Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Aron Guðmundsson skrifar 24. maí 2025 09:05 Ómar Ingi Magnússon hefur átt góð ár hjá Magdeburg. Javier Borrego/Getty Images Þrátt fyrir áhuga annarra liða heillaði íslenska landsliðsmanninn ekkert meira en að skrifa undir nýjan samning fram til ársins 2028 hjá Magdeburg. Þar sér hann fram á að tækifæri til þess að vinna fleiri titla. Þegar að nýja samningi Ómars við Magdeburg lýkur verður hann búinn að vera á mála hjá félaginu í átta ár. Eftir að hafa verið einn besti leikmaður þýsku deildarinnar undanfarin ár fann hann að sjálfsögðu fyrir áhuga annarra liða en ákvað að halda tryggð við Magdeburg. „Það var alveg áhugi frá öðrum aðilum, mig langaði bara ekki að skipta yfir í eitthvað sem ég var óviss með. Ekki skipta bara til þess eins að skipta. Ég hef það gott hér, er með gott hlutverk og í frábæru liði. Það mun að mörgu leiti haldast svipað allavegana fram til ársins 2028. Það verða einhverjar breytingar en kjarninn verður sá sami. Þetta er geggjaður klúbbur, það er búið að ganga vel síðustu ár. Ég sé bara svolítið fram á að það muni halda áfram. Liðið er í góðum séns á að berjast um alla titla og ég er í mjög góðri stöðu innan liðsins, með stórt hlutverk.“ Hjá Magdeburg hefur Ómar unnið allt sem hægt er að vinna en þyrstir í meira, auðvitað titla en ekki síður persónulega bætingu. „Verða alltaf betri og betri, það er alltaf markmiðið. Ekki endilega vera pæla í einhverju þannig lagað. Auðvitað viltu alltaf vinna titla og allt það en líka að spila enn á besta gæðastigi í bestu deildinni, vera í Meistaradeildinni. Þetta er eitt af bestu liðum í heimi, ég var meira að fókusa á það og að verða áfram betri.“ Magdeburg hefur titil að verja í þýsku deildinni en er fimm stigum á eftir toppliðum Füchse Berlin og Melsungen en tvo leiki til góða og fimm leiki eftir á tímabilinu. Þá er liðið komið í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar og framundan undanúrslitaleikur gegn Barcelona. „Það er búið að vera smá meiðslavesen á okkur á þessu tímabili, sérstaklega fyrri og í kringum jól. Við erum búnir að tapa aðeins fleiri stigum en við hefðum viljað og þurfum því að treysta á aðra til þess að ná í titilinn. Það eru sex leikir eftir í deild og við verðum að sjá hvað gerist. Svo er úrslitahelgin framundan í Meistaradeildinni. Það er alveg séns á tveimur titlum enn þá en þýski titillinn verður aðeins erfiðari í að ná.“ Þýski handboltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Þegar að nýja samningi Ómars við Magdeburg lýkur verður hann búinn að vera á mála hjá félaginu í átta ár. Eftir að hafa verið einn besti leikmaður þýsku deildarinnar undanfarin ár fann hann að sjálfsögðu fyrir áhuga annarra liða en ákvað að halda tryggð við Magdeburg. „Það var alveg áhugi frá öðrum aðilum, mig langaði bara ekki að skipta yfir í eitthvað sem ég var óviss með. Ekki skipta bara til þess eins að skipta. Ég hef það gott hér, er með gott hlutverk og í frábæru liði. Það mun að mörgu leiti haldast svipað allavegana fram til ársins 2028. Það verða einhverjar breytingar en kjarninn verður sá sami. Þetta er geggjaður klúbbur, það er búið að ganga vel síðustu ár. Ég sé bara svolítið fram á að það muni halda áfram. Liðið er í góðum séns á að berjast um alla titla og ég er í mjög góðri stöðu innan liðsins, með stórt hlutverk.“ Hjá Magdeburg hefur Ómar unnið allt sem hægt er að vinna en þyrstir í meira, auðvitað titla en ekki síður persónulega bætingu. „Verða alltaf betri og betri, það er alltaf markmiðið. Ekki endilega vera pæla í einhverju þannig lagað. Auðvitað viltu alltaf vinna titla og allt það en líka að spila enn á besta gæðastigi í bestu deildinni, vera í Meistaradeildinni. Þetta er eitt af bestu liðum í heimi, ég var meira að fókusa á það og að verða áfram betri.“ Magdeburg hefur titil að verja í þýsku deildinni en er fimm stigum á eftir toppliðum Füchse Berlin og Melsungen en tvo leiki til góða og fimm leiki eftir á tímabilinu. Þá er liðið komið í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar og framundan undanúrslitaleikur gegn Barcelona. „Það er búið að vera smá meiðslavesen á okkur á þessu tímabili, sérstaklega fyrri og í kringum jól. Við erum búnir að tapa aðeins fleiri stigum en við hefðum viljað og þurfum því að treysta á aðra til þess að ná í titilinn. Það eru sex leikir eftir í deild og við verðum að sjá hvað gerist. Svo er úrslitahelgin framundan í Meistaradeildinni. Það er alveg séns á tveimur titlum enn þá en þýski titillinn verður aðeins erfiðari í að ná.“
Þýski handboltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira