Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2025 14:04 Grundarbæjarbær leitar nú eftir kauptilboðum í byggingarrétt á miðbæjarreit með góðu útsýni til eins frægasta fjalls í heimi, Kirkjufells eins og segir í auglýsingu vegna kauptilboðanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill hugur er í bæjarstjórn Grundafjarðarbæjar og íbúum staðarins því nú er stefnt á að byggja upp glæsilegan miðbæ á staðnum. Í því skyni leitar bæjarfélagið nú eftir kauptilboðum í byggingarrétt á miðbæjarreit með góðu útsýni til eins frægasta fjalls í heimi, Kirkjufells eins og segir í auglýsingu vegna kauptilboðanna. Grundarfjarðarbær ætlar sér stóra hluti með byggingu nýs miðbæs í miðbæjarreit bæjarfélagsins, sem er vel staðsettur í hjarta miðbæjarins á gatnamótum við Grundargötu, sem er þjóðleið um Snæfellsnes. Stærð lóðarinnar er um 2.500 fermetrar en um er að ræða fjórar samliggjandi lóðir á besta stað í bænum. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri veit allt um miðbæjarmálið í Grundarfirði. „Við erum að auglýsa lóðirnar í því skyni að það verði byggð upp miðbæjarþjónusta, þar að segja hús, sem að geta hýst allskonar þjónustu, verslun og síðan íbúðir í bland. Og það er farið aðra leið en við erum kannski vön að fara, að auglýsa bara einfaldlega lóðir og vonast til að einhver sæki um því við erum líka að halda fram þeim gæðum, sem hér er að finna,” segir Björg. Bæjarstjórinn segist hafa tröllatrú á verkefninu í ljósi þess hvað Snæfellsnes er vinsæll staður, ekki síst hjá ferðafólki og að það sé mjög öflug ferðaþjónusta á svæðinu. „Já og við vitum það að Snæfellsnes á mjög mikið inni og við finnum fyrir auknum þunga og áhuga á Snæfellsnesi, þannig að þetta er þá líka okkar leið til að segja að þetta helst í hendur við aðra uppbyggingu eins og beint fyrir ferðaþjónustu,” segir Björg. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Tilboð í lóðirnar verða opnuð fimmtudaginn 5. júní næstkomandi.Aðsend En finnur þú á íbúum í Grundarfirði að þeir séu stemmdir fyrir þessu og vilji fá miðbæ? „Já, við erum auðvitað að vinna eftir aðalskipulagi og í þeirri vinnu á sínum tíma fyrir fyrir 2020 eða í kringum 2020 þá kalla íbúar eftir huggulegum miðbæ og uppbyggingu á miðbæ, eitthvað, sem segir manni að hér sé hjarta bæjarins og þar sé huggulegt og gott að vera,” segir Björg bæjarstjóri. Hér má sjá nokkur kennileiti í Grundarfirði.Aðsend Heimasíða bæjarfélagsins Grundarfjörður Skipulag Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Grundarfjarðarbær ætlar sér stóra hluti með byggingu nýs miðbæs í miðbæjarreit bæjarfélagsins, sem er vel staðsettur í hjarta miðbæjarins á gatnamótum við Grundargötu, sem er þjóðleið um Snæfellsnes. Stærð lóðarinnar er um 2.500 fermetrar en um er að ræða fjórar samliggjandi lóðir á besta stað í bænum. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri veit allt um miðbæjarmálið í Grundarfirði. „Við erum að auglýsa lóðirnar í því skyni að það verði byggð upp miðbæjarþjónusta, þar að segja hús, sem að geta hýst allskonar þjónustu, verslun og síðan íbúðir í bland. Og það er farið aðra leið en við erum kannski vön að fara, að auglýsa bara einfaldlega lóðir og vonast til að einhver sæki um því við erum líka að halda fram þeim gæðum, sem hér er að finna,” segir Björg. Bæjarstjórinn segist hafa tröllatrú á verkefninu í ljósi þess hvað Snæfellsnes er vinsæll staður, ekki síst hjá ferðafólki og að það sé mjög öflug ferðaþjónusta á svæðinu. „Já og við vitum það að Snæfellsnes á mjög mikið inni og við finnum fyrir auknum þunga og áhuga á Snæfellsnesi, þannig að þetta er þá líka okkar leið til að segja að þetta helst í hendur við aðra uppbyggingu eins og beint fyrir ferðaþjónustu,” segir Björg. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Tilboð í lóðirnar verða opnuð fimmtudaginn 5. júní næstkomandi.Aðsend En finnur þú á íbúum í Grundarfirði að þeir séu stemmdir fyrir þessu og vilji fá miðbæ? „Já, við erum auðvitað að vinna eftir aðalskipulagi og í þeirri vinnu á sínum tíma fyrir fyrir 2020 eða í kringum 2020 þá kalla íbúar eftir huggulegum miðbæ og uppbyggingu á miðbæ, eitthvað, sem segir manni að hér sé hjarta bæjarins og þar sé huggulegt og gott að vera,” segir Björg bæjarstjóri. Hér má sjá nokkur kennileiti í Grundarfirði.Aðsend Heimasíða bæjarfélagsins
Grundarfjörður Skipulag Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira