Kristján með gistingu. „Þetta er svolítið langt en hann er búin að æfa sig mikið, tvö ár búin að vera að æfa sig,“ segir Anna. Heldur þú að hann nái ekki að safna léttilega fyrir þessum ofni? „Jú, ég ætla að vona að honum takist það.“ Anna þeim þeim Reynir Pétri og Kristjáni Atla syni sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján Atli leggur af stað í Vestfjarðagönguna sína frá Hólmavík 19. júní, sem er alls um 620 kílómetrar og ætlar sér að ganga 40 til 50 kílómetra á dag. Hann mun ljúka göngunni 2. júlí ef allt gengur upp. Kristján Atli ætlar með göngunni sinni að safna fyrir nýjum leirkerabrennsluofni á Sólheimum en núverandi ofan er allt of lítill. Hann gerir mikið af fallegum leirmunum og segir bráðnauðsynlegt að fá stærri ofn á staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Kristjáns Atla Kristján er líka á Instagram
Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Ástin og lífið Tímamót Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira